Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Side 24
Vícftenmr
Atlantshafsins
Teikning aj Rockallklettinum.
Eitt mesta sjóslys þessarar
aldar er eflaust Titanic-slysið,
þegar 1600 af 2300 manns sukku
í djúpið, — en sagan hermir
einnig frá fleiri sjóslysum í svip-
uðum mælikvarða, enda þótt or-
sakir þeirra væru með öðrum
hætti.
Hálfu öðru ári áður fórst fjöldi
manns, þegar eimskipið Brighton
sigldi á seglskipið Preussen, sem
sökk þegar í stað.
I þá daga var fjöldi hásigldra
skipa á höfunum, og um aldamót-
in voru hlutföll eimknúinna skipa
við seglskipin þrjú á móti einu.
Annar árekstur, einstakur í
sinni röð, varð milli Florida og
Republique, þegar blindþoka um-
lukti bæði skipin. Stjórntækin
urðu óvirk,, áhafnirnar örvæntu
um björgun og hlupu frá dælun-
um. Skyndilega létti þokunni og í
ljós komu nokkur skip, sem loft-
skeytatækin höfðu kallað á vett-
vang.
Sé einnig leitað eftir stórslys-
um frá báðum heimsstyrjöldun-
um, er skemmst að minnast þess
þegar Lucitaníu og stærsta or-
ustuskipi þeirra tíma, Hood, var
sökkt og af báðum hinum fjöl-
mörgu áhöfnum björðugust að-
eins þrír menn.
Eitt af hörmulegustu sjóslys-
um þessarar aldar skeði þó þegar
innflytjendaskipið „Norge“ á leið
sinni frá Kaupmannahöfn, rakst
á kletinn Rockall hinn 28. júní
1904, 170 sjómílur vestur af
Hebrides-eyjunum.
„Norge“ var þrímöstruð skonn-
orta yfir átta þúsund tonn, byggð
í Glasgow. Skipið var í eigu Sam-
einaða og flutti, yfir sumarmán-
uðina, innflytjendur í fremri
farmrýmunum. Áhöfnin taldi yf-
ir 70 manns undir stjórn Gundals
skipstjóra, sem fórst með skipi
sinu ásamt flestum skipverjum
sínum, eftir hetjulega baráttu við
að bjarga konum og börnum með-
a) farþeganna. Yfir helmingur
farþeganna voru Norðurlandabú-
ar og flestir hinna Rússar. Hér
var um heilar f jölskyldur að ræða
og hurfu margar algerlega í hafs-
ins djúp, og það voru tiltölulega
fáir, sem komust lífs af í þeim
þrem björgunarbátum, sem ekki
brotnuðu í spón, — en á skipinu
voru aðeins fimm björgunarbát-
ar, sem hefði tæplega fullnægt
þeim kröfum, sem nú eru gerðar
til öryggis mannslífa á sjónum.
Norges-slysið var á sínum tíma
talið einstakt í sinni röð.
Rockall kiettur rís eins og áð-
ur er sagt lóðrétt upp úr eittþús-
und og sjöhundruð metra haf-
dýpi í Atlantshafinu, nánar til-
tekið 57°36’ norðlægrar breiddar
og 13°46’ vestlægrar lengdar.
Kletturinn er efst nokkrir metrar í
þvermál og eina merkið um tilveru
hans eru skrækjandi sjófuglar,
sem þekja hana. I slæmu skyggni
mótar yfir Rockall svipað og há-
sigldri snekkju,sem leiðina þreyt-
ir um úthafið. En við þetta mikla
slys mótaði of seint fyrir hinu
hættulega úthafsskeri, og Norge
renndi beint á það. Þó liðu um
tuttugu mínútur áður en skutur
ekipsins seig í djúpið, eftir átak-
anlegan harmleik meðal mörg
hundruð farþega, sem allir leit-
uðu lífsbjargar í hinum þremur
björgunarbátum. — Hinn fyrsti
þeirra náði loks breskri höfn með
aðeins tuttugu manns lifandi um
borð.
Fyrsta skipið, sem kom á vett-
vang var eimskipið Salvia, sem
tókst að bjarga margfalt fleirum,
en af komust í hinum þrem bát-
um, en talið var að sex hundruð
manns hefðu farizt í þessu sjó-
slysi.
Sem dæmi um seinagang frétta-
þjónustunnar á þessum tímum
má nefna, að það var fyrst 5.
júlí, að Svenska Dagbladet birti
fregnir af slysinu, en það liðu
margir dagar áður en flest dag-
blöð álfunnar höfðu lýst Norge-
slysinu, sem einu mesta sjóslysi
þeirrar aldar.
Þýtt. G. Jensson.
VlKINGUR
*
*
242