Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 47
Hann situr niður við sjóinn. Á
hálf þurrum þarabing, efst undir
bökkunum, þar situr hann og
horfir út á blátt, óendanlegt hafið,
að því er virðist.
Hann er gamall maður.
Gullið sólskinið flýtur á logn-
bárunum, sem strjúkast við
þangivaxnar hleinarnar. Fjaran er
mjúk og þvöl.
Hann hlífir augunum með
hendinni, því að sólin er björt og
heit. Hún skín á hvítt hár hans og
hrukkótt andlit og á marglit
skeljabrotin í fjörunni.
Það er morgunn, yndislega fag-
ur morgunn. Logndökkvinn ligg-
ur ennþá á sjónum, kyrr og mild-
ur.
Já, það var fyrir mörgum árum,
já, mörgum, þarna langt, langt úti.
Þarna, sem ljósgrá móða góðviðr-
isins faldi bláa himinröndina út
við hafið, þarna út í fjarlægðinni.
Þar sem víður, fagur sjóndeildar-
hringurinn rann saman í himin og
haf.
Þar lágu leiðir hans einu sinni.
„Ójá,“ segir hann lágt. „Það var
þá, en þegar að maður er orðinn
gamall, þá getur maður aðeins
horft og hugsað. Meðan sjónin
gefur manni hlutdeild í lífinu og
hugurinn á sér minningar, er
maður þó enn til. Þegar maður var
ungur. Ó, þau skrýtnu orð. Skyldi
nokkrum detta það í hug, að
maður hafi verið ungur. Gengið
hraustur og glaður yfir malar-
kambinn þarna og hrint gamla
bátnum, sem þarna lá, út í þunga
og háa ölduna, og haldið út á
djúpið til að sækja björg í bú.
Þarna lá hann, gamli báturinn
hans, vindsoginn og skellóttur,
einskisnýtur og hrörlegur, af öll-
um gleymdur.
Nei, björtu árin komu ekki til
baka. Þau bárust burtu eins og
þangið, urðu sólblettir í fjarska.
Þungur, tregafullur niður hafsins
heyrðist ekki framar, þó að hlust-
að væri. Nú horfði maður á bless-
Steinunn Þ.
Guðmundsdóttir:
Bát-
urinn
hans
afa
uð stráin og sá þau titra, geymdur
bak við gluggagler í hlýjum bæn-
um, og rölti út með stafprik, að-
eins þegar best og blíðast var.
En það var ekki langt niður að
bátnum hans, sem betur fór. Það
veitti honum stundarstyttingu að
horfa á hann og hugsa um hann.
Þarna kúrði hann, blessaður, eins
og þreyttur, sofandi fugl í bless-
uðu sólskininu, sem féll yfir hann
frá öllum hliðum.
Og gamli maðurinn stendur á
fætur, og erfiðar sig áfram niður
ójafna fjöruna. Þetta voru hálf-
gerðar rökkurstundir að sitja og
bíða. Sóldagar og svipmikið líf var
vissulega horfið. Ævikvöldið beið
eins og kyrrlátt lognið þarna. Það
beið eftir hafgolunni, sem kom úr
fjarlægðinni, hljóðlát og ákveðin.
Ójá, menn gengu veg, tóku upp
steina, en að lokum féll vegurinn
saman. Víst var þetta stutt leið,
hans eigin hendur höfðu gert hana
greiðfærari. Báturinn hans lá í
sléttri, fallegri vör, til að hlífa hon-
um við aðkasti storma og sjóa.
Þarna lá hann í blessaðri sólinni,
sem leysti upp á honum tjörubik-
ið. Það barst til hans í ljúfum ilmi
með blænum og sjávarloftinu.
Þarna tindraði það og glitraði,
eins og táraskin í dökkum augum.
Ójá, svona var hann í dag, beið
eftir höndum hans, beið eftir því,
að við hann væri talað. Hann
þarfnaðist vinar, eins og hann
sjálfur. Hann var hnípinn og ang-
urvær í þessari tilgangslausu hvíld
sinni. Hann bar áreiðanlega þrá í
brjósti eins og hann sjálfur, lang-
aði ennþá einu sinni til að finna
bláan sjóinn við brjóst sitt. Láta
hafgoluna lyfta sér mjúklega milli
bárutoppanna með hvítt sóllitað
seglið.
Ójá, svona var lífið. Þeir voru
báðir orðnir gamlir, en þeir voru
ósáttir við þessa tilveru, sem lét þá
báða vera aumari en ástæða var
til. Hvaða vit var í því að fara með
blessaðan gamla bátinn hans svo
hátt upp í naustið, að enginn gat
hreyft við honum, nema með
hjálp fleiri manna.
En þessi stund var þó blessuð,
fá að standa við gamla bátinn og
tala við hann. En hvað þeir vissu
það vel báðir, að þeim væri trú-
andi hvor fyrir öðrum. Eins og
það væri einhver goðgá að fara út
fyrir landsteinana og fá að gutla
ofurlítið í logninu. „Þú gætir haft
illt af því,“ sagði fólkið. Og hvað
var þetta illa? Var það ekki ein-
mitt það, sem hann var að bíða
eftir?
Onei, vilji var ekki sama og
athöfn, nú gat hann ekki hjálpað
honum lengur, hvað feginn sem
hann vildi. Það var sama hvað
hann sagði, nú virtist enginn trúa
því, að hann hefði verið ungur og
athafnasamur. „Hann, karlfausk-
urinn, sem sat alltaf á sama stað og
vann ekkert, sem gagn var í, lotinn
og gamall, sem læddist niður í
fjöruna á skjögrandi fótum.“ O-
nei, fólkið bara hló, mundi ekki,
hugsaði bara umþað, sem það
mundi og þekkti úr eigin lífi. Það,
sem lét það vera sterkara og
valdameira í umhverfinu, allt
annað mætti gleymast.
VÍKINGUR
431