Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Page 5
Fyrir tveimur árum hljóp þetta 226 feta skip af stokkunum. SkipiS er í eigu Rossfyrirtœkisins. ÁformaS er uð smíSa 10 skip af þessari gerS á nœstunni. Þetta er skip meS frystibúnaS og myndi sennilega lienta okkur. einir um hituna. Þá er þarna tals- verður karfi, sem ekki verður nýttur öðruvísi en af frystihús- unum. Og þá kemur sér vel vega- kerfið, sem verið er að ljúka við á Norðurlandi og tengir saman Siglufjörð, Ólafsfjörð, Dalvík, Akureyri og Sauðárkrók. Ættu skipin að geta landað á einhverj- um þessara staða og aflanum síð- an ekið til næstu staða eftir því sem ástatt er í frystihúsunum. Ég minnist þess t.d. að 1 fyrra kom- um við á „Sigurði" og lönduðum 280 tonnum af ferskfiski á Siglu- firði. 240 tonnum var hægt að taka við en 40 tonnum af karfa var kastað í guano, vegna þess að engin tök voru á að vinna hann. Verkstjórinn sagði að þetta væri þó fallegasti karfi, sem hann hafði séð. Hér hefði vegakerfið bætt úr og hægt að senda þessi 40 tonn til vinnslu á öðrum stað og þannig nýttur frystihúsakost- urinn. — En fer ekki illa með fiskinn að aka honum langa leið í bifreið- um? — Nei, það tel ég ekki. Hann þolir slíkan flutning mjög vel. Hins vegar þolir hann íslaust lít- inn geymslutíma, ein stund á landi jafngildir sólarhrings- geymslu í lest skipsins. Ef farið verður út í svona útgerð þarf að skipuleggja að skipin komi inn kl. 4.00 að morgni og hefji þegar löndun. Fiskinum verði svo dreift fyrst til fjarlægu staðanna og stefnt að því að vera búið að full- vinna hann að kvöldi. Það er ákaflega mikilvægt að löndunarvinnan geti haldizt í hendur við veiðarnar og þar standi ekki á neinu. Út af fyrir sig má segja að löndunaraðstæður í Reykjavík og Hafnarfirði eigi mikinn þátt í því, hvernig komið er fyrir tog- araútgerðinni. Því það tekur 3— 5 daga að fá afgreiðslu á 350 tonna afla, 3 daga í löndun og einn dag að ísa aftur er algengt. Tæknina vantar svo gersamlega í löndunarstarfsemina að þar er um algjöra kyrrstöðu að ræða. Og oft verða skipin að vera lengur úti, stundum viku, en æskilegt er, vegna þess að enginn möguleiki er að fá aflanum landað. Verkfræðingur einn hefur sagt mér, að enginn vandi sé að landa karfa með dælu. Myndi þá hægt að landa 350 tonnum á 10 klst. með 7 til 8 mönnum, en enginn verður þó til að drífa í því, og kostar þó dæla varla meira en einn krani. En kranar eru þó SéS inn í skutrennuna á Ross Valiant. VÍKINGUR 223

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.