Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 23
Sjjóspár og ölduspár Rœtt viö Þorbjörn Karlsson, verkfrœöing, um þýöingarmikinn þátt fyrir siglingar. Rayleigh, lávarður, einn mesti raunvísindamaður Englendinga á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta tuttugustu aldar á að hafa sagt: „Eina reglan, sem um úthafsöldur virðist gilda, er sú, að þær fylgja engum reglum.“ Svo mörg voru þau orð. En þau eru ekki sett fram hér til að setja blett á flínkan vísinda- mann, sem hefur talað af sér, heldur til að sýna hve stutt er síðan öldufræði og ölduspár urðu að raunverulegri fræðigrein. Suður í háskóla situr Þorbjörn Karlsson, verkfræðingur og há- skólakennari, og hann fæst við ölduspár, eða öldufræði. Hann vinnur einn. Stæi’ra er framlag Islands nú ekki enn til þessarar fræðigreinar, en er samt vísir að því, að einn góðan veðurdag fái íslenzkir sjómenn nákvæmar ölduspár með veðurfregnunum. Sjómannablaðið Víkingur hitti Þorbjörn Karlsson að máli, og birtir eftirfarandi viðtal: Segja má, að ölduspár á fræði- legan hátt, hefjist á stríðsárun- um síðari, þegar tveirn haffræð- ingum við SCRIPPS haffræði- stofnunina í Kaliforníu, þeim Sverdrup og Munk var falið það verkefni að spá um öldugang við ýmsar Kyrrahafseyjar, þar sem Bandaríkjamenn hugðust ganga á land. Athuganir þeirra félaga mörkuðu tímamót, og segja má að þeir hafi skapað nýja fræði- grein með starfi sínu. Skýrsla, er þeir skiluðu af sér árið 1934 varð undanfari fjölmargra athugana á þessu sérstæða verkefni. I raun og veru er ekkert ein- faldara en það, að vindar sem blása um höfin, valda öldugangi. Öldurnar fæðast og leggja af stað burtu frá vindinum og regninu VÍKINGUR og svo missa þær fótana við grynningar og strandir og falla þar framyfir sig með braki og brestum. Sumar eru komnar langt að, eins og Stokkseyrar- brimið, sem sumpart er ættað frá suðurskautinu, að því er haldið hefur verið fram. En það er annað að skilja svo einfaldan hlut, eins og að vindur ýfi upp öldur, og að setja fram kenningar um víðtækan öldugang á heimshöfunum. En þetta er nú gert með miklum árangri, og bandaríski flotinn, sem upphaf- lega bað um landgönguspár fyrir víkingasveitir, rekur umfangs- mikla sjóspástofu enn þann dag í dag. Sverdrup andaðist árið 1952, en Munk er enn á lífi og starfar enn við SCRIPPS haffræðistofn- unina. Hann segir að sú aðferð, sem þeir notuðu árið 1943, sé nú orðin útelt, en hinsvegar náði hún tilgangi sínum þegar hún var not- uð. Miklar og stórstígar framfar- ir hafa orðið á þessu sviði, bæði vegna verka þeirra Sverdrups og Munks og vegna rannsókna og starfsemi W. J. Persons, sem er prófessor við New York háskól'a og nemenda hans, og nú eru rekn- ar reikningsstöðvar fyrir öldu- spár í Bandaríkjunum, Frakk- landi, Þýzkalandi, Englandi og Noregi, — og nú er líka unnið að þessu verkefni við Raunvís- indastofnun Háskóla íslands. Það er skiljanlega mismunandi, hve miklu er varið til þessarar starfsemi í hinum einstöku lönd- um, enda tilgangurinn misjafn. Norðmenn hugsa einkum og sér í lagi um Norðursjóinn, en Banda- ríkjamenn meir um stórhöfin. Tilkoma tölvunnar á síðasta ára- tug á svo sinn ríka þátt í, að nú Þorbjörn Karlsson Þorbjörn Karlsson, verkfræö- ingur og háskólakennari er fædd- ur í Keflavík áriö 1927. Hann varö stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík áriÖ 194.6. Lauk fyrri- hlutaprófi í verkfræöi viö Há- skóla íslands áriÖ 1948, en hélt þá til Bandaríkjanna og lauk BS prófi í vélaverkfræöi viö Illinois Institute of Techneology áriö 1950. Hann lauk MS og síöar ME prófi viö California Institute og Techneology, Pasadena Cálif., áriö 1951 og 1952. Þorbjörn Karlsson var kenn- ari viÖ Vélskóla íslands 1952— 1955. Vann hjá jaröborunum rík- isins 1955—1961, er hann hélt til Bandaríkjanna á ný og vann aö verkfræöi og rannsóknastörfum. Þar kynntist hann öldufræöinni. Áriö 1969 varö hann sérfræö- ingur viö Raunvísindastofnun Háskólans og vinnur að rann- sóknum á öldufræöi, og kennir viö háskólann. Enn fremur hefur hann stundað kennslu við Tækni- skóla íslands, jafnframt öðrum störfum. Þorbjörn Karlsson sá um hina merkilegu hafísráö- stefnu, er hér var haldin fyrir tveim árum, meö þátttöku er- lendra vísindamanna. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.