Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 25
Alþjóðaráðstefna um hleðslumerki skina. W.m.mmWua.V.W.W.mmamW.V Haldin í London frá 3. marz til 15. apríl 19G6 á vegum Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar, IMCO. 1. Ráðstefnan, undirbúningur og verkefni. Alþjóðaráðstefna um hleðslu- merki skipa var haldin í London dagana 3. marz til 5. apríl 1966, á vegum Alþjóðasiglingamálastofnun- arinnar, IMCO, en hún hefur aðal- stöðvar í London. Alls tóku 60 lönd þátt í ráðstefnu þessari. Fulltrúar íslands voru þeir Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoð- unarstjóri og Páll Ragnarsson, skrifstofustjóri. Núgildandi alþjóðasamþykkt um hleðslumerki skipa var undirrituð í London árið 1930. Síðan hafa orðið miklar og margvíslegar breytingar á skipum, skipasmíðum, skipagerð- um, skipastærðum og rekstri skipa. Nýjar gerðir af lokunarbúnaði hafa verið teknar í notkun, einkanlega hafa stállúguhlerar bætt geysilega mikið öryggi skipanna með því að minnka verulega hættuna á, að skip sjófylli vegna bilunar á lokunar- búnaði lestarlúganna. Af öðrum tæknilegum framförum í skipasmíði síðan 1930 má nefna rafsuðuna, sem nú hefir svo til út- rýmt allri hnoðun og sívöl (rúnn) tengsl milli hliða skipanna og þil- fars. Hin geysi öra þróun í stærð skipanna, og þá einkanlega stækkun á olíuflutningaskipum og lausa- farmskipum (bulkcarriers), veldur því, að nú var orðin knýjandi nauð- syn að auka við töflumar yfir fri- borð skipa, þannig að þær næðu yfir skip allt að 1200 feta (365 metra) löng. öll þessi atriði, og raunar mörg fleiri, hafa valdið því, að knýjandi VÍKINGUR nauðsyn var orðin að endurskoða alþjóðasamþykktina um hleðslu- merki skipa frá 1930, og þá um leið taka tillit til þeirrar reynslu, sem fengizt hafði af núgildandi sam- þykkt við samningu þeirrar nýju, þannig að hún mætti verða sem fullkomnust og miðuð við nútíma tækni og sighngar. í ljósi þessara staðreynda mælti skipaöryggisnefnd og stjórn IMCO með því að haldin yrði ný alþjóða- ráðstefna um hleðslumerki skipa. Á 3. aðalfundi IMCO í október 1963 var ákveðið að Alþjóðasiglinga- málastofnunin skyldi boða til þess- arar alþjóðaráðstefnu vorið 1966, til þess að semja nýja alþjóða- hieðslumerkjasamþykkt í samræmi við skipatækni og siglingar nú. 2. Tillögur um nýja alþjóðasam- þykkt lagðar fram. f febrúarlok 1966 hafði 21 ríkis- stjórn sent tillögur að efni í nýja alþjóðahleðslumerkjasamþykkt. í þessum tillögum fólust ýmsar breyt- ingar frá núgildandi samþykkt, einkanlega stækkun fríborðs fyrir minni skip, og minnkun fríborðs fyrir stærri skip. Einnig komu fram tillögur um að auka verksvið sam- þykktarinnar og var lagt til að hún skyldi einnig ná til fiskiskipa. Flestar tillögurnar fólu í sér, að halda skyldi óbreyttum undirstöðu- aðferðum við að ákveða fríborð skipa, eins og þær eru í núgildandi samþykkt, þ.e.a.s. fríborðstafla er notuð til að ákveða grunnfríborð, miðað við lengd skipsins, og svo- nefnd stuðul-skip (standard-skip), en það skip hefir ákveðið hlutfall milli lengdar og dýptar, stuðlað þil- farsris o. s. rfv., og er án yfirbygg- inga. Síðan er grunnfríborðið leiðrétt Hjálrnar Bár'ðarson. fyrir hvert einstakt skip, eftir því hversu frábrugðið það er að gerð frá stuðuls-skipinu. Þá er fríborðið t.d. minnkað því meira, eftir því sem rúmmál vatnsþétt lokaðra yfir bygginga skipsins er meira. Grunn- fríborðið er mismunandi mikið fyrir vöruflutningaskip er flytji fastar vörur, og fyrir olíuflutningaskip. Auk þessara tillagna, sem byggð- ar eru á sama grundvelli og nú- gildandi alþjóðasamþykkt, komu fram tillögur um að breyta sjálfum grundvelli samþykktarinnar, að því er varðar ákvörðun á minnsta grunnfríborði skipa. Þannig skyldi samkvæmt þessum tillögum aðeins vera ein tafla yfir grunnfríborð, í stað tveggja, og yrði grunnfríborðið þá miðað við stállúgur með sama lokunarbúnaði og notaður er á olíu- flutningaskipum. Fríborð allra ann- arra skipa skyldi síðan ákveðið með viðmiðun við þetta grunnfríborð, og þá farið eftir því hversu stór lestar- opin væru og hversu góður lokunar- búnaður lestaropanna væri. Einnig kom fram tillaga um að fella niður leiðréttingu á fríborði vegna mis- munandi kassastuðuls. 3. Setning ráðstefnunnar og upp- haf hennar. Alþjóðaráðstefnan um hleðslu- merki skipa var sett að morgni þriðjudagsins 3. marz 1966, í aðal- 243

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.