Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Qupperneq 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Qupperneq 2
Jólahugleiðing Og oss til merkis er það sagt: í aumum reifum finnum lagt það barn í jötu, er hefur heim í hendi sér og ljóssins geim. (M. Luther). Þannig syngjum við í jólasálmi kunnum um Drottinn himins og jarðar, sem fæddist fátækri móður á jólunum fyrstu. Frásagan af þeim atburði, jólaguðspjallið, vermir enn og lýsir veg margra, enda ljómar hún og lýsir af upp- hafinni fegurð. En það eru til aðrar fagrar frásagnir, einnig af jafn lífsnáinni fegurð og barnsfæðingu. En af engri ber þó slíkan ljóma sem af jólaguðspjallinu. Hvernig víkur því við? Því veld- ur framhald sögunnar, hver ævi- saga barnsins í Betlehem varð. Af lífi þess öllu stafaði himneskri birtu, af öllu því, sem það var, gerði og sagði um ævidaga sína. Og þó varð ljósið þess þá bjartast og tærast, þegar það varð að líða og deyja. Því það sigraði dauðann sjálfan, og birti þannig hver hann raunverulega er þetta barn, sem borið var á jólum, — sonur Guðs eilífur. Milljónir manna allra alda og tíma hafa fengið að reyna nánd hans, sigurmátt og frið, allir þeir, sem veitt hafa honum hæli í huga og hjarta sér. Jatan var fyrsta hælið hans, hans, sem er athvarf syndugs manns. Umbúnaðurinn var ekki glæstur, en þar átti hann skjól þó honum væri úthýst úr híbýlum manna. Enn er honum úthýst víða þar, sem hann vildi fá að vera, jafnvel á jólum, hvað þá aðra daga. Þú átt sjálfur með honum vitundina um það, hve hjarta þitt er honum opið, einnig vitundina um það, hversu glæstur umbún- aður það er honum. Hvað sem um það er að segja, þá þráir Jesús að dvelja þar, bægja þaðan sérhverj- um skugga, glæða það yl og birtu af sínu himneska ljósi, gefa því frið sinn og styrk í sérhverri raun. Sæll er sá maður, sem leyfir jólunum að færa sér þá gjöf, sem Guð hefur ætlað þeim að veita, þá gjöf, sem eilíf er, þá gjöf sem veitist þeim, sem biður: Því bú þú til vöggu í brjósti mér, minn besti Jesús handa þér. í hjarta mínu hafðu dvöl, svo haldi ég þér í gleði og kvöl. Gefi þér Guð að biðja svo og þínum öllum. Þá verða jólin þín ekki aðeins gleðileg heldur varan- leg. Það gefi Guð oss öllum. Árni Bergur Sigurbjörnsson. 386 VlKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.