Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Page 3
»-
-«
Fiskveiðiráðuneyti USSR hefir nú bannað höfrunga-
veiði bæði í Svartahafi og Azovshafi. Ástæðuna fyrir þess-
ari ákvörðun, segir 1. varafulltrúi ráðuneytisins, Vladi-
mir Iíamentsev, vera eftirfarandi:
«-
-»
Höjrungarnir lifa fjölskyidulífi og láta sér mjög annt um ajkvœmi sín.
Um friðun
HÖFRUNGA
Tilgangur okkar er að auka
höfrungastofninn í hafinu kring-
um Sovétríkin, einkum í Svarta-
hafinu. Ennfremur höfum við í
huga að auka rannsóknir á þess-
um dýrum. Nokkrir flokkar vís-
indamanna fást nú við að rann-
saka líffræðilega byggingu þeirra.
Höfrungar hafa verið hafðir í
sérstökum búrum og litlum tjörn-
um til rannsóknar hjá — The
Institute of Biology of the Sout-
ern Seas in Sevastopol, — Stór
rannsóknarstöð — oceanarium —
hefir nú verið komið upp nálægt
Sukhumi, þar sem allt verður til
reiðu sem vísindamenn og iðn-
fræðingar þurfa til rannsókna á
höfrungunum. Þessi rannsóknar-
stöð verður miklu stærri en hin-
ar frægu stöðvar til samskonar
rannsókna í Florida og Californíu
í Bandaríkjunum.
Ákvörðunin um bann gegn
höfrungaveiðum, hefir vakið at-
hygli margra sérfræðinga. Væri
það ákaflega mikilvægt ef önnur
lönd fylgdu dæmi Sovétríkjanna
í þessu efni, skrifar einn með-
limur vísindafélagsins, Boris Byk-
hovsky, forstöðumaður dýra-
fræðistofnunarinnar í Lenin-
grad, og undir það hefir tekið
j apanski höf rungaf ræðingurinn
Masayuki Nakajima. Vísinda-
menn á Indlandi og í Bandaríkj-
unum hafa einnig hrósað þessari
framkvæmd Sovétríkjanna. Og
samhljóða undirtektir þessara
manna er engin tilviljun. Við
þurfum að læra mikið um höfr-
unginn. Því meira sem við kynn-
umst þeim, þess meiri undrun
vekja þeir. Heili höfrunganna er
miklu þroskaðri en t.d. í öpum,
sem þó eru taldir standa mönn-
unum næst, og að því er marg-
breytileik snertir, verður hann
naumast greindur frá heila
mannsins. Svo er margt í háttum
þeirra sem líkist okkar. Þeir lifa
fjölskyldulífi, og láta sér mjög
annt um afkvæmi sín, þeir hjálpa
sjúkum og óhamingjusömum fé-
lögum sínum. Þeir geta jafnvel
talað saman, og brosað eins og
fólk. Þeir eru fúsir að aðlagast
VÍKINGUR
fólki og sýna undraverðan skiln-
ing.
Sérfræðingar í ýmsum vísinda-
greinum hafa mikinn áhuga á
þessum töfrandi sjávardýrum.
Tungumálamenn reyna að hafa
eftir (taka niður) „mál“ þeirra,
og gera sig með því skiljanlega.
Þá eru sérfræðingar í líffræði,
sem vilja komast að því, hvernig
stendur á hinni gífurlegu sund-
hæfni (hraða) þeirra. Enn aðrir
fræðimenn vilja kynnast hvernig
á fjarskiptatækni höfrunganna
stendur, sem gerir þeim fært að
rata á miklu hafdýpi.
Margar heillandi hugmyndir
hafa verið uppi í sambandi við
rannsóknir á höfrungunum. En
meinið er að þeim fer fækkandi.
Höfrungar eru veiddir um allan
heim, og mikil hætta á að þeim
verði með öllu útrýmt. Má því
telja þessa ákvörðun Sovétstjórn-
arinnar mikilsverða og til eftir-
breytni.
Þýtt úr „Soviet Union.“
Hallgr. J.
221