Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Qupperneq 42
Við á Fylki fórum á karfaveiðar fyrir Akurnesinga, ásamt togar- anum Bjarna Ólafssyni, em var í eigu Skagamanna. Á Akranesi voru þá starfandi þrjú frystihús, sem verkuðu aflann af þessum tveimur skipum. Frystihús Haraldar Böðvars- sonar tók helminginn, en hin frystihúsin tvö skiptu hinum helmingi aflans á milli sín. í aðalatriðum var þetta gjört þannig, að frystihúsin verkuðu allan þann karfa, sem þau komust yfir að vinna, en afgangurinn fór til bræðslu, en um þessar mundir stundaði allur togarafloti lands- manna karfaveiðar til bræðslu. Þetta var þó ekki fyrsta reynsla mín af karfaveiðum, sem skip- stjóri, því ég hafði leyst af á Kaldbak frá Akureyri, sem skip- stjóri og ennfremur á Svalbak. Það var árið 1950, en einmitt þá höfðu fundist ný og mjög gjöful karfamið útaf Breiðafirði, yst á Látragrunni og víðar útaf Breiða- firði, nánar til tekið yst í Víkurál, þar sem ekki hafði verið reynt að toga áður. Sem dæmi um magnið, er að þá fórum við fjórar veiðiferðir á 20 dögum (með stími) og aflinn í þessum ferðum var á sautjánda hundrað tonn. Á þeim tíma var ekki farið að láta eins mikið á skipin og síðar varð, en við komum með að landi um það bil 440 tonn í hverri ferð. Lestarnar tóku um 360—370 tonn. Hitt var á þilfari. Skipin voru með saltbarlest frems, til að auka sjóhæfnina og það dró úr lestarrýminu. Um þessar mundir kom lönd- unarbannið í Bretlandi og þýski markaðurinn var slakur, og því var ekki í annað að venda fyrir togaraútgerðina, en stunda karfa- veiðar í bræðslu. Þegar karfaveiðar til manneldis hófust með löndun á Akranesi, þá var karfinn aðeins ísaður á venju- legan hátt, þ.e. ekki var farið inn í fiskinn, heldur var hann ísaður einsog hann kom fyrir úr hafinu. Ég hafði þó, þegar selt var í Þýskalandi, látið fara inn í stóran karfa og þvo hann svo einsog annan fisk. Það kom í ljós að með , þessu móti varðveittist hann bet- ur, en karfi er annars sá fiskur er verður hvað dapurlegastur ef hann ekki geymist vel. Ég tók eftir því að slægður og þveginn karfi stóð sig mun betur, geymdist betur og seldist því fyrir hærra verð, en venja var á erlend- um markaði. Af þessu dró ég svo þann lær- dóm að það mætti geyma karfann mun betur með því að þvo hann einsog annan fisk og slægja hann líka. Það hafði verið til siðs að sprauta bara sjó á búkkann með karfanum á þilfarinu, en ég lét þvo hann í pontinu einsog annan fisk, líka þótt ekki væri hann slægður. Það var sumsé ekki litið á karf- ann sem venjulegan fisk. Til marks um geymsluþolið var, að skipin gátu aðeins hirt karfa seinast í túr, þegar þau voru á al- mennum bolfiskveiðum fyrir er- lendan markað. Karfaveiðar í stórum stíl Eftir um það bil tveggja ára veiði vestur af landinu, í byrjun sjötta áratugsins, fór aflinn að minnka svo orð var á gerandi. Þá bættist við áðurnefnd mið, svonefndur „Jökultungu-endi“. Hann er endi á grunni sem gengur 90 mílur út frá Snæfellsnesi; milli Kolluáls og Jökuldjúps. Á endanum á þessu grunni reyndist vera mjög auðugt karfa- svæði. Annað auðugt svæði sem þá fannst var „Hryggurinn“, sem mun vera forn ísaldarmyndun. Er þetta samfelld mishæð, sem nær frá Víkurál, eða 6 mílum vestan við Víkurál, 30—40 mílur út í suð- vestur og suður, alla leið suður- undir Kolluál. Það var dálítið skemmtileg til- viljun hvernig Víkurállinn fannst. Það var Kolbeinn heitinn Sigurðsson, sem fann hann fyrstur manna. Hann var á karfaveiðum þarna og hafði rifið trollið. Hann kastaði aftur og togaði fyrir tilviljun í stefnu Hryggsins. Hann hélt honum þarna undir í tvo tíma og setti út bauju og þarna rótfiskaði hann, en Hryggurinn hafði alltaf áður komið fram sem „hóll“ þegar skipin fóru um hann á venjulegri fiskislóð. Þetta svæði var ekki til á kortinu þá, og smám saman aflaðist frekari þekking á svæðinu. — Karfaveiðarnar voru dálítið öðruvísi en t.d. venjulegar þorsk- veiðar. Mikið rifrildi var á karfa- slóðinni, en þá var úrvals netafólk á skipunum og það var auðvitað forsenda þess hversu vel veiðarnar gengu. Skipin voru með tvö troll og þar sem ekki var um fiskaðgerð að ræða, var skipt yfir sitt á hvað, og það tók ótrúlega skamman tíma. — Hvað var aflinn mikill? — Hann var mjög mikill. Skipin lestuðu 270—340 tonn af ísvörðum karfa. Svo var oft komið með myndarlega dekklest. Fiskurinn í lestinni fór til vinnslu í frystihúsi, annað í mjöl, þar á meðal gulllax, sem oft var komið með sem bræðslufisk, blandaðan karfan- um. Karfaveiðar á fjarlægum miðum Það mun hafa verið árið 1955 eða þar um bil, sem karfaveið- arnar við Grænland hófust, en með því hefst í rauninni nýtt skeið í aflasögu íslenskra togara. Heimamið höfðu látið undan sókninni. 426 VlKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.