Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 14
aði kojurnar, og staðnæmdist þar næst við þá, sem ég hafði valið mér, og sagði: „Hver djöfullinn hefur tekið þessa?“ „Það gerði ég. Af hverju spyrðu?“ sagði ég. „Nú, ég hafði hana í síðasta túr, það er allt og sumt.“ Það varð vandræðaleg þögn, og ég hélt í fullri alvöru, að hann mundi henda dótinu mínu út úr kojunni. En þegar hann hreyfði sig ekki, sagði ég: „Það var nú þá. En nú vill svo til að ég varð fyrstur um borð, og máttu því sjálfum þér um kenna.“ Hann svaraði þessu engu, held- ur klemmdi saman varirnar í ó- geðslegu glotti og setti sjópok- ann sinn í einu kojuna, sem laus var. Við sigldum klukkan hálfníu, og ég var látinn á bakborðsvakt- ina með Ransome og tveim ó- kunnum mönnum öðrum, gömlum harðjaxli og þrekvöxnum íra. Le Brusse birtist í allri sinni dýrð íklæddur úlpu með messings- hnöppum og með kastskeiti á höfði. Þetta var þriðja ferð hans sem bátsmanns, og ekki gat ég ímyndað mér annað, en einhver stýrimaður, sem hafa vildi harð- stjóra í stöðunni, hefði veitt hon- um hana. Hann var lélegur sjó- maður, og kannski skiljanlegt, þegar þess er gætt, að hann fór ekki til sjós fyrr en í stríðinu 1914 til 1918. Þó hefði sérhver kvikmyndastjóri orðið stoltur af honum í bátsmannsbúningnum. Hásetarnir urðu brátt varir við takmarkanir bátsmannsins, enda hafði hann sig lítt í frammi, því hann óttaðist að einhver mundi spyrja: „Heyrðu bátsmað- ur, hvernig á ég að gera þetta?“ Það voru of margar hliðar sjó- mennskunnar, sem hann var ó- fróður um, svo spurningin gat falið í sér talsverða hættu. Þetta orsakaði það, að hann gat ekki látið eftir eðlilegum tilhneiging- um sínum til ruddaháttar, varð önugur og talaði einungis við hinn auðmjúka Ransome. Mig gat hann aldrei liðið, og þar sem ég var yngstur hásetanna, og um 232 borð voru hvorki viðvaningar eða þilfarsdrengir, lét hann mig ætíð vinna auðvirðilegustu verkin. —- Hafi stýrimaðurinn tekið eftir þessu, lét hann sem hann sæi það ekki, því hann lifði eftir þeirri reglu, að vandræðast aldrei yfir vandræðunum fyrr en vandræðin yrðu honum til vandræða! Ef ég hefi verið yngstur há- setanna, þá var harðjaxlinn,vakt- félagi minn án efa elztur. Hversu gamall hann var, vissi ég aldrei, en hann var áreiðanlega kominn á áttræðisaldur. ’Arry ’Orredge hafði verið á rásiglurum og vai sá hæfasti og fullkomnasti sjó- maður, sem ég hefi nokkru sinni haft ánægju af að sigla með. Hann saumaði segl, splæsti lang- splæs á víra, hnýtti jafnvel tyrkjahnúta eins og færasti fag- maður. Hann var beinaber og boginn í baki, en stálharður, og þegar hann rak fingurnar í síðu manns til að leggja áherzlu á eitt- hvað, bar maður þess menjar í heila viku á eftir. Hann kunni hvorki að lesa né skrifa og tuggði skro öllum stundum. — ’Arry gamli hafði megnustu skömm á bátsmanninum og hafði þau orð um hann, að hann væri belgur, sem ekkert væri annað í, en vindur og vatn. Einu sinni á morgunvaktinni vorum við ’Arri gamli að splæsa auga á vírstag með gamalli mel- spíru, sem hann átti, þegar báts- maðurinn kemur til okkar og beygir sig yfir okkur, til að at- huga nánar það, sem við vorum að gera. Þá segir ’Arry: „Á ég að segja þér nokkuð, strákur. Ef ég verð einu sinni enn var við nefið á bátsmanninum á þessari melspíru, þá skal hann fá á bauk- inn.“ Bátsmaðurinn flýtti sér í burtu, en hugsaði okkur áreiðan- lega þegjandi þörfina. Og tækifærið kom tveim dög- um seinna. Við vorum á tólf-fjög- ur vaktinni, og þegar ég kom frá stýrinu, beið bátsmaðurinn eftir mér með tuskusnifsi og Stokk- hólmstjöru í dollu, og skipaði mér að smyrja reiðann í stórsiglunni. Þegar við áttum þannig störf fyrir höndum, fórum við venju- lega í lélegustu vinnufötin okk- ar, en ég þurfti ekki að líta á bátsmanninn nema einu sinni, til að vera þess fullviss, að um slíka eftirgjöf væri ekki að ræða í þetta sinn. Ég kleif því upp reið- ann stjórnborðsmegin og hóf að maka tjöru á vírana. En ég var naumast byrjaður, þegar reiðiöskur kvað við að neð- an, og þriðji vélstjóri kom undan spilinu fokvondur á svipinn. — Hann reyndi að flýja undan lek- anum úr tuskunni um leið og hann kallaði: „Heyrðu, Shorty, þú þarft ekki að smyrja mig.“ Ég komst aldrei að því, hvort hann hefði verið þarna, þegar ég fór upp, og þetta farið allt fram samkvæmt áætlun bátsmannsins, því um leið og vélstjórinn birtist, kallaði hann: „Byrjaðu bakborðs- megin, Shorty.“ Þar sem ég var nú allur kámugur á höndunum, tók ég að klifra niður, og ætlaði því næst þvert yfir þilfarið og upp bakborðsmegin. En þá æpti bátsmaðurinn: „Farðu yfir á mastrinu.“ Ég hikaði. Það var grínlaust fyrirtæki eins og á stóð, þar sem ég var með tjörudolluna í kámugum lúkunum. Þvertré voru engin á siglunni, heldur var reiðinn festur í járn- baulu, sem skrúfuð var saman með boltum, tveim hvorum meg- in, og var vírunum lásað í þá. Venjulega var það hvorki hættu- legt eða erfitt að skipta um reiða í siglunni. Maður bara vafði handleggjunum utan um hana og fikraði sig síðan af öðrum bolt- anum yfir á hinn. Handleggja- langir menn áttu auðveldara með þetta en ég. 1 þessu tilfelli var tjörudollan erfiðust viðureignar. Og þar sem ég var allur kámugur á höndun- um, hikaði ég enn, þangað til batsmaðurinn gelti: „Haltu á- fram, Shorty. Ég hélt á dollunni í annarri hendi meðan ég þurrk- aði af hinni á bakinu, og eyðilagði þar með ágætis vinnuföt. En þeg- ar ég ætlaði að hafa sama hátt á með hina hendina, rann dollan VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.