Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Síða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Síða 40
— Nei, sagði gömul kona og snéri frá með tárin í augunum og gekk framhjá öðrum konum, sem ásamt börnum sínum biðu eiginmanna er ekki voru komnir að. Bátarnir, sem síðar komu, virtust betur hafa aflað en hinir. Nokkurra kílóa afli þótti góð veiði. Kaupandinn, innfæddur verzlunarmaður, gekk á milli sjó- mannanna og keypti þann afla, sem afgangs var umfram það sem sjómennirnir þurftu sjálfir til framfæris á heimilum sínum. Gjaldið var þó mjög lágt, varla meira en nokkrir shillingar í hlut hvers sjómanns. Áreiðanlega mundi afrakstur þessara 25 báta, hver með þriggja manna áhöfn, þykja rýr hér norðurfrá. En svona verður lífið að ganga þarna. Stjórn Gambiu styður erlend fyrirtæki, sem hefja vilja at- vinnurekstur í landinu og þýð- ingu hefur fyrir þjóðarbúskap landsins. Sérstaklega eiga þeir útlendingar greiða götu í land- inu, sem helga vilja sig fiskveið- um og vinnslu aflans. Kunnáttumenn um fiskveiðar gætu áreiðanlega átt góða daga í Gambíu, því að bæði Gambiu- fljótið og sjórinn út af landinu Ungur Gambiumaður stoltur yfir veiði sinni. 258 eru auðug af fiski. Hér finnast fisktegundir skyldar fiski í norðurhöfum, að vísu með dá- litlu öðru útliti, svo sem makríll, síld o.fl. Bragðbezti fiskurinn á þessum slóðum heitir Bongan — ethamlosa fimbriata — þetta er síldartegund, sem oft sést á borð- um. Hún er bezt á bragðið reykt og þannig er hún flutt út til ná- granna landanna. Einnig er hún notuð í beitu. Auðvitað eru margar aðrar fisktegundir þarna með ókunnum nöfnum fyrir okkur Norður- landabúa, svo sem kujeli, lady- fish, beinfiskur og tígrisfiskur — socoro, sá síðastnefndi er uppáhald sportfiskimanna og er allt að 180 cm langur, oft kallað- ur Goliath. Þessi fiskur finnst víða í fljótum Afríku og er mik- io af honum í Gambiufljóti. — Skemmtilegur fiskur er barra- cudan að ógleymdum hákarlinum. Eini fiskurinn, sem nokkra þýðingu hefur til útflutnings er bongan, sem fyrr er nefndur og selst reyktur. Ef frystihúsum yrði komið þarna upp er augljóst að reka mætti í Gambiu veruleg- an fiskiðnað og nytja margvís- legar fisktegundir. Útflutningur Gambiu er aðal- lega jarðhnetur — allt að 98% útflutningsins. Þessi seigi rótar- ávöxtur þroskast frá aprílmán- uði og á fjórum næstu mánuðum, eða á regntímabilinu. Jarðhnet- urnar vaxa um allt landið. Fyrir 130 árum kenndi meto- distaprestur íbúum Gambiu að rælcta þennan ávöxt. Með áveit- um er hægt að fá tvær uppskerur á ári. Talið er að einn maður geti ræktað tvær ekrur af linetum og það gefur af sér ca. 8400 kr. ís- lenzkar á ári, fremur fátækleg laun hjá manni, sem hefur 10 manns á framfæri — talið er að hver vinnandi maður verði að af- kasta það miklu að 10 menn geti lifað af afrakstri vinnunnar. Hér er vissulega þörf á að auka ræktunina. Hrísgrjón er auðvelt að rækta á svæðum niður með fljótinu. Svæði þessi eru þurr á þurrkatímanum, en yfirflotin Móðir og dóttir l>íSa þess a8 pabbi komi a<) landi meS fiskinn. vatni á regntímabilinu. Fram að þessu hefur verið litið á það sem kvenmannsverk að fást við hrís- grjónarækt í Gambíu og það verður erfitt að fá karlmennina til að sinna þeim störfum. Sítrónur er hægt að rækta í Gambiu og fá af þeim nokkrar uppskerur á ári hverju, ef áveitu- vatn er notað við ræktunina. Þessar upplýsingar fékk ég hjá sérstakri stjórnardeild, sem fer með landbúnaðar- og skógar- höggsmál landsins. Þannig er stöðugt unnið að því að auka at- vinnulífið í Gambíu. Mikil nauðsyn er að endur- nytja trjáræktina, því að það sem eftir er af góðtrjám, svo sem mahony, hefur vaxið upp í geig- vænlegar stærðir marga metra í þvermál, en slík tré er ekki með neinu móti hægt að nytja í smíða- efni. Pálmatré vaxa þarna einnig, en við nánari athugun eru tréin þannig að ekki borgar sig að vinna þau. Til að auka velferðina í land- inu er mikil nauðsyn á verk- smiðjum og smíðastofum og hér er möguleiki fyrir dugmikla at- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.