Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 17
Guðbjartur Ólafsson. stjóri og Þorgrímur Sveinsson skipstjóri. Undirbúningsstjórnin hélt alls níu fundi. Á þriðja fundi hennar 19. febrúar 1937 var frumvarp að lögum fyrir sambandið samþykkt með áorðnum breytingum frá fyrra frumvarpi, sem Skipstjóra- félag íslands hafði lagt fram, en það hafði endanlega ákveðið er hér var komið að vera aðili að stofnun sambandsins. Á þessum Henry Hálfdánsson VÍKINGUR sama fundi var einnig samþykkt að sambandið skyldi heita FAR- MANNA OG FISKIMANNA- SAMBAND ÍSLANDS, og hefur verið skammstafað FFSÍ. Á ní- unda og síðasta fundi undirbún- ingsstjórnarinnar var svo sam- þykkt að boða til 1. þings Far- manna- og fiskimannasambands íslands þann 2. júní 1937 í Odd- fellowhúsinu í Reykjavík. Þessi sjö félög voru stofnendur sambandsins og kusu fulltrúa til fyrsta þings þess: SKIPSTJÓRAFÉLAGIÐ ALD- AN, Reykjavík. Fulltrúar þess voru Hafsteinn Bergþórsson skip- stjóri og Tryggvi Ófeigsson skip- stjóri. SKIPSTJÓRA OG STÝRI- MANNAFÉLAG REYKJAVÍK- UR. Fulltrúar þess voru Guð- mundur H. Oddsson stýrimaður og Sæmundur Ólafsson stýrimað- ur. SKIPSTJÓRA OG STÝRI- MANNAFÉLAGIÐ ÆGIR, Reykjavík. Fulltrúar þess voru Steindór Árnason stýrimaður og Sigurður Sigurðsson skipstjóri. SKIPSTJÓRA OG STÝRI- MANNAFÉLAGIÐ KÁRI, Hafnarfirði. Fulltrúar þess voru Þorgrímur Sveinsson skipstjóri og Ólafur Þórðarson skipstjóri. SKIPSTJÓRA OG STÝRI- MANNAFÉLAGIÐ ÆGIR, Siglufirði. Fulltrúi þess var Sveinn Þorsteinsson skipstjóri. SKIPSTJÓRAFÉLAG ÍS- LANDS, Reykjavík. Fulltrúi þess var Ásgeir Sigurðsson skipstjóri. VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍS- LANDS, Reykjavík. Fulltrúar þess voru vélstjórarnir Guðjón Benediktsson, Friðjón Gunn- laugsson, Marteinn Kristjánsson, Magnús Guðbjartsson, Þorsteinn Árnason og Tyrfingur Þórðarson. Auk þess mætti undirbúnings- stjórnin að sjálfsögðu á þinginu. Á fyrsta þinginu voru, auk frumvarps til sambandslaga, er Guðmundur Kjærnested, skipherra. samþykkt var með litlum breyt- ingum, rædd meðal annars eftir- talin mál: Öryggismál sjómanna. Skóla- mál og hin brýna þörf fyrir nýjan Sjómannaskóla. Laun yfirmanna á fiskiflotanum. Endurbætur á Síldarverksmiðjum ríkisins. Við- hald skipa og viðgerð á þeim hér- lendis. Tolla- og skattamál, að því er varðar sjómenn og útveginn. Mörg þessara mála eru enn í brennidepli hjá sambandinu og hljóta að verða það um alla fram- tíð, eins og t.d. öryggis og kjara- málin. Þingið fór fram undir forsæti Þorgríms Sveinssonar og var það mál manna að það hefði farið vel fram og mál verið vel búin undir afgreiðslu. Áhugi var hjá þing- fulltrúum að ná öllum skipstjórn- armönnum á landinu inn í sam- bandið. Eftirtaldir menn voru kosnir í stjórn FFSÍ á fyrsta þingi sam- bandsins: Forseti: Ásgeir Sigurðsson skipstjóri. Varaforseti: Þorsteinn 401 /

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.