Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 8
starfsaldur. Beatty var 29 ára, en meðalaldur flotaforingja var þá 42 ár. Þegar stöðuhækkunin var til- kynnt, vakti hún að vonum, nokkra æsingu og öfund meðal foringja sjóhersins, sem viður- kenndu þó síðar, að hún hafi verið verðskulduð. Þegar Beatty var gróinn sára sinna, eftir langa legu og skurð- aðgerðir, giftist hann dóttur amerísks milljónamærings og fékk langt frí frá störfum, en að því loknu var honum fengin skip- stjórn á tundurspillinum „Juno“ og sendur til Miðjarðarhafsins. Síðan voru það „Arrogant“ og „Suffolk“ og loks orrustuskipið „Queen“ í Atlantshafsflotanum, en yfirmaður hans þar var prins Louis af Battenberg, aðmíráll, sem síðar varð yfirlávarður flota- stjórnarinnar. Árið 1909 kom til mála að hækka Beatty enn í tign, aðallega vegna þess að flotinn var stækk- aður með nýjum skipum og þörf var á nýjum og dugandi yfir- mönnum, en Beatty hafði ekki nægilega langan siglingartíma, sem flotaforingi svo að sérstaka tilnefningu þurfti til. Bent var á að Beatty hefði særst í Kína og tapað tíma þessvegna. Konungurinn veitti þá leyfi til þessarar óvenju- legu útnefningar og l.janúar 1910 var Beatty gerður að undir— aðmírál, en þá var hann tæplega 39 ára að aldri og yngsti aðmíráll breska flotans í yfirir 100 ár, að vísu hafði hin fræga breska sjó- hetja, Nelson, verið nokkrum mánuðum yngri, þegar hann hlaut þessa stöðu, en þá hafði hann verið flotaforingi í 18 ár. Stór- blaðið The Times gat þess að Be- atty væri yngri að árum, en 90% starfandi flotaforingja í breska sjóhernum. Beatty var að sjálfsögðu ánægður með þessa stöðuhækk- un, en neitaði þjónustu í Atlants- hafs flotadeildinni, þar sem hann varð að lúta stjórn sér æðri manns (aðmíráls), sem honum líkaði ekki allskostar við og kaus heldur að vera óvirkur og á hálfum launum næstu 2 árin, eins og hann átti rétt á. Skapmikill maður — Beatty. Þetta vakti nokkra gremju meðal ráðamanna flotans og einnig í flotamálaráðuneytinu og kölluðu sumir hortugheit, en Beatty vissi hvers virði hann var og beið ró- legur. í októbermánuði 1911 varð Churchill flotamálaráðherra. Hann þurfti á Beatty að halda og gerði hann að aðal ráðgjafa sínum og þarmeð var frekari stöðu- hækkun tryggð. Þessir tveir menn áttu margt sameiginlegt, dirfsku, þrek og framsýni, enda varð sam- vinna þeirra með ágætum. Báðir höfðu vakandi auga á uppbygg- ingu hins keisaralega þýska flota og bentu á að honum væri ætlað að ógna yfirráðum Breta á hafinu. Leyniþjónusta Breta var vel á verði og fylgdist með framvindu mála í Þýskalandi, hvað þetta snerti. Að vísu var ljóst að þýski flotinn gat ekki skákað þeim breska í skipafjölda, eða stærð orrustuskipa, en voru tæknilega séð, betur útbúin og höfðu ná- kvæmari skotvopn, auk þess snar- ari í snúningum. Með öðrum orð- um stórhættulegir andstæðingar. Þá var vitað að Þjóðverjar voru langt á undan öðrum í smíði og útbúnaði kafbáta. Churchill og Beatty, sáu þá þegar, að til stór- styrjaldar myndi koma fyrr eða síðar og skipulögð umfangsmiklar æfingar stórrar flotadeildar árið 1912 og Churchill skipaði Beatty yfirmann hluta hennar, en það var ný skipan mála í breska flotanum. Næstur Beatty í tign um borð í flaggskipi hans „Lion“ var Ernle Chattfield höfuðsmaður, sem átti eftir að fylgja honum allan kom- andi starfsferil. Beatty varð áfram yfirmaður þessarar flotadeildar, sem var bæði hraðskreiðari og betur bryn- varin, heldur en önnur orrustu- skip flotans. Beatty og Churchill kom saman um að í framtíðinni myndu árásir úr lofti verða hættulegastar herskipum, fram- sýni, sem átti eftir að sanna sig svo áþreifanlega í seinni heimsstyrj- öldinni, nokkrum áratugum síðar, með örlagaríkum afleiðingum. Rétt fyrir upphaf fyrri heimsstyrj- aldarinnar, eða hinn 3. ágúst 1914, var Beatty- aðlaður og hækkaður um eitt þrep í tign, gerður að vara-aðmírál og nú heyrðust eng- ar óánægjuraddir lengur. í orrustunni við Helgoland litlu eftir að stríðið skall á, fékk flota- deild Beattys að reyna krafta sína. Ætlunin var að senda nokkra tundurspilla, undir stjóm Tyrwitts höfuðsmanns inná Helgolands- flóa og gera usla meðal smærri þýskra herskipa í skjóli næturs og varna þess að þau kæmust til heimahafnar, en auk þess voru breskir kafbátar á verði úti fyrir þýsku fljótsmynnunum, tilbúnir í slaginn, ef svo færi, sem vonast var til, að hin þýsku orrustuskip yrðu send út til hjálpar, en það var aðaltilgangurinn. En Þjóðverjarn- ir veittu meiri mótspyrnu heldur en reiknað var með og 4 skip Tyr- witts urðu óvíg, svo að hann varð að hörfa frá og áætlunin þar með farin útum þúfur. Beatty var ekki önnumst viðgerðir á rafvél- um og raflögnum fyrir skip og í landi. Góðir farmenn. Vönduð vinna. VOLTI H/F Norðurstig 3, símar 16458 og 16398 392 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.