Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Side 6
Sjóróðrar um aldamótin frá Stokkseyri eftir Jónas Jónasson fyrrv. skipstjóra Þegar lýsa á einum degi úr athafnalífi í stóru sjávarpiássi um hábjargræðistímann, þar sem oft er teflt á tæpasta vaðið til sjálfsbjargar sér og sínum, sem oft heppnaðist, en stundum því miður ekki, þá er ekki hægt að komast hjá því að skýra að nokkru frá staðháttum á viðkomandi stað, svo og mönnum og málefnum, dugnaði þeirra, óþrjót- andi áhuga og starfsþreki. Mjög þurftu þeir á þolinmæði að halda, því oft var stórbrim, vikum saman, svo ekki, var róið, þótt bezta veður væri. Þegar loksins var hægt að róa, urðu þeir að nota hverja stund, sem bezt mátti verða, því að á því byggðist hlutur vertíðarinnar og jafnvel afkoma mannsins, sem hlutinn átti, yfir allt árið. Stokks- eyringum, því það er verstöðin, sem hér er átt við, var stundum hallmælt fyrir sunnudagaróðra, og til að sanna sitt mál sögðu þeir: Sunnudagsvinnan er eldur í auð, álnirnar þynnir og borgast með nauð. Treinist ráðsvinnum sitt sexdagabrauð, sem sveitin að hlynnir og guð bauð. En hvað sem þessu líður, þá veit ég, að þungt hefði orðið fyrir fótinn hjá mörgum, ef sofið hefði og flatmagað um allar helgar. Ég varð oft var við, að formenn og hásetar voru yfirleitt á móti helgardagaróðrum, en ill nauðsyn knúði þá til að nota hverja stund. Það var þeim öllum sam- eiginlegt. Það var og augljóst, að sæknustu menn- irnir öfluðu mest og sýndu mesta formennsku- hæfileika, og þangað skyldi maður ætla, að valizt hefðu beztu mennirnir, og að því leyti stóðu þeir betur að vígi, og var það ein af snilligáfum for- mannsins að geta mælt þrek og úthald manna sinna, og hagað sér eftir því. En illa gat farið, ef hann reiknaði skakkt, þá var hann ekki starfinu vaxinn. Á síðasta tug nítjándu aldarinnar var mikið út- ræði austanfjalls, sérlega á Stokkseyri, og segir í formannavísum, sem þar voru ortar, og benda á tímatalið: Dal í tára er komið kvöld, sem kunnu prestar greina. Níu á af nítjándu öld, nærri stár séu eftirtöld. og bendir það til ársins 1891 og þá segir ennfremur um skipaf j öldann : Teljast svinnir seggir þar, fimm og fjörutíu er borðalinna á breiðum mar búa svinnir þá dagar. Það hafa því verið 45 skip, sem gengu frá Stokkseyri veturinn 1891. Þarna var margt hraustra drengja saman kom- ið, enda sóttu þeir sjóinn fast og öfluðu mikið. Það voru aðallega tvö sund, sem allur þessi skipafjöldi varð að nota. Annað þeirra var Músa- sund, svo kallað. Það var notað aðallega af Ira- gerðismönnum og Austurhverfingum, því það var beint fyrir framan þeirra búðir. Það var talið mjög vafasamt og vandfarið í misjöfnu veðri og fárra meðfæri undir slíkum kringumstæðum. Þrá- látastur við þetta sund mun hafa verið Benedikt í íragerði, og hefi ég ekki heyrt, að hann hafi farið aðra leið frá landi eða að, á meðan hann stundaði formennsku, og sótti hann sjó og aflaði með því bezta, sem þar gerðist, enda var hann talinn fyrirmyndar formaður á all'a vísu. Músasund var mjög vandfarið, eins og áður segir. Það var stutt, ekki nema nokkur áratog, en straumurinn var svo mikill og straumskiptingur, að ekki þótti fært að hafa þar undir árum nema þaulvana menn. Hinir voru látnir leggja upp, með- an róið var inn sundið, því ef einhverjum fataðist róðurinn, gat það orðið til þess, að skipinu sneri, eða árar brotnuðu af öðru borðinu eða jafnvel að keiparnir þurrkuðust af svo að skipið missti gang, og tók þá straumurinn það vestur í brimgarðinn, svokallaðar Trölllendur, og þurfti þá ekki að sökum að spyrja, enda álitu menn, að svo hefði verið, þegar eitt skipið fórst þar með allri áhöfn 20. marz 1897. í sambandi við það skal þess getið, að maður nokkur ofan úr hrepp gekk milli skipa og fékk að vera með einn og einn róður hjá sumum for- mönnum, mest í gustukaskyni, því maðurinn var fremur lítilsigldur, en margir trúðu því, að hann væri heppinn með afla og fengi oft góðan hlut. Hann leitaði heldur aldrei á nema hjá beztu for- mönnum. Þessi maður gekk undir nafninu Fúsi Finnsson. Ekki veit sá, er þetta ritar, hvort það var hans rétta nafn, en hann var aldrei nefndur öðru nafni. Það höfðu verið stöðugar gæftir í marga daga og aflast vel og útlit fyrir sama veður. Þá var það einn morgun um tvö leytið, að við vorum að út- búa okkur í róður, eins og vanalega, að Fúsi VÍKINGUR 6

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.