Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 7
Frysting með um 70 tonna afköst-
um á sólarhring yrði að vera í
skipunum, svo að hægt yrði að
taka við aflahrotum, sem oft
koma á Grænlands- og New
Foundlandsmiðum.
— Myndi fiskurinn þá unninn
um borð?
— Nei, aðeins tekið innanúr og
síðan heilfrystur með haus og úr-
gangurinn unninn. Skipin þyrftu
að hafa að minnsta kosti frysti-
lest, sem tæki 500 tonn af fiski.
Meiri fiskur gæti geymzt á sama
hátt og nú tíðkast, ca. 200 tonn
ísfiskur, þar eð fremur stutt yrði,
þar til honum yrði landað.
Annars þyrfti að fastákveða
hámarkslengd hverrar veiðiferð-
ar og þætti mér hæfilegt 42 daga
túrar, svo að mönnum gæfist
kostur á heimilislífi, því að öllu
lengri fjarvistir eru afar þreyt-
andi.
— Hásetarnir myndu þá vera
undir þiljum á þessum skipum við
vinnu sína við fiskinn?
— Já, þetta atriði um vinnu-
skilyrði byggist einmitt á því
vegna frostanna. Skipin þurfa
líka að vera þetta stór til að
geta mætt þeim veðrum, sem
oft geisa á þessum slóðum. Þá
gefur fiskurinn á New Found-
lands- og Grænlandsmiðum sig
mest til í brælum. Hann leggst
þá á botninn eins og t. d. karf-
inn. Verður þá að vera hægt að
ná honum. Karfinn er mikill upp-
sjávarfiskur og gengur í stórum
torfum. Ég hef séð hann alveg
brúnan á bakinu, sem sýnir að
hann er sólbrenndur og er því
oft ofarlega í sjónum.
Útlendingar stunda þessar
veiðar allt árið með góðum ár-
angri. Þetta verðum við líka að
gera og fara með aflann beint til
frystihúsanna, sem vantar til-
finnanlega hráefni. Fiskurinn
kæmi þá heilfrystur til húsanna.
— Gaman væri að vita hvað
stjórnarvöldin okkar segja um
þessar eftirtektarverðu tillögur
þínar. Þar virðist nokkuð á skorta
um framtíðaryfirsýn. 1 dag sjá
þeir ekkert nema síldargrútinn
og fórna svo höndum, þegar gliðn-
ar í markaðsmálunum með sölu á
honum.
En hvað segir þú annars um
togaranna, sem fyrir eru.
— Það er óhugsandi að gera
þá út. Skipin eru of mannfrek
og dýr í rekstri og henta auk þess
alls ekki veiðum á f jarlægum mið-
um. Þó tel ég að nýjustu diesel-
togararnir séu enn rekstrarhæfir.
— Nú berast fregnir af góðu
gengi togarans „Fylkis“, sem
seldur var til Englands.
— Já, „Fylkir“ var gott skip
og áreiðanlega eitt hagstæðasta
atvinnufyrirtæki á íslandi.
Ég gerði eitt sinn samanburð
á olíukostnaði „Fylkis“ og
„Bjarna Ólafssonar“. Á 10 mán-
uðum brenndi sá síðarnefndi olíu
fyrir 2.4 milljónir en „Fylkir" á
sama tíma með sama úthaldi að-
eins fyrir 1.4 milljón.
Annars eru skipulagsmálin á
olíuflutningunum hér varla um-
talsverð, svo neðarlega standa
þau. BP eitt er með olíutank á
Seyðisfirði, sem þeir flytja olíuna
beint á frá útlöndum. Annars
hafa olíufélögin tvö skip allt árið
við að flytja olíuna út á land.
Kosta slík skip í rekstri varla
undir 10—12 milljónum árlega,
og þessi aukakostnaður leggst að
sjálfsögðu á útgerðina.
Hvers vegna ekki að smíða
tanka líka á Norðurlandi og Vest-
urlandi og taka olíuflutningaskip-
in beint á þessa staði frá útlönd-
um?
— Sennilega er lítil samkeppni
milli okkar ágætu olíufélaga. Þar
ríkir áreiðanlega meira samspil
samanber sameiginlega auglýs-
Skemmtilcg mynd frá Grimsby, sem sýnir vel þróun togaranna. Lengst til hœgri sést Ross Valiant, stærsti
togari Rossfé.lagsins. Hinu megin sést togarinn Bjarni Ólafsson og lengst til vinstri fremst er minnsta skip
Rossfélagsins, Ross Delight, búinn mikilli sjálfvirkni.
VÍKINGUR
225