Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 15
Ekki alls fyrir löngu bœttist þessi bátur í hóp sænska flotans. Þetta er 43 metra langt skip, 190 tonn brúttó, knúið gastúrbínum og getur farið með 40 sjómílna hraða. Áhöfn er 28 menn. úr henni og féll niður eins og blýlóð. „Gætið ykkar/‘ öskraði ég, og an hafði komið rétt niður á þil- þegar ég leit niður, sá ég að doll- farið, en skvettist úr henni í all- ar áttir. Bátsmaðurinn, sem næst- ur hafði staðið og fengið því mest á sig, gekk berserksgang. Hinir þrír höfðu allir fengið sinn skammt, en nú horfðu þeir á hann allan dílóttan í framan, þangað til ’Arry gamli tók að hlæja. Og eftir svolitla stund tók jafnvel Ransome undir með sínu háværa „ha, ha.“ En þá sprakk blaðran. Án þess að snúa sérvið eða sjá hvað hann gerði, gaf báts- maðurinn Ransome eitt vel úti- látið vinstrihandar högg beint á kjaftinn, svo úr blæddi. Ransome varð alveg undrandi á svipinn. Dró þvínæst upp klút úr vasanum og lagði hann við blæðandi munninn, en gerðist ekki líklegur, hvorki í orði né æði, til að hefna sín. Rödd báts- mannsins var niðurbæld af reiði, þegar hann stamaði, „komdu nið- ur þitt. .. . “ Á meðan hann taut- aði blótsyrðin, þurrkaði ég mér um hendina, skipti um reiða í siglunni, og tók að klífa niður, fullviss um það, að nú yrði ég bókstaflega laminn til dauða. Há- vaðinn hafði dregið að sér at- hygli nokkurra skipverja, og um leið og ég steig niður á þilfarið, birtist stýrimaðurinn. — Hann VÍKINGUR starði á bátsmanninn andartak, og sagði síðan: „Hvað skeði báts- maður? Varð slys?“ Bátsmaður- inn benti á mig og stamaði: „Þessi hóruungi þarna henti tjörudollu ofan úr mastri.“ Stýrimaðurinn snéri sér að mér, og ég sagði: „Eg var að reyna að fara á milli í mastrinu, þegar dollan datt.“ Hann sagði heldur hryssingslega: „Meðan þú ert á þessu skipi ger- ir þú það aldrei aftur. Þú ferð niður og síðan upp hinu megin. Ég vil ekki hafa neina cirkus- trúða hér um borð.“ Síðan snéri hann sér að Le Brusse og sagði: „Það er eins gott að byrja á því að þrífa þetta upp, bátsmaður." Og um leið og bátsmaðurinn snéri sér við til að framkvæma skipun stýrimannsins, sendi hann mér hatursfullt augnaráð. Hafi stýrimaðurinn veitt Ran- some athygli, þar sem hann hélt klútnum fyrir munninum, lét hann ekki á því bera, heldur sneri sér að okkur ’Arry og sagði: „0. K. strákar, haldið áfram að vinna.“ Eg gæti svarið fyrir, að hann deplaði augunum um leið og hann gekk í burtu. Eftir þennan atburð lagði báts- maðurinn sig allan fram við að grafa uppi skítverk handa okkur ’Arry, en einhvernveginn afbár- um við það. Nokkrum dögum seinna komum við til Patras, þar sem skipið lagðist fyrir öðru akk- erinu með skutinn að bryggju. Við vorum þar í tvo daga, en þeg- ar við fórum, var bakborðsvakt- in úti. Og þegar hafnsögumaður- inn gaf skipun um að létta akker- inu, urraði bátsmaðurinn:: „1 kassann Shorty.“ Þetta þýddi auðvitað það, að ég varð að fara í keðjukassann og hringa keðj- una um leið og hún kom niður í hann, verk sem viðvaningarnir vinna alla jafna til skiptis, þó ég hefði gert það í þessari ferð hvert skipti og akkeri var notað. 1 dag eru keðjukassarnir þann- ig útbúnir, að ekki þarf mann til að hringa keðjuna í. En AUST- RIAN var ekki byggt fyrir þá ný- breytni. Kassinn var gerður úr tveim hólfum, og um leið og keðj- an kom niður, greip viðvaningur- inn hana vopnaður löngum króki og dró hana eins langt aftur og hann gat, til þess að hún hrúgað- ist ekki fyrir keðjurörið. Þetta reyndi á bakið og var óþverra- verk, því þó skolað væri af keðj- unni uppi við hvalbakinn, komu með henni stórar og daunillar aurklessur niður í kassann, þar sem sjómaðurinn vann við illa birtu. Ég hafði rétt gripið krókinn, þegar timburmaðurinn setti spil- ið í gang og um leið og keðjan kom, hringaði ég hana niður más- andi og blásandi eins jafnt og mér var frekast unnt. Þegar nokkrar buktir voru komnar nið- ur, stöðvaðist spilið allt í einu. 233

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.