Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 4
EStUM VIÐ A BÉTTBILEIÐ ? VÍKINGUR ræddi nýlega við einn efnilegasta togaraskipstjóra íslendinga, Auðunn Auðunsson, um togaraátgerð og möguleika hennar. I samtalinu kemur glögglega í ljós, að togaraútgerð á enn langt í land að ganga sér til húðar. Væntum við að línum þessum verði nokkurri athygli veitt, og að ráðamenn þjóðar- innar íhugi það, sem hinn ungi skipstjóri, með víðtæka reynslu, segir hér. — Hvernig lýst þér, Auðunn, á íslenzka togaraútgerð hér heima í dag? — Því miður þykir mér heldur illa fyrir henni komið. — Telur þú nokkra þörf á að endurreisa togaraútgerð hér? — Já, ég tel mjög mikla nauð- syn að gera það sem allra fyrst, en auðvitað verður að finna leiðir til að gera slíka útgerð arðbæra. — Finnst þér ekki að bátaút- gerðin geti nægt okkur? — Nei, því fer fjarri frá mínu sjónarmiði séð. 0g satt að segja ber ég mjög mikinn kvíðboga fyr- ir framtíðinni, ef ekki verður fljótlega söðlað um og togaraút- gerð endurreist og rekin jafnhliða bátaútgerð. Eða hvernig haldið þið að fyrir okkur hefði farið, ef menn hefðu gefizt upp við síld- veiðar á aflaleysisárunum 1944 og fram yfir 1958. Ég er hrædd- ur um að nokkuð öðruvísi væri nú umhorfs í okkar þjóðfélagi og það til hins lakara, ef síldveiðarn- ar hefðu þá verið gefnar upp á bátinn eins og nú virðist með tog- araútgerðina. w — En síldveiðarnar ganga nú mjög vel. — Jú, en hve lengi? Hvað er orðið um Suðvesturlandssíldina ? Er hún ekki búin? Og hve lengi haldið þið að verði verið að drepa síldarstofninn fyrir austan land- ið með slíkri sókn, sem þar á sér stað? Hugsið ykkur að Rússar, Norðmenn, Danir, Svíar og Bret- ar eru allir að útbúa sig til að stórauka síldveiðar á þessum slóð- um með líkum tækjum og Islend- ingar nota. Og hve lengi er þá verið að tæma þetta veiðisvæði, þegar 2000 til 5000 skip keppast við að ausa síldinni upp? Og hvar stöndum við þegar þetta dynur yfir? — Þú álítur þá að við eigum að hafa fjölbreytni í veiðunum? AuSunn Au'ðunsson, skipstjóri. — Já, það er mikil nauðsyn og ég tel fráleitt að gefa úthafið og bolfisksvæðin fyrir norðan og austan og reyndar í kringum allt landið, algjörlega í hendur út- lendinga, sem veiða þar með all góðum árangri djúpt og grunnt. T.d. má segja að á miðunum fyrir norðan Island séu Englendingar alls ráðandi. Fráleitt tel ég líka að stunda landhelgina jafn fast og nú er. Ef áfram heldur svo, verður ekki langt að bíða þess, að landhelgis- svæðið verði jafnmikil ördeyða og Norðursjórinn er nú orðinn. Við skulum hafa í huga að land- helgissvæðið er minna en Norður- sjórinn. Veiðar á hrygnandiogóhrygnd- um fiski á vertíðinni við Suður- land, Faxaflóa og Vesturland verður að telja rányrkju. Sama má segja um smáfiskdrápið að sumrinu á sömu svæðum. — Hvað telur þú helzt að gera til úrbóta? — Við verðum að fá nokkur ný skip og þá af skuttogaragerð með mikilli sjálfvirkni. — Slíkt verður áreiðanlega slæmt að fá á skömmum tíma, því að svo virðist sem menn hafi algjörlega lagt árar í bát hvað togaraútgerð snertir og einblíni aðeins á grútinn úr síldinni. — Rétt er það, en vonandi ræt- ist úr því. Við þurfum tvenns konar togara, eina gerð 500 tonna til að veiða sérstaklega á heima- miðum fyrir Norður- og Austur- landi og aðra gerð 1500—2000 tonna fyrir fjarlæg mið og djúp- miðin. Ef við íhugum erfiðleikana í at- vinnumálum Norðurlands, þá myndu 10 skuttogarar, 500 tonna skip, áreiðanlega bæta mikið úr, og ég hef þá í huga að láta skip þessi stunda veiðar á fiskimiðun- um fyrir Norðurlandi. Einnig mætti láta skipin veiða fyrir Suð- ur- og Austurlandi, þegar fiskur héldi sig þar. Auk þess gætu svona skip vel farið til Austur- Grænlands á vissum árstíma. — En er nokkur afli fyrir Norðurlandi? — Já, oftast er þarna sæmileg- ur afli frá því í marz fram í ágúst —sept. og fiska Englendingar á þessum slóðum með góðum ár- angri, enda eru þeir að heita má VÍKINGUR 222

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.