Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Síða 27
Halkion kemur aö landi, vel hlaöinn, bœSi í lest og á þilfari.
breytingum frá núgildandi alþjóða-
hleðslumerkjasamþykkt.
5. Helztu breytíngar nýju alþjóða-
hleðslumerkjasamþykktarinnar.
Ef ákvæði nýju alþjóðasamþykkt-
arinnar um hleðslumerki skipa eru
borin saman við samþykktina frá
1930, sem nú er í gildi, þá er að
sjálfsögðu fyrst að nefna, að nýja
samþykktin miðast við þær gerðir
og stærðir skipa, sem eru í notkun
í dag, og við þá tækni, sem nú er
notuð við skipasmíðar.
Mesta breytingin er í því fólgin,
að fríborð á stórum skipum hefir
verið minnkað. Stór olíuflutninga-
skip, málmflutningaskip og lausa-
farmskip (bulk carriers) verða nú
með 10—20 af hundraði minna frí-
borð en samkvæmt 1930-samþykkt-
inni. Stór vöuflutningaskip fá líka
að hlaða að allt að 10 af hundraði
minna fríborði en samkvæmt nú-
gildandi samþykkt, ef þau eru búin
vatnsþéttum stállúgu-lokunarbúnaði
eða öðrum jafnöruggum búnaði, til
að hindra að sjór komist í lestar. Á
hinn bóginn verður fríborð aukið
lítillega á minni flutningaskipum og
er það gert til að auka stöðugleika
þeirra og öryggi þeirra yfirleitt.
Annað mjög mikilvægt atriði nvju
alþjóðasamþykktarinnar er að nú
verður algjörlega felld úr gildi
leyfileg notkun á svonefndum „ann-
ars flokks" lokunarbúnaði, sem not-
aður var og er vegna tonnatölu-
mælingar skipa. — Þessi breyting
veldur því, að samkvæmt nýju al-
þjóðasamþykktinni verður aðeins
heimilt að taka tillit til algjörlega
vatnsþétt lokaðra yfirbygginga og
þilfarshúsa, þegar hleðsluborð (frí-
borð) skipa er reiknað út.
Á ráðstefnunni var mikið rætt um
samhengið milli fríborðs skipa og
stöðugleika þeirra og vatnsþétta
sundurhólfun. Árangur þessara um-
ræðna varð sá, að nú er tekið til-
lit til vatnsþéttrar sundurhólfunar
þegar reiknað er út fríborð fyrir
stór skip.
Það kom greinilega fram í störf-
um á ráðstefnunni og í ýmsum á-
kvæðum nýju hleðslumerkjasam-
þykktarinnar, að fulltrúarnir gerðu
sér ljóst að Alþjóðasamþykktin um
VÍKINGUR
öryggi mannslífa á hafinu frá 1960
og Alþjóðasamþykktin um hleðslu-
merki skipa frá 1966 eiga sér það
sameiginlega markmið að auka ör-
yggi mannslífa á hafinu og verð-
mæti á sjó. Þessvegna var það sam-
dóma álit fulltrúanna á ráðstefn-
unni, að þessar tvær alþjóðasam-
þykktir bæri að sameina í eina al-
þjóðasamþykkt síðar meir.
6. Alþjóða-hleðslumerki fyrir fiski-
skip.
Það atriði sem óefað snerti mest
íslenzka aðila í dagskrá þessarar
alþjóðaráðstefnu var fram komin
tillaga um að nýja alþjóðahleðslu-
merkjareglugerðin skyldi ná tii
fiskiskipa.
Tillaga þessi var lögð fram bréf-
lega í tillögum Sovét-Rússlands fyr-
ir ráðstefnuna, og vitað var að hún
átti stuðning fjölmargra þjóða.
Á síðastliðnum vetri var af hálfu
samgöngumálaráðuneytisins og
skipaskoðunarstjóra því leitað álits
íslenzkra samtaka sjómanna og út-
gerðarmanna hver myndi vera af-
staða þessara aðila til að sett yrði
alþjóða ákvæði um fríborð fyrir
fiskiskip. Svar barst frá Landssam-
bandi íslenzkra Útvegsmanna, Far-
manna- og Fiskimannasambandi ís-
lands og Sjómannasambandi ís-
lands. Ekkert þessara sambanda
taldi fært að ganga lengra en nú er
um hleðslu síldveiðiskipa, þ.e.a.s. að
fríborð sé ekkert (0) á vetrarsíld-
veiðum, en engin hleðslutakmörk á
sumarsíldveiðum. Þó taldi Sjó-
mannasambandið að til greina kæmi
að takmarka sumarhleðslu síld-
veiðiskipa við hleðsluborð 0 (núll)
eins og nú er á vetrarveiðum.
Mál þetta um hleðslumerki fyrir
fiskiskip var mikið rætt á ráðstefn-
unni, bæði á fundum, og ekki síður
utan funda.
Það virðist vera augljóst eftir
þessa ráðstefnu að þessi sjónarmið
íslenzkra útgerðarmanna og sjó-
manna eigi sér fáa formælendur
meðal erlendra starfsbræðra.
Þessi mikla hleðsla íslenzkra síld-
veiðiskipa hefir hinsvegar staðið
svo lengi nú, að menn eiga enn erf-
itt með að sætta sig við takmörkun
á hleðslu.
Aðrar fiskveiðiþjóðir hafa undan-
farið misst mörg fiskiskip, m.a.
Norðmenn og Perú-menn. Ofhleðsla
er talin ein megin-orsök þessara
skipstapa, og nú hafa bæði Norð-
menn og Perú-menn sett hjá sér
hleðslureglur, sem eru mun strang-
ari en núgildandi íslenzkar reglur.
Umræður um hvort fiskiskip
skyldu háð ákvæðum nýju alþjóða-
samþykktarinnar eða ekki, fóru
fram í almennunefnd ráðstefnunn-
ar.
Vegna afstöðu íslenzkra samtaka
245