Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 38
síld fari í bræðslu eftir öllum
þeim fjölda nýrra síldarverk-
smiðja, sem ennþá eru í uppsigl-
ingu víðsvegar um land.
Það að salta síld gefur að vísu
margfaldan gjaldeyri, enda þófct
hér sé einnig um algert hráefni
að ræða, en eins og fyrr segir,
það borgar sig ekki að vera neitt
að stússa við þetta.
Það er ekki einu sinni tími til
að háfa síldina úr nótinni, bara
dæla henni hvað sem það kostar,
og þá helzt í skip sem flytur hana
beint í gúanó.
Útfærslu landhelginnar er
kennt um, að togveiðar séu úti-
lokaðar og togararnir okkar,
þessi góðu skip séu til einskis
nýttir, og því rétt að selja þá
sem brotajárn grískum, norskum
eða hverjum, sem til eru í að íá
þá fyrir ekki neitt.
Síldveiðiskipin stækka ár frá
ári og mega kosta hvað sem er?
Þau eru nú bráðum komin upp í
togarastærð og eiga vafalaust
eftir að stækka meira, en engum
dettur í hug í alvöru að reyna að
hagnýta togarana með smávægi-
legum breytingum til þessara
veiða, þótt eitthvað hafi verið
kákað við það.
Þá virðist engum heldur detta
í hug að hagnýta hina auknu
landhelgi, sem okkur var sagt að
hefði úrslitaþýðingu fyrir þjóð-
arbúið. Ennþá virðist þessi út-
færsla aðeins hafa orðið til hins
verra, þ.e. stuðlað að hruni tog-
aranna, en ekkert jákvætt komíð
í staðinn-
1 stað þess að veiða góðan fisk
í hinni rýmkuðu landhelgi á litl-
um skipum og með hóflegum
kostnaði og gera hann að gjald-
gengri gæðamarkaðsvöru og þar
með halda við atvinnu í hinum
dreifðu þorpum víðs vegar um
land, sem hafa öll skilyrði til
þessa, er allt kapp lagt á að ausa
upp sem mestum afla án tillits
til þess, hvað fyrir hann fæst eða
hvað kostar að afla hans.
Reykjavík, 29. júní 1966.
Guðfinnur Þorbjörnsson.
★
II1111II1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111II111 llllll IIII
SPARISJÓÐUR
VÉLSTJÓRA
Báxugötu 11
Annast öll
venjuleg spari-
sjóðsviðskipti.
Opið daglega
kl. 3—5.30.
laugardaga 10—12.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiMtiiiiiiiimiiiii
Einar.. .
Framliald af bls. 240
í 7 ár. Síðar tók Einar við for-
mennsku á „Brúna“ á síldveiðum
1935. Einnig 1936. En það ár
sökk báturinn eftir ákeyrslu i
vondu veðri. Var með brotið
stýri. — 1938 er Einar með
„Drangey" á síld, 1939 með
„Rafn,“ en það ár tók hann við
„Ernu“ og var með hana í 7 ár.
Stríðsárin sigldi Einar með ís-
fisk til Englands og átti þá heim-
ili í Vestmannaeyjum um tíma.
Einn vetur var hann með „Sæ-
finn“ og síðar með „Sigríði." 1950
flytur Einar til Hafnarfjarðar.
1930—’31 var Einar í Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík og
tók þá hið meira fiskimannapróf.
Einar er mikill að vallarsýn og
hraustmenni hið mesta, eins og
forfeður hans. Hann setur svip á
umhverfið.
Ekki gleymist hetjudáð hans,
er „Brúni“ sökk og áður er
minnst á, hversu hann kleif í
kaðli upp alla síðuna á „Dr. Alex-
andrine" og bjargaði þannig lífi
sínu við hinar verstu aðstæður, í
fárviðri, 12—13 vindstigum.
Einar var mikill dugnaðarmað-
ur við sjóinn og mun oft hafa séð
sitt af hverju á „Ernu“ í milli-
landasiglingum. Einar er nú toll-
vörður á Keflavíkurflugvelli.
ENGIN KEÐJA
E R STERKARI
EN VEIKASTI
HLEKKURINN
TRYGGING ER
NAUÐSYN
ALMENNAR
TRYGGINGAR g
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SÍMI 17700
256
VÍKINGUR