Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Page 26
samkomusal Church House, West-
minster, í London.
Fyrstur talaði Jean Roullier, sem
er framkvæmdastjóri Alþjóðasigl-
ingamálastofnunarinnar. — Roy
Mason, brezki sjávarútvegsmálaráð-
herrann, bauð alla þátttakendur
ráðstefnunnar velkomna í setning-
arræðu sinni.
Við setningarathöfnina voru
mættir fulltrúar frá 50—60 þjóðum,
og voru frá sumum landanna yfir
20 fulltrúar. Þess var getið við setn-
inguna að þetta væri mikilvægasta
alþjóðaráðstefna um skipa-tæknís-
mál, síðan haldin var í London al-
þjóðaráðstefnan um öryggi manns-
lífa á hafinu árið 1960.
í ræðu sinni sagði Roullier for-
stjóri IMCO, að ljóst hefði verið
orðið fyrir mörgum árum síðan að
nauðsynlegt var orðið að setja nýja
alþjóðasamþykkt um hleðslumerki
skipa. Hin mikla þróun, sem orðið
hafði síðan 1930 í skipaverkfræði
og skipasmíðum, bæði verkefnum
og gerðum skipa, veðurfræði og
veðurspám, siglingatækjum og sigl-
ingatækni og síðast en ekki sízt í
fjarskiptatækni, hafði fyrir löngu
gerbreytt þeim grundvallarsjónar-
miðum, sem alþjóðasamþykktin frá
1930 var byggð á.
Á fundi skipaflokkunarfélaga,
sem haldinn var árið 1959, var í
fyrsta sinn vakið máls á því, að
nauðsynlegt væri að endurskoða
1930 samþykktina. Árið 1962 fól
stjóm IMCO siglingaöryggisnefnd
stofnunarinnar að rannsaka þetta
mál. Siglingaöryggisnefndin mælti
að athugún lokinni með því að ráð-
stefnan yrði haldin og lagði fram
fjölda atriða, sem þyrfti að endur-
skoða, þar á meðal endurskoðun á
hafsvæðaskiptingu samþykktarinn-
ar eftir árstíðum, auka við grunn-
fríborðstöflurnar fyrir skip stærri
en 600 fet að lengd og endurskoðun
á lágmarks-grunnfríborðinu sjálfu.
Siglingaöryggisnefndin lagði einnig
til, að samin yrði algerlega ný al-
þjóðasamþykkt fremur en að lag-
færa þá gömlu, sem orðin er úrelt.
Að lokum sagði Roullier að aðal-
fundur IMCO árið 1963 hefði stað-
fest hugmyndina og ákveðið að
244
haldin skyldi þessi alþjóðaráðstefna,
sem nú væri að hefjast.
Roy Mason, siglingamálaráðherra
Breta, sagði í ræðu sinni um leið og
hann bauð fulltrúana velkomna til
ráðstefnunnar, að fyrsta og reynd-
ar einasta alþjóðaráðstefna fram til
þessa, um hleðslumerki skipa, hefði
verið haldin í London árið 1930 í
boði brezku ríkisstjórnarinnar. Al-
þjóðasamþykktin um hleðslumerki
skipa, sem þá var gerð, hefði hlotið
fullgildingu allra siglingaþjóða
heims.
Öryggi á sjó væri í fyllsta máta
alþjóðlegt atriði, sagði Mason ráð-
herra, og að því gætu allar rikis-
stjórnir unnið heils hugar. En að
því er varðaði hleðslumerki skipa,
gæti Stóra-Bretland með óvéfengj-
anlegum rétti talið sig vera braut-
ryðjanda. Nafn Samuels Plimsolls
væri þekkt meðal allra í þessu sam-
bandi og sjófarendur og aðrir stæðu
í mikilli þakkarskuld við þann mann,
fyrir að hafa fyrir nærfellt hundr-
að árum síðan vakið athygli á nauð-
syn þess, að taka upp eftirlit með
hleðslu skipa.
Að loknum setningarræðum fór
fram kosning á formanni og vara-
formönnum ráðstefnunnar. Formað-
ur var kosinn einróma Sir Gilmor
Jenkins frá Bretlandi, en hann er
mjög reyndur í formannsstarfi á
alþjóðaráðstefnum um siglingamál.
Kosnir voru f jórir varaforsetar, frá
Bandaríkjum Norður-Ameriku, frá
Sovét Rússlandi, frá Japan og frá
Argentínu.
Að lokinni setningunni var dag-
skrá samþykkt og síðan rætt fyrir-
komulag vinnu á ráðstefnunni,
skipting verkefna milli nefnda og
önnur almenn atriði.
4. Vinnunefndir ráðstefnunnar.
Hinum ýmsu verkefnum ráðstefn-
unnar var skipt niður á fjórar
vinnunefndir:
1. nefnd:
Almennanefndin (General Com-
mittee) hafði með höndum öll al-
menn verkefni ráðstefnunnar og fór
til samræmingar að lokum líka yfir
ákvarðanir annarra nefnda, áður en
árangurinn var lagður fyrir ráð-
stefnuna í heild. Formaður þessar-
ar nefndar var kosinn Dr. Nag-
endra Singh frá Indlandi.
2. nefnd:
Tækninefndin (Technical Com-
mittee), hafði með höndum öll
tækniatriði samþykktarinnar, cg
hvíldi því á þessari nefnd lang-
stærsta og erfiðasta verkefni ráð-
stefnunnar. — Formaður þessarar
nefndar var kosinn prófessor C. W.
Prohaska frá Danmörku. Til að
flýta fyrir störfum þessarar nefnd-
ar, voru starfandi fámennar undir-
nefndir, sem tóku að sér einstök
verkefni og skiluðu áliti til tækni-
nefndarinnar.
3. nefnd:
Hafsvæða-nefndin (Committee on
Zones), endurskoðaði kaflann um
árstíðabundin hafsvæði, sem miða
skal að mestu leyfilega hleðslu
skipa við. Formaður þessarar nefnd-
ar var kosinn Frakkinn J. Que-
guiner.
4. nefnd:
Texta nefndin (Drafting Com-
mittee), fór málfræðilega yfir allar
tillögur hinna þriggja nefndanna,
einnig til samræmingar á texta.
Formaður þessarar nefndar var
Breti, R. W. Bullmore.
Auk framangreindra f jögra nefnda
starfaði svo skilríkjanefnd (Creden-
tials Committee) eins og venja er á
alþjóðaráðstefnum, en verkefni
hennar er að athuga skilríki full-
trúanna frá ríkisstjórnum hvers ein-
staks lands, bæði til þátttöku í ráð-
stefnunni og heimild til undirskrift-
ar að ráðstefnunni lokinni.
Þrjár fyrsttöldu aðal-vinnunefnd-
ir ráðstefnunnar störfuðu oftast
samtímis. Fulltrúi íslands sat að
jafnaði ýmist í heildarnefndinm eða
í tækni-nefndinni, eftir því sem þau
mál komu fyrir sem snertu ísiand
sérstaklega.
Hver þessara nefnda afgreiddi til-
lögur sínar ásamt greinargerðum,
sem allar voru að lokum ræddar og
stundum nokkuð breytt í með.íerð
ráðstefnunnar sjálfrar.
Hér á eftir verður skýrt frá af-
greiðslu einstakra mála, og helztu
VÍKINGUR