Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Side 8
ingu þeirra um bann við lánsvið-
skiptum nýlega.
En hvernig var þegar þið
selduð „Fylki“, leituðuð þið þá
ekki upplýsinga um verð skut-
fcogara?
— Jú, í Póllandi fengum við
aagstætt tilboð, en þeir vildu fá
að byggja 3—5 skip af sömu
gerð. Telst mér til, að við smíði
á slíkri seríu verði hvert skip
um 20% ódýrara, en ef aðeins
eitt er smíðað í einu. Skipin, sem
Pólverjar buðust til að smíða
voru 180 feta löng og 38 feta
breið með 2000 hesta Mirlessvél
og áttu að kosta 280.000 £. Þetta
eru skip 1100—1200 tonna stór
og eru mun ódýrari en „Narfi“
var á sínum tíma. Ef svona skip
hefðu verið keypt teldi ég æski-
legra að hafa þau 200 feta löng.
Skip með langri kjöllengd toga
miklu betur en hin. Þessa reynslu
hef ég af „Sigurði“, sem er skín-
andi togskip. Eitt vil ég líka
benda á, að ef 1500—2000 tonna
skip yrðu nú smíðuð með 70 tonna
frystimöguleikum, þá mætti oft
láta þessi skip fara til síldveiði-
flotans, þegar hann er langt und-
an og veiðir eitthvað, og kaupa
af bátunum síld, sem síðan yrði
fryst um borð og gerð að mat.
Vélar þessara skipa mega ekki
vera undir 2400 hestöflum _og öll
þurfa skipin að vera búin skipti-
skrúfu og sjálfvirkni í vélbúnaði
og vinnutilhögun.
Að lokum vil ég segja, að við
megum aldrei einhæfa okkur um
of í atvinnurekstrinum. því að
tregða getur ríkt í einni veiði-
grein, þegar sæmilega eða vel
gengur í öðrum um sinn og öfugt.
Skvnsamlegt aðhald við allar
veiðigreinir er okkur nauðsyn og
það er langt frá því að togara-
útgerð eigi engan tilverurétt. Við
þurfum aðeins að taka vinnuhag-
ræðinguna í þjónustu okkar og
fylgjast með nýjungum, sem við
smám saman innleiðum hér og þá
mun vel fara. Kyrrstaðan, sem
ríkir og ríkt hefur í togaramál-
unum verður að hverfa.
★
ooooooooooooooooooooooooooooooooo
Norskt atom-orkuver árið 1975.
1 norska blaðinu Maskin-teknik, er frá því
sagt að Norsk Hydro hafi nú til athugunar
möguleikana á því að koma upp fyrsta atom-
orkuverinu í Noregi. Ætti það að taka til starfa
árið 1975, í sambandi við verksmiðjur félagsins
á Heröya. Áætlun þessi er mikilvægur liður í
framkvæmdum fyrirtækisins um að leysa vax-
andi orkuþörf þess á komandi árum, og til þess
að heyja sér reynzlu á þessu sviði, áður en al-
menn þörf fyrir slík orkuver fer að segja til sín
í Noregi. Hefir Norsk Hydro stofnað samvinnu
við fyrirtækið „Instituttet for Atomenergi" í
þessum tilgangi.
Raforkuframleiðslan í Noregi árið sem leið
varð nálega 49 milljarðar kw-stundir, og það um
11% aukning frá 1964. Orkuflutningur til Sví-
þjóðar jókst úr 1,3 í 2 milljarða kw-stundir.
Vatnsvirkjanir og rafveitur Noregs hafa upp-
lýst, að vatnsmagn hafi um áramótin síðustu
víðast hvar verið nægilegt, þrátt fyrir óvenju
strangan vetur.
Norðmcnn hefja borun eftir olíu
í Norðursjó í Numar.
Þá segir í sömu heimild að Esso félagið muni
hefja borun í júlí í sumar eftir olíu og gasi, í
þeim hluta Norðursjávar sem Norðmenn kalla
sitt landgrunn. Hefir félagið gert samning við
amerískt firma í New Orleans um notkun á bor-
unarskipi þeirrar tegundar sem er að hálfu leyti
í kafi. Borunarskipið kostar um 500 milljónir
kr. (norskar) með tækjum og hefur 50 manna
áhöfn. Hefir það verið í smíðum vestan hafs.
Það verður dregið yfir hafið, og áætlað að það
komi til Stavanger í júnímánuði.
Áður en skipið er komið á staðinn og borun
hefst, er áætlað að hún verði að eyða í rann-
sóknir og (landskjálftamælingar) á botni Norð-
ursjávar um 14 milljónum króna (norskum),
svo og annan undirbúning.
Áður hefir verið getið um, að „Philips-FINA-
Agip-gruppen“ hafi tekið ákvörðun um að hef ja
olíuborun á norska Norðursjávar-landgrunninu
í nóvember í haust. Þetta samband hefir, eins
og kunnugt er, pantað hjá norsku skipasmiðj-
unni í Aker, „Kværner og Rosenberg.“ Kværner-
fyrirtækið er auk þess að koma upp alþjóðlegu
umboðsfirma sem notfæri sér tækni og sérþekk-
ingu á kælingu gastegunda og flutningi. Dóttur-
félag fyrirtækisins — Moss Værft og Dokk A/S,
hefir fengið pöntun á 6 gasflutningaskipum, og
er það meðal fremstu sérfræðinga á þessu sviði
í Norður-Evrópu.
ÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÖOOOOOÓ
VÍKINGUR
226