Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 11
Japanskur dvergkafbátur
til hafrannsókna.
för með sér og ekki er hægt að
reikna með fljótfengnum hagn-
aði. Samt sem áður ætti greiðsla
kostnaðar ekki að vera til fyrir-
stöðu, þar sem mestur hluti har.s
mundi renna í vasa brezkra iðn-
aðarmanna, vegna kaupa á skip-
um, vélum og öðrum framleiðslu-
tækjum. Þetta þarf heldur ekki á
nokkurn hátt að verða samkeppni
við FAO, eða umboðsmanna
þeirra ríkja, sem að þeirri stofn-
un standa, sem nú þegar hafa
unnið mikilsvert verk á þessu
sviði.
Spurningarnar eru þessar:
1. Þar sem Indlandshaf hefur
sérstöðu, hvað snertir rann-
sökuð hafsvæði og með tilliti
til sveltandi íbúa, væri ekki
rétt að meðhöndla vandamálið
sérstaklega með auknar fisk-
veiðar að markmiði?
2. Hvernig væri að stofnsetja
indverskt hafrannsóknaráð,
ásamt fulltrúum frá hinum
áhugasömu ríkisstjórnum,
öðrum, sem hefðu víðtækt
vald?
Ráðið ætti, ekki sízt, að ráða
fram úr vandamálum, svo sem
hvar staðsetja skuli nýjar lönd-
unarhafnir og dreifingu. Hvaða
gerð skipa skuli nota og mögu-
leika á að miða veiðarnarviðfisk-
tegundir í samræmi við eftir-
spurn. Umfram allt ætti fyrst að
rannsaka neyzlusvæðin til þess að
finna út hvaða tegund framleiðsl-
unnar hentar hverju einstöku
svæði og hafa í huga tortryggni
á áður óþekktum tegundum.
Það eru fleiri vandamál, sem
leysa þarf, eins og tiltækilegt
fjármagn til greiðslu á vinnuafli,
svo og þjálfun. Þessi atriði verða
ekki rædd í stuttri grein. En í
öllu falli er hér tillaga um skipu-
lagningu og samstarf, sem gefið
gæti góða raun og tækifæri til
sameiginlegra átaka, sem gætu
borgað sig, bæði í mannúðlegu og
hagkvæmu tilliti.
M. J.
Kobe Shipyard hefir smíðað
kafbát, 14.5 m. á lengd, 2.5 m. á
breidd og 2.8 m. á hæð með 2.2
Hér sést dvergkajbáturinn.
BúriS, sem notaS er til aS ginna fiskinn aS.
m. djúpristu. Hann ér byggður
úr sérstaklega hertu stáli.
Við prófanir komst þessi far-
kostur niður á 305 m. dýpi. Á-
höfnin er 6 manns, og er neðan-
sjávarhraðinn 4 sjóm.
I honum eru tæki til þess að
veiða djúpsjávarfisk; einskonar
„búr“ lýst með sterkum ljósum
til að lokka fiskinn. Þá eru á kaf-
bátnum vélknúnir ,,armar,“ sem
safna botngróðri og allskonar
skeldýrum.
Meðal annars útbúnaðar í þess-
um rannsóknar-kafbát eru 6 at-
hugana-,,lúgur,“ 4 sterkir ljós-
kastarar til mynda- og sjónvarps-
töku, dýptarmælar, fullkomin
siglinga- og öryggistæki, raf-
hlöðudrifinn dieselmótor o.fl.
Þessi „dvergnökkvi" er hinn
fyrsti sinnar tegundar í Japan
og hefir þegar farið nokkrar ár-
angursríkar rannsóknarferðir, þ.
á.m. umfangsmiklar botnrann-
sóknir í sambandi við neðansjáv-
ar jarðhræringar við strendur
Japans.
Gripkló kafbátsins.
VÍKINGUR
229