Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Page 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Page 34
verðandi prófarkalesurum hina mikilvægu þýðingu þess að stað- setja kommuna á réttum stað, gaf hann Hiram Holliday þúsund dali í þóknun og eins mánaðar frí á fullum launum. Með aukaþókn- unum, sem hann hafði hlotið fyr- ir snjallar fyrirsagnir og annað sparifé, átti Hiram nóga peninga til Evrópusiglingar, og hann lét úr höfn á „Britannique" að viku liðinni. Hitler öskraði í Niirnberg, franska stjórnin riðaði til falls vegna verkfalla, rússneski björn- inn nöldraði í barmi sér. Sudeta- Þjóðverjar skutu á tékkneska hermenn og tékkneska ríkis- sjórnin lét undan fyrir óbilgjörn- um kröfum SudeterÞjóðverjanna. en of seint. 1 Englandi fór áhugi manna fyrir loftvörnum dagvaxandi og eftirspurnin jókst á gasgrímum. Menn voru áhyggjufullir í Down- ing-Street vegna þess að herinn hafði hvorki æfingar né útbúnað, og loftvarnarbyssurnar voru frá síðasta stríði. Það var því nokkur uggur í Hiram Holliday þegar hann sté á land í Southampton og tók Lund- unahraðlestina, sem var í sam- bandi við skipið. Það voru regnskúrir yfir suð- ur Englandi. Vagga forfeðra hans hafði staðið í Englandi — og nú var hann þar. Framhald í næsta blaði Á myndinni sést svœSiS, sem kafbáturinn leitaSi á aS vetnissprengjunni. Kafbdturinn Aluminout Við leitina að vetnissprengjunni sem féll í sjóinn, er tvær amerískar flugvélar rák- ust á utan við Spánarstrendur fyrir nokkru, var beitt kafbát af sérstakri gerð. Er kafbátur þessi hið mesta undraskip. Segir svo í enska tímaritinu Shib. & Sh. Rec. um bát þennan: Áður en báturinn fór til Spánar, fór hann í tilraunaskyni nálega hálfa aðra mílu niður í hafið við Great Abaco-eyju í Ba- hamaeyjaklasanum, í því skyni að setja dýptarmet. Er þetta haft eftir M. J. Louis Reynolds, forseta International Inc., eig- enda bátsins. I annarri tilraunaferð í hafdjúpið, sem ekki hefir enn verið getið um opinberlega, uppgötvuðu rannsóknarmenn á Aluminout og fengu sönnun fyrir, að undir Golf- straumnum í sundunum við Florida, er kaldur suðlægur straumur, sem ekki hefir áður orðið vart. I enn annarri tilraunaferð á svipuðum slóðum, sigldi báturinn í einni lotu 25 mílur vegar á meira en 300 metra dýpi, og sýndi með því stjórnhæfni hans við rannsóknir neðansiávar. Á bát þessum hafa menn fundið sokkin skip, og komið auga á lítið kunnar tegundir af djúphafs- fiskum. Þá hafa þeir rekist á hnýsur á meira en 200 metra dýpi. Kafbáturinn Aluminout er smíðaður sem rannsóknarskip, og getur kafað dýpra en nokkuð annað tilsvarandi skip í h«imi, eða meira en 5000 metra. Hann er búinn neðansjávar-sjónvarpstækjum, utanborðs- ljósabúnaði, sjónopum og könnunartækj- um til kortagerðar af hafsbotni. Kafbátur þessi var sjósettur hjá Elcc- tric boat Division, General Dynamics Cor- 'poration, Groton, Conn, árið 196U. Hann er gerður úr 165 mm þykkum álhringjum, smíðuðum, og reiknað er með að hann geti framkvæmt vísindarannsóknir á um þaðbil % hlutum úthafanna. Fjórir vísindamenn geta samtímis horft út um sjónop bátsins, með aðstoð sterkra leitarljósa. Tekist hefir að sigla bátnum 1,6—6.6 m frá botni stöð- ugt í 24 kl.stundir með 2ja mílna hraða. Aluminout er sannur „true" kafbátur, segir blaðið, að því leyti, að hann byggir á eigin særými til þess að hafa eðlilegt flotmagn á hvaða dýpi sem er, allt niður á 5000 metra. Hallgr. J. 252 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.