Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 21
Safnaðarstjórn nokkur auglýsti
eitt sinn eftir organleikara og söng-
kennara.
Ein umsóknin var á þessa leið:
„Ég hefi lesið auglýsingu yðar
eftir organleikara og söngkennara,
annaðhvort karlmanni eða konu.
Þar sem ég hefi verið hvorttveggja
árum saman, leyfi ég mér að sækja
um stöðuna!“
*
Margt skeSur í sundknattleik.
Áhyggjurnar minnka ekki við að
hugsa stöðugt um þær, það eyðir
aðeins þeirri orku, sem nauðsynleg
er til að yfirvinna þær.
*
Prestinum gramdist oft hversu
kirkjugestir mættu seint til messu,
en hann kippti þessu í lag þegar
hann hóf eitt sinn messugjörð á
þessa leið: „Drottinn, blessaðu þá,
sem nú eru komnir í sæti!“
Tvær nágrannakonur voru erki-
óvinir. Dag nokkurn var önnur
þeirra önnum kafin við að hengja
upp þvott, en hin stóð álengdar og
horfði á.
„Á hvað ertu að glápa, hefurðu
aldrei séð þvott hengdan upp?“
„Jú,“ svaraði hin hæðnislega, „en
ég er vön að þvo tauið áður.“
*
„Getur nokkur sagt mér hver það
var, sem kyssti jörðina, sem hann
sté á eftir mjög hættulega ferð?“
„Já, það var faðir minn, að af-
lokinni fyrstu ökuferðinni með móð-
ur minni í nýja bílnum okkar.“
*
FRÍ vaktin
Björgvinjarbúi kom eitt sinn að
hliðum himnaríkis og að venju
spurði sankti Pétur hann um nafn
og heimilisfang.
„É heiti Pétur eins og þú, og er
frá Bergen.“
„Nú já, andvarpaði Pétur gamli.
Gakktu innfyrir, — en þú verður
nú að afsaka að aðbúnaðurinn er
sennilega eins fullkominn og þú hef-
ir vanist."
*
Prestur nokkur mismælti sig í
stólræðu og sagði að Jesú hefði
mettað fimm manns með fimm þús-
und brauðum og sjö fiskum. Gall þá
einn kirkjugestur við: „Það hefði
ég líka getað gert.“
Árið eftir lagði prestur útaf sama
texta og mismælti sig nú ekki. Gaut
hann auganu á kirkjugestinn frá
árinu áður, sem mættur var: „Hefð-
ir þú nú getað gert þetta, Jakob
minn?“
„Já,“ svaraði hinn um hæl, „hefði
ég haft leifarnar frá því í fyrra!“
*
Vélstjóri nokkur við aldur, sem
hættur var á sjónum og kominn
heim til sín í Skotlandi, kunni illa
iðjuleysinu. Hann sneri sér því til
járnsmiðsins í þorpinu og bað hann
að láta sig fá eitthvað að gera.
„Hvað geturðu gert spurði járn-
smiðurinn.
„Ég hefi verið vélameistari,“ var
svarið.
„Allt í lagi,“ segir járnsmiðurinn,
hér úti á túninu er asni, prófaðu
nú leikni þína og reyndu að járna
hann, ef þér tekst það vel, þá færðu
vinnu hjá mér.“
Um kvöldið kom vélstjórinn og
bað járnsmiðinn að líta á járning-
una hjá sér. Fyrir utan lá asninn á
hryggnum með alla fjóra fætur
beint upp í loftið. Hann var sýni-
lega vel járnaður og smiðnum lík-
aði verkið ágætlega og hældi vél-
stjóranum á hvert reipi, og sagðist
vera mjög ánægður að fá hann í
vinnu, en segir um leið: „Hvemig
stendur á að asninn liggur svona á
bakinu?“
„Ég veit ekki,“ segir vélstjórinn,
„hann lagðist svona strax og ég tók
hann úr skrúfstykkinu."
*
VÍKINGUR
239