Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Page 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Page 35
Sœnska skipiS ,,Ingo“ á leiS til hajnar ejtir vel heppnada reynsLujór. Nýlega lauk smíði eins stærsta fiskibáts, sem byggður hefir ver- ið fyrir sænskt útgerðarfélag. Þetta mætti ef til vill skoðast sem „knock out“ í útgerðarmál- um af hendi Svía, því svo ein- kennilega vill til, að frumkvöðull og útgerðarmaður í þessu fyrir- tæki er fyrrverandi heimsmeist- ari í hnefaleik, Ingemar Johans- son. Eftir að Ingemar tapaði heims- meistaratitlinum, sneri hann sér að öðrum viðfangsefnum og þar sem hann var af sjófarendum kominn, áleit hann að framtíðin lægi þar. Hann stofnaði útgerðarfélag með sænskum skipstjóra er Gunn- ar Karlsson heitir. Skip þeirra, sem nýlega hljóp af stokkunum hlaut nafnið „INGO“ og er 350 brto. lestir að stærð, smíðað hjá Hammelvik Mek. Verksted í Noregi. „INGO“ er útbúið þrískorinni kraftblökk fyrir hringnótaveiðar og einnig er skipið útbúið vökva- drifinni togvindu frá Norwinch, með 16 tonna dráttarafli. Aðalvél skipsins er 1800 ha. Nohab Polar Dieselvél. Að öðru leyti er það útbúið fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum. Ganghraðinn er 15 sjóm. VlKINGUR Þegar þetta er ritað er „INGO" farinn á hringnótaveiðar við Shetlandseyjar. Tilgangur eig- endanna með þessum alhliða út- búna fiskibát er, eftir því sem ástæður þykja, að geta með mjög stuttum fyrirvara skipt yfir bæði á tog- og línuveiðar. Hinn fyrrverandi heimsmeist- ari og meðeigandi, ákvað að vera þáttakandi í þessari fyrstu veiði- för skipsins. Ekki er tekið fram hvort Inge- mar fer sem háseti eða ekki, en vonandi er að hans „hægrihand- ar uppercut" í útgerðarmálum beri tilætlaðan árangur — og að fleiri heimsmeistarar“ ávaxti auð sinn á eins þarflegan hátt. G. J. „Knock ont“ í útgerijarmálnni Hnefaleikameistarinn Ingo í brúnni á skipi sínu ásamt skip- stjóraniun. 253

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.