Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 39
Gambia er land svarta fólksins
Vandamálin eru þau sömu, hvort sem
litarhátturinn er hvítur eÖa svartur — að vinna fyrir viðurvœri sínu. —
Ljós menningarinnar hefur
einnig náð til hinna afskektu
fiskiþorpa í Gambiu á vestur-
strönd Afríku. __
Frá litla þorpinu Bakau voru
25 fiskibátar á sjó við veiðar á
Atlantshafinu, en nokkrir bátar
lágu á ströndinni — einn þeirra
bar nafnið Ringo — skírður eftir
hinum fræga bítlahljómsveitar-
manni.
Já, Gambia er land, sem kem-
ur manni mjög á óvart.
Sé farið 20 mílur upp með
Gambiafljóti, getur maður ætlað
að finna þarna frumstæða villi-
menn, en þar hittir maður fólkið
með transistorútvarpstæki, sem
hanga í reimum yfir axlir þeirra.
Og meðan fiskimaðurinn lítur yf-
ir net sín, syngur í útvarpstæki
hans og hann er gjörkunnugur
allri slagaramúsik og getur dans-
að alla nýtízku dansa.
Á annan hátt vantar þó mikið
á að Gambia hafi tileinkað sér
menninguna og tæknina.
Veiðiaðferðirnar eru enn með
líkum hætti og forfeður þeirra
stunduðu gegnum margar aldir.
1 Georgeborg kynntumst við litlu
kastneti, sem notað er til veiða í
fljótum jafnt sem sjónum. Eitt
slíkt kast út frá fljótsbakkanum
gaf ríkulega veiði. Það að hægt
skuli vera að lifa af afla slíkra
veiðarfæra, hlýtur að orsakast af
því að óvenjumikill fiskur er í
fljótinu á þessu svæði, en ekki
ágæti veiðarfærisins.
1 Bakau var mikill fjöldi fiski-
báta, sem voru úr holuðum tré-
stofnum og á þá voru svo negid
tvö borð til upphækkunar. Þetta
voru þungir bátar, og þegar þeir
komu að, gripu þá 10 menn og
settu upp í fjöruna.
Bátarnir voru yfirleitt mjög
litlir og á þeim ferköntuð segl úr
tuskum.
Þegar sjómennirnir komu að
landi, var sólin oftast hæst á lofti,
tóku þeir niður seglin, hvíldust
dálitla stund við árarnar og
fylgdust með leiði. Þegar góð
alda féll í áttina til lands, réru
þeir inn í ölduna og létu hana
fleyta sér upp í fjöru. Þegar bát-
urinn tók niðri stukku allir út
úr bátnum, án þess að hugsa
nokkuð um það hvort þeir blotn-
uðu eða ekki, og settu bátinn upp
með samstilltu átaki.
Bátsgerðin er greinilega portú-
gölsk og á rætur sínar að rekja
til portúgalskra áhrifa á þess-
um slóðum, en Portúgalir eiga ný-
lenduna Guineu, sem er örfáar
mílur sunnan við Gambiu.
Kjölur bátanna stendur um
meter aftur og fram úr þeim.
Sennilegt er þetta smíðalag til að
auðvelda uppsátur.
Aflinn, sem kom á land, var
ekki glæsilegur. Fyrstu bátarnir,
sem komu, höfðu ekkert veitt og
eiginkonurnar, sem klæddar voru
marglitum fötum með þvottaföt
á höfðinu til að sækja fisk í,
sneru aftur vonsviknar heim.
— Er enginn fiskur í dag?
Mynd úr þorpi einu í Gambiu.
VÍKINGUR
257