Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Qupperneq 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Qupperneq 41
í strokk, það er, að 16 strokka V-mótor framleiðir um 20.000 hestorkur. Eftir því sem Hr. Hamada heldur fram mun eldsneytisnotk- unin verða 10-1340 g á hestorku- stund. Hann býst einnig við að fram komi ný og léttari niður- færslu-gear fyrir slíkar vélar. Túrbínu-vélbúnaður Eldsneytisnotkun stórra tur- bínuvéla mun lækka niður í 150 g. á hestorkustund — eða svip- að og dieselvélar eyða nú. Hr. Hamada lét þess getið, að hann vænti sér mikils af tilraunum sem nú fara fram í Japan við smíði á litlum og léttum niður- færslugearum. Hann telur líklegt að hægt verði að létta þau um 25%, og að umbætur verði gerð- ar á eimkötlunum á næstu árum, auk þess að skiftiskrúfur verði í auknum mæli notaðar á stórum túrbínuskipum. Þegar um er að ræða kjarnorkuvélbúnað í stór- um skipum, var álit Hr. Hamada nokkuð óákveðið. Hann var helzt þeirrar skoðunar að slíkur vél- búnaður mundi ekki verða not- aður í olíufl. eða „Bulkskip." Hins vegar telur hann líklegt að einhverntíma á átttugasta ára- tugnum, muni koma fram kjarn- orkuknúin skip fyrir kassaflutn- ing (konteiner skip) með vélar sem framleiða 150.000 hestorkur. Hann var einkum á því, að kjarnorkuvélar verði staðsettar í landi og látnar „mala“ raforku á létta rafgeyma fyrir skip. Hjálparvélar Þróunin í vélarúminu verður á þá leið, að hjálparvélar verða staðsettar á ýmsum stöðum í VlKINGUK skipinu, þannig að komist verði hjá flækjum af raflögnum og píp- um. Yfir höfuð verður á næstu 10 árum hreinsað upp í þeim hræri- graut sem nú er í vélarúmunum. Pípur lokar o. fl„ verður meira staðlað en nú er. Við hönnun vélarúmsins verður meira en áð- ur viðhöfð uppbygging í stöðl- uðum einingum. Eftir nokkur ár, segir Ham- ada, verður breytt í all miklu hærri spennu í aflkefi skipanna. Núverandi 440 V verður breytt í 3300 V, og verður það hinn nýi staðall. Þegar breytt verður yfir í hærri spennu, sparast mikið í vigt í rafbúnaði skipanna. Akker- isfestar og landfestar verða í fyrirsjáanlegri framtíð helmingi sterkari en nú, og meiri hluti af eirleiðslum, sem nú eru notaðar í skipum verður breytt í plast- leiðslur. 1 aðalatriðum verður lögð á- herzla á léttleika og einfaldl'eika í búnaðinum, sem útheimtir minni vinnu við uppsetningu og viðhald. Hr. Hamada leit svo á, að flj ót- lega mundi verða breytt yfir í það sem kallað mætti „lágrétta" vöruflutninga, þ. e. að farminum verði ýmist rennt eða ekið út í skipin. Hann spáði því til dæmis, að reglubundnum flutningum í Suðaustur- Asíu- og Karabiska- hafinu, mundi breytt í svoköll- uð roll on/roll off kerfi, og stað- hæfði að í Suðaustur- Asíu mundi verða komið upp miklum fjölda af einföldum stálbúnaði í ferju- höfnunum fyrir ,,ro-ro“ flutn- ingaskipin. Ro-ro lendingarstað- ir eru ódýrastir, einfaldastir og afkastamestir, sagði hann. Lauslega þýtt og stytt eftir „Norsk Maskin- teknik“. Hallgr. J. Sprungnar strokkfóðringar. Er ræsing frá stfórnpalli orsök- in? Ofnotkun á köldu ræsiloffi hugsanleg ástæða. Samtímis því að skipaeigendur, vélsmiðir og flokkunarfélög eru með vaxandi áhyggjum að graf- ast fyrir um ástæðurnar fyrir stórvaxandi bilunum (sprungum) í strokkfóðringum, hefur Van der Horst Evropa N. V., (fyrirtæki í Hollandi sem hefir um mörg undanfarin ár unnið að crómhúð- un á slitflötum strokkfóðringa. þýð.), óvænt komið fram með sennilega tilgátu um orsökina. Rannsóknir verkfræðinga Van der Horst hafa leitt til þeirrar tilgátu, að sprungur í strokk- fóðringum geti verið bein afleið- ing af þeirri venju sem nú er upp tekin, að ,,stjórntök“ vélanna eru flutt úr vélarúmi á stjórn- pall og stórum meira af köldu ræsilofti hleypt inn á strokkana en áður. Vissulega gæti vaxandi fjöldi af sprungum í strokkfóðringum orsakast þannig í háþiýstum tví- gengisvélum sem nú eru settar í umferð samtímis því að beiting vélanna frá stjórnpalli kemur í tízku. Er það tilviljun að þessi tvö þróunaratriði auka svo mjög sprungurnar í strokkfóðringun- um? Margar umsjónannenn véla eru sammála Van der Horst um að þetta geti verið ástæðan, eða að minnsta kosti verið með verk- andi. Á síðastliðnum árum sem sprungur í strokkfóðringum hafa farið svo mjög í vöxt, er orsökin talin einkum af tveimur ástæðum (a) af rangri samsetningu véla- hlutanna (mechanical forces)', 257

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.