Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Síða 37
Nú er síldin farin að veiðast aftur til blessunar landi og lýð. Aftur heyrist í verstöðvum: „Tunna, tunna;“ og síldarstúlkur heilsa sjómönnum með svellandi söng. Allt er þetta gleðilegt. Ekki veit ég undirritaður, hvort síld er að nokkru ráði söltuð í plasttunnur hér á landi. Ég held, að svo sé ekki. Það er þó leyfilegt, en víðast munu notaðar hinar gömlu, sí- gildu trétunnur, sem hafa verið notaðar undir þetta silfur hafsins frá ómunatíð. Það er enda örugg- ast eftir því sem reynslan sýnir. Þessar línur eru settar á blað til að farmenn athugi að vanda sér- staklega frágang plasttunna í lest- um og láti dýrkeypta reynslu ann- arra verða sér til varnaðar. í fyrsta hefti „Navigatör“ 1977 — tímariti danska skipstjóra- og stýrimannafélagsins o.fl. er stutt grein, sem er viðvörun frá danska verslunarráðuneytinu og heitir „Farið varlega með síld í plast- tunnumF Fer greinin hér. á eftir í lauslegri þýðingu. „Hinn 6. janúar 1976 fékk m/s PHÖNIX frá Esbjerg mikla slag- VÍKINGUR síðu til stjórnborða eftir að farmur hafði kastast til í skipinu og hinn 12. október 1976 fórst m/s ING- RID FREM frá Kaupmannahöfn á Norður-Atlantshafi vegna mik- illar slagsíðu, sem skipið fékk til stjórnborða. I báðum tilvikum höfðu skipin fengið slagsíðu vegna hliðarvelt- ings með sjó og vind þvert á borðið. Skipin höfðu bæði lestað pæk- ilsaltaða síld á eyjunni MÖN. Síldin var í tunnum úr mjúku plasti og var þeim lokað með jámböndum. Tunnurnar voru jafn hringlaga og var stúfað þannig, að þær stóðu upp á end- ann, í neðstu lest og á milliþilfari. Tunnurnar stóðu þétt upp að hvor annarri og var ekkert bil á milli þeirra. Þær fylltu allt lestarrúmið að súð. Á milli hvers tunnulags lágu lá- réttar spónaplötur, en farmurinn var ekki aðskilinn með lóðréttum skiljum eða plötum. Eftir þeim upplýsingum, sem liggja fyrir, álítur verslunarráðu- neytið, að eftirfarandi atburðarrás hafi átt sér stað í skipunum tveimur: Við veltinginn hafa plasttunn- umar þrýst hver á aðra og hafa pressast saman. Við þennan þrýsting hefur lokið farið af nokkrum tunnum og pækill hefur flætt út í lestina. Þar með er skipið lestað vökva með fríu yfirborði, sem dregur veru- lega úr stöðugleika skipsins. Hálf- tómar, loklausar tunnur hafa pressast enn frekar saman, en þær sem voru ennþá með loki og full- ar. Myndast hefur autt rúm og við það hafa tunnurnar farið af stað og farmurinn hefur kastast til. Verslunarráðuneytið ræður eindregið frá að samsvarandi farmur verði tekinn um borð, nema lestarrýmið verði stíað sundur eftir endilöngu og þvers- um með sterkum borðum eða stífum plötum. Ráðuneytið hefur kynnt ensk- um yfirvöldum málið í því skyni, að settar verði ákveðnar reglur um lestun á þess konar varningi.“ Danska verslunarráðuneytið undirritar greinina. G. Ármann Eyjólfsson 421

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.