Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 18
Olaf M. Thalberg:
Vláninn fylyir okkur í geimnum
Þannig er umhorfs á tunglinu.
Með sanni má kalla mánann
„fylgikonu jarðar.“ 1 hlutfalli við
aðra hnetti er máninn mj ög nærri
jörðinni — fjarlægðin er eitt-
hvað 10 sinnum lengri en ummál
jarðar er um miðbauginn.
Margar flugvélar hafa flogið
samtals lengri vegalengd, og
venjuleg flugvél gæti á nokkrum
mánuðum komizt til tunglsins.
Sagt er að póstur nokkur hafi
á lífsskeiði sínu gengið lengra en
vegalengdina til mánans.
Næstu hnettir (Marz, Venus,
Eros) eru í hundrað sinnum
meiri fjarlægð. — Það er því ekk-
ert undarlegt þótt þessi stutta
vegalengd til mánans hafi komið
ímyndunarafli manna hér á jörð
af stað.
Fyrir meira en einum manns-
aldri voru uppi ráðagerðir um að
senda flugskeyti til mánans, og
margir amerískir milljónamær-
ingar hafa boðið að gefa fé eða
arfleitt vísindastofnanir að fjár-
munum sínum til að standast
kostnað við smíði og sendingu
skotflauga til tunglsins.
Áður, fyrir svo sem tveim eða
þrem mannsöldrum, héldu margir
vísindamenn að háþróað lífrænt
líf væri til á mánanum.
Jules Verne lætur í sinni hug-
myndaríku skáldsögu — Ferð-
inni til tunglsins — skjóta rak-
ettu til mánans með nokkrum
mönnum innanborðs, og síðar
hafa svo bækur verið ritaðar um
„íbúa mánans.“
„í bókinni „Fyrstu mennirnir
á tunglinu“ lætur hinn kunni rit-
höfundur H. G. Wells þessa íbúa
mánans eiga heima inni í sjálfu
tunglinu. Verði þeim að góðu!
Nútíma stjörnufræðingar hafa
algjörlega lagt á hilluna fyrri
kenningu um líf á nágranna-
stjörnu okkar, því að þar er hita-
mismunur gífurlegur.
Máninn hreyfir sig tígulega.
Hann snýr ávallt sömu hliðinni
að jörðinni. „Karlinn í tunglinu"
glápir stöðugt á okkur.“ Tunglið
er ca. einn mánuð að fara um-
hverfis jörðina og snýst á sama
tíma einn hring um möndul sinn.
Einn dagur á tunglinu -mána-
dagur - er því ca. 14 jarðneskar
nætur. Ef einhverjir menn ættu
að sofa eina tunglnótt, yrðu þeir
aldeilis að vera frábrugðnir okk-
ur og hafa eiginleika til langsvæf-
is, hugsið ykkur, að sofa þrjú til
fjögur hundruð tíma í einni lotu.
Við lok hins langa mánadags
hefur hitastigið hækkað mjög.
Samkvæmt útreikningi vísinda-
manna telja þeir hitann við mið-
baug mánans geta orðið meira en
100° á Celcíus og jafnvel þótt
aðeins væri miðað við 100° á
Fahrenheitmæli eins og Ameríku-
menn nota, það er 38° á Celcíus-
mæli, væri það ofboðslegur hiti.
Hin andstæðan er þó enn meiri,
því að á hinni löngu mánanótt
verður hitinn 273° C. Já,
vissulega hljóta þær lífverur að
vera undarlegar, sem slíkar hita-
breytingar þola!
Allir vita hversu erfitt er fyr-
ir hvern mann að vera án vatns.
En hvað eigum við þá að segja
um mánann? Þar vantar algjör-
lega allt vatn.
Stjörnukíkar nútímans eru svo
fullkomnir að auðvelt ætti að vera
að sjá vegsummerki eftir lífver-
ur á mánanum, ef um nokkuð
slíkt er að ræða. Engin slík spor
hafa til þessa sézt á tunglinu.
Við tölum um „karlinn“ eða
andlitið á tunglinu,enístórusjón-
aukunum sjáum við greinilega
dökk og ljós svæði. Menn verða
yfir sig hrifnir er þeir í fyrsta
sinn líta slíkan kíki, því að þar
kemur fram einskonar landabréf
af tunglinu. Með stækkun ljós-
mynda, sem teknar hafa verið
VlKINGUR
236