Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 38
TVÆR
ATHYGLISVERÐAR BÆKUR
Víkingnum hefir borist tvær
nýútkomnar bækur: í stillu bg
stormi, eftir Jóhann J. E. Kúld og
Skriftir, — „blandaðir ávextir“;
fjölþætt efni, eftir Jónas Guð-
mundsson.
Við lestur bókanna tveggja
virðist mér þessir tveir rithöfundar
eiga tvennt sameiginlegt: Þeir eru
báðir fyrrverandi sjómenn og þeir
eiga til að bera fjögurra stjörnu
ritleikni, en með svo gjörólíkum
stílbrigðum að þeir eru nánast
tveggja kynslóða menn, enda ald-
ursmunur um fjórðungur aldar.
Rithöfundarnir eru hvorugur
viðvaningur á ritvellinum. Þetta er
níunda bók Jóhanns, auk ótal rit-
gerða og greina um sjávarútvegs-
og fiskimál. Hefur sívakandi
áhugi hans í þeim efnum reynst
landsmönnum mikilsverður fróð-
leikur.
í undirtitli bókar Jóhanns
stendur: „Upphaf Kúldsævin-
týra.“
Er skemmst frá að segja, að með
hverjum kafla bókarinnar óx
áhugi minn fyrir efninu.
Jóhann dregur létt og leikandi
fram svipmyndir atburða og per-
sóna, svo sannar og lifandi, að
undirritaður, sem þekkti þær,
bæði af afspurn og í reynd endur-
lifir drjúgan þátt sinnar eigin
æsku. Jóhann J. E. Kúld fer vel af
stað með upphaf síns lífsævintýris.
Ég bíð framhaldsins.
Jónas Guðmundsson er, eins og
áður segir rithöfundur af yngri
kynslóð.
„Skriftir“, er fjölbreytt að efni.
Viðtöl hans við nokkra gagn-
merka heiðursmenn, sem hver á
sínu sviði hefir markað spor í
okkar þjóðlífssögu vekur þá
hugsun, að þeim hefði mátt gera
frekari skil og að margvíslegir
þættir úr æviskeiði þeirra bíði
frekari úrvinnslu.
Þrátt fyrir þetta hefir Jónasi
tekist furðuvel að draga fram í
leiftursýn nokkur skapeinkenni
sinna viðmælenda í samþjöppuðu
formi, á þann hátt, að persónurnar
vekja verðskuldaða athygli.
Engin tök eru á, að gera grein-
um og smásögum Jónasar nein
viðhlítandi skil, rúmsins vegna.
Hann hefir geysilega frjótt
hugmyndaflug, er ávallt
skemmtilegur.
Hann mun seint verða þurraus-
inn sem rithöfundur og margt
gefur til kynna, að hann búi yfir
ótvíræðum hæfileikum, sem
munu njóta sín, þegar hann gefur
sér tíma frá dagsins önn til að
rækta þá. En slíkt krefst sjálfsaga.
G. Jensson
A
JQHANN
J.E.KÖLD
I STILLU
OG STORMI
Hraðfrystihús—
Saltf iskverkun
Kaupum og seljum sjávarafurðir
Útgerð — Netagerð Seljum ís.
Óskum starfsfólki okkar og við-
skiptavinum gleðilegra jóla og far-
sæls komandi árs. Þökkum sam-
starfið á liðnu ári.
FISKVINNSL A
H.F.
Hafnargötu 47 Seyðisfirði
Símar: 97-2400 — 2401
422
VÍKINGUR