Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Side 28
sjómanna og útgerðarmanna vann
íslenzki fulltrúinn að því, að fiski-
skip yrðu ekki tekin inn í þessa al-
þjóðasamþykkt um hleðslumerki.
Var sú ósk byggð á þeim rökum, að
fríborð og stöðugleiki fiskiskipa
eru svo nátengd atriði í öryggi þess-
ara skipa, að þau verða ekki ákveð-
in nema samtímis. Nú vinnur sér-
stök nefnd að því innan IMCO að
kanna stöðugleika fiskiskipa, og sú
nefnd hefir að vissu leyti þegar orð-
ið að taka til athugunar fríborð
miðað við stöðugleika.
Umræðunum í almennu nefnd
ráðstefnunnar um þetta mál lauk
þannig, að Sovét-Rússland dró til
baka tillögu sína um að fiskiskip
yrðu tekin með í þessa alþjóða-
hleðslumerkjasamþykkt, en í stað
þess náði samþykki tillaga um að
aftan við sjálfa samþykktina yrði
ályktun þess efnis, að alþjóðaráð-
stefnan hefði að afloknum umræð-
um um að setja í samþykktina al-
þjóðahleðsluborð fyrir fiskiskip á-
kveðið að mæla með því við Al-
þjóðasiglingamálastofnunina að hún
haldi áfram og auki rannsóknir
varðandi lágmarksfríborð fyrir
fiskiskip, með það markmið fyrir
augum að setja síðar alþjóðaákvæði
um lágmarksfríborð þessara skipa.
Þessi ályktun var síðar staðfest
á heildarfundi ráðstefnunnar.
7. Hafsvæðin, sem hleðsluborð mið-
ast við.
Ráðstefnan hafði til athugunar
veðurfarslýsingar allra hafsvæða
og voru þær notaðar sem grund-
völlur við ákvörðun á leyfilegu
mesta hleðsluborði miðað við árs-
tíma hvers hafsvæðis.
Markalínur vetrar-hafsvæðanna
voru færðar töluvert til miðað við
núgildandi alþjóðasamþykktina frá
1930, bæði í Norður-Atlantshafi og
í Kyrrahafinu. Nýju markalínurnár
eru þannig, að skip munu geta siglt
suður fyrir Góðravonarhöfða og
suður fyrir Ástralíu án þess að
sigla út úr sumarhafsvæðinu. —
Eystrasalt, Svartahafið, Miðjarðar-
hafið, Japanshaf og hluti Norður-
Atlantshafs meðfram austurströnd
Bandaríkja Norður-Ameríku verður
talið innan sumar-hafsvæðis alltaf,
en þetta gildir þó ekki um lítil sklp,
(100 metra löng og minni) því að
því er þau skip varðar verða þessi
hafsvæði áfram árstíðabundin vetr-
ar-hafsvæði. — Nokkrar breytingar
voru einnig gerðar á hitabeltis-haf-
svæðum.
8. Undirritun samþykktarinnar um
hleðslumerki skipa 1966 og gildis-
taka hennar.
Þessi nýja alþjóðasamþykkt um
hleðslumerki skipa 1966 var undir-
rituð af fulltrúum ríkisstjóma þátt-
tökulandanna í London 5. april
1966, flestir með fyrirvara um síð-
ari staðfestingu.
Af íslands hálfu undirritaði
Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoð-
unarstjóri, alþjóðasamþykktina.
Eins og fyrr getur tóku 60 lönd
þátt í þessari ráðstefnu.
Alþjóðasamþykktin um hleðslu-
merki skipa 1966 tekur gildi 12
mánuðum eftir að minnst 15 lönd
hafa staðfest hana, þar af þurfa 7
landanna að eiga skipastól minnst
ein milljón brúttórúmlestir að stærð.
★
Fréttabréf frá Alþjóðasiglingamálastofnurmi,
IMCO, og skipaskoðunarstjóra
Gildistaka nýrra alþjóSlegra a'ð-
gerða til verndar gegn olíu-
óhreinkun hafsvæða og stranda.
1 fréttabréfi frá Alþjóðasigl-
ingamálastofnunni IMCO dags.
7. júní 1966, segir frá gildis-
töku nýrra alþjóðlegra aðgerða
til verndar hafsvæða og stranda
gegn óhreinkun af völdum olíu.
Flestar þær breytingar, sem
gerðar voru á alþjóða ráðstefnu
á vegum IMCO í London árið
1962 á alþjóðasamþykktinni frá
1954 um varnir gegn óhreinkun
sjávar af völdum olíu, taka gildi
eftir 12 mánuði, talið frá 18. maí
1966, en þann dag afhenti Island
fullgildingarskjal sitt hjá IMCO
246
í London á breytingunum frá
1962.
Með þessari fullgildingu, sem
er hin tuttugasta og fyrsta í röð-
inni er náð nauðsynlegri tölu
fullgildinga, sem sé tveim þriðja
hluta þeirra ríkisstjórna, sem áð-
ur höfðu staðfest alþjóðasam-
þykktina frá 1954.
Gildistaka þessara breytinga
frá 1962 mun auka verksvið sam-
þykktarinnar og gera raunhæfari
ýmsar ráðstafanir, sem allar
miða að minnkun óhreinkunar
sjávar af völdum olíu.
Þessar breytingar hafa áhrif á
svo til allar greinar 1954-sam-
þykktarinnar.
Af helztu breytingum, sem
gildistaka 1962-ákvæðanna veld-
ur, má nefna eftirfarandi:
— Að því er varðar olíuflutn-
ingaskip, þá nær samþykktin eft-
ir gildistöku breytinganna til
skipa niður að 150 brúttórúm-
lesta stærð í stað 500 brl. áður.
Aðildarríkisstjórnir hafa enn-
fremur skuldbundið sig til að
gera viðeigandi ráðstafanir til,
að eins miklu leyti og rýmilegt
er að krefjast og framkvæman-
legt, að láta ákvæði samþykktar-
innar ná til allra skipa án tillits
til stærðar þeirra eða gerðar-
— Kröfurnar til hafna land-
anna um móttökuskilyrði fyrir
olíuóhreinindi úr skipum öðrum
en olíuflutningaskipum, skulu nú,
VlKINGUR