Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Side 9
Undaníarin ár Iiefur inikiií verid rætt og ritað ■■iii ]ia<Y, hvort jarðkúlan okkar geti á komandi Iininiii brauðfætt börn síu. Sérfræð'ingar halda Jtví fram sem staðreynd, að í framtíðinni, já, iiinnn tiltölnlega fárra áratuga, verði almeunnr og al- varlegur fæðnskortur í heiminum, og hver treystir sér til að rengja Jtá vísu menn? „En Iati tieiri á Lækjarbnkka, lá þar til hann dó. Ekki ncmit’aun vatnið smakkn, var hann Jiyrst- ur þó.« Eftirfarandi grein um Jietta efni er tekin u|i|t úr marz-hcfti Fishing Jíews í ár. — Greinin er skrifnð af vísindamanninuin Ilobert Morgan. I*ýð. Er maturinn við dyrnar? Eitt mesta vandumál í veröldinni í dag er fólksfjölgunin. Myndin gefur nokkra hugmynd um þessa þróun. * MWGULEIKI A F.EWLWFLUIV I IVWLAVDSIIAFI. Indlandshafið er eitt af þeira hafsvæðum, sem ekki hafa verið full rannsökuð í fæðuöflunar- skyni, þótt það liggi að landi þar sem hungur er landlæg og ástæða er til athugunar á auknum veið- um til manneldis, þótt ekki verði að vænta skjóts árangurs. Að sjálfsögðu hafa fiskveiðar verið stundaðar við ströndina á grunn- miðum, en frekari athuganir og tilraunir hafa ekki verið gerðar að neinu ráði. Hin indverska alþjóða hafrann- sóknarstofnun hefur staðfest það, sem áður var vitað, að stór haf- svæði, gróðurrík og með önnur nauðsynleg skilyrði til fiskalífs, hafa enn ekki verið könnuð. Um er að ræða hafsvæði, þar sem upp- streymi frá djúpinu, ríkt af „Nutrient“ söltum heldur viðlífi smáfiska við yfirborð sjávarins, sem streymir að landgrunninu, vegna staðvinda, nokkurn hluta ársins. * GÓ» SKILVttWI. Arabiskahafið og Bengalflói eru þannig mjög frjósöm og sama gildir um hafsvæðið milli NV- Ástralíu og Indónesíu. Þá blæs suðaustlægur vindur frá V- Ástralíu og hefur svipuð áhrif á gróðurskilyrði og hjálpar vestan- straumnum, sem vegna snúnings VÍKINGUR jarðar og áhrifa á hafstraumana til norðurs leiðir til aukins upp- streymis sjávar á miðjarðar- baugssvæðinu. Þetta uppstreymi er mikilsvert fyrir fisk, sem lifir við yfirborð sjávar, venjulega smáfiskur í þéttum torfum. Þessi fiskur er veiddur með kastnetum og svip- uðum veiðiaðferðum, en hugsan- legt er að flotvarpa gæti komið að notkun, lengra frá landi. Torf- ur þessar eru eltar og veiddar af stærri fiski, sérstaklega vaðandi túnfiskatorfum, sem einnig eru veiddar, einmitt á þessum slóðum, með góðum árangri, en við þær veiðar er notuð flotlína. Möguleikar til aukinnar veiði, vegna uppstreymisins, er stað- reynd í Indlandshafi, vegna land- fræðilegrar legu landsins, sem hefur takmörkuð grunnmiða- svæði og hefur yfirborðs-fisltur- inn ekki sömu skilyrði til tímgun- ar og djúphafsfiskur. Samt sem áður eru miklir möguleikar á auknum veiðum botnfisks, ef not- uð væru veiðarfæri, sem mætt gætu erfiðleikum, svo sem óslétt- um botni og t.d. kóralrifum. Mið- sjávarsvæði eins og „Seychelles" eru einnig talin mj ög líkleg til að gefa góða raun. Svæði þau, sem líklegust eru talin til árangursríkra tilrauna og fljóts árangurs, virðast vera þau, sem liggja milli Sómalíu til Omanflóa, að meðtöldum Aden- flóa og fyrir ströndum S-Arabíu. 227

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.