Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 55
ann, nei, nei, það er ósköp vanda- laust. Má ég fylgjast með? segir hún hunangsblítt og færir sig enn nær honum. Hann ansar þessu engu, enda bíður hún ekki svarsins. Þegar hann finnur nálægð stúlkunnar, ilminn af henni og varmann, verður hann stjarfur; hann situr teinréttur við stýrið og horfir beint fram á veginn. Á kallinn tækið? spyr stúlkan. Já, svarar hann. Það er eitthvað í hönk með sjálfskiptinguna, ég er að prófa hana. Þau eru komin suður fyrir veg- gjaldshliðið við Straumsvík, og hér lætur hann gamminn geysa. Þegar byggðinni í Straumsvík sleppir lítur hann raunhæfara á hlutina. Og nú bætist ágæti bílsins ofan á; áhrifin af nálægð stúlk- unnar fjara í svip. Hann fagnar. Hann sogast inn í töfra bíls og draums, annað þokast í skugga. En stúlkan situr við sinn keip. Áttu smók? spyr hún. Hann teygir langan arminn fram hjá henni og seilist í hólfið, þar sem hann veit um tóbaksföng. Stúlkan liggur fast upp að honum og hreyfir sig ekki. Nýir fjötrar vefast um hann. Hann fær henni sígarettupakka, tendrar bílkveikjarann og kveikir í hjá henni. Hún sparkar af sér skónum, dregur fótleggina upp í sætið, sest á þá og snýr að honum. Reykir þú ekki? spyr hún ögr- andi. Jú, jújú, eiginlega geri ég það. Hann seilist enn til hólfsins, dreg- ur fram langan vindil, kveikir í honum sett og virðulega. Þú ert svei mér karl í krapinu, hlær stúlkan. Enn finnur hann sambandið milli sín og bílsins rofna meira og meira, og það angrar hann og ergir. Hann er orðinn svikari. Asnalegur vindillinn er honum ímynd þess, sem er öðru vísi en VÍKINGUR hann vildi. Hann langar mest að fleygja honum. En stúlkan horfir á hann storkandi á svip, og hann heldur áfram að hafa hann uppi í sér og puðra. Er ekki músik? spyr stúlkan. Kaninn hlýtur að hafa músik. Nauðugur, viljugur opnar pilt- urinn útvarpstækið, og tónflóðið fyllir bílinn. Stúlkan dillar sér eftir hljómfallinu, sætið dúar undir, pilsfaldurinn færist æ ofar. Skap piltsins bólgnar, hann heyrir ekki lengur viðkunnanlegt suðið í vélinni, samstillingin við gang bílsins orðin slitrótt, undir- vituð áform og draumur komin á tvist og bast. Hann eykur hraðann. Þegar hann er kominn á annað hundr- aðið, líður honum betur, akstur- inn heimtar meira. Hann fleygir vindlinum harkalega út um gluggann, honum líður ekki vel af reykingunum, það er óbragð uppi í honum og óþægindi í höfði og maga. Hann á þá ósk eina að losna sem fyrst við stúlkuna. Hann forðast að líta til hennar. Hann brunar á flughraða suður Strandarheiðina, gætir þess þó að hafa fulla gát á öllu. Hann er á svo miklum hraða, þegar hann beygir inn á Grinda- víkurveginn á Stapanum, að stúlkan missir jafnvægið og verð- ur afvelta í sætinu. Óþæginda- kenndin gerir vart við sig að nýju, höggið snögga og bruni í taugum. En hann bítur á jaxlinn og þumb- ast, ekur þó hægar á malarvegin- um. Þú ert naumast svalur, segir stúlkan og sest upp. Ekki hélt ég þú værir svona út undir þig. Hann glottir þumbaralega. Stúlkan heldur áfram að dilla sér, en situr nú skikkanlega í sætinu. Milli þeirra myndast spenna, sambland þráa og stríðni, tvinnað leiða hjá þiltinum, en kunnáttu- sömum leikbrögðum af hennar hálfu. Það hefur slegið í baksegl hjá báðum, en hún vill ekki láta af leiknum. Áhrifin frá vindlinum valda honum enn óþægindum. Hann þumbast. Þegar þau koma niður undir þorpið, spyr hann: Hvert á að fara í Grindavík? Hún svarar ekki strax, færir sig frá honum, hniprar sig saman, skáskýtur á hann augum. Ég ætlaði nú bara í Hafnar- fjörð, segir hún um síðir. Bíllinn var svo fínn og þú svo spennandi að mig langaði að halda áfram. Svarið kemur ekki mjög á óvart. Ekkert kemur honum á óvart í dag. Hann snýr ekki við, heldur ekur niður í þorpið. Það er best þú sjáir Grindavík, segir hann þrjóskulega. Honum er orðið ljóst, að hann þarf að taka bensín. Sem betur fer er hann með veskið í skyrtuvas- anum, jakkinn hefur orðið eftir í fyrirtækinu. Hann seilist eftir hattinum í aftursætinu, setur hann upp og rennir að bensínsölu. Stúlkan horfir á hann. Hann tekur fram tvo hundrað króna seðla, fær afgreiðslumanninum þá, án þess að líta upp, segir dimmraddaður: Bensín fyrir þetta. Þau sitja grafkyrr, meðan bensínið er látið á, hvorugt segir orð, augu stúlkunnar stór og spyrjandi. Þegar afgreiðslumað- urinn hefur látið á, kallar piltur- inn og fær honum meiri peninga: Tvo kók líka — með glerinu. Um leið og hann tekur við flöskunum, gefur hann bílnum hastarlega inn, svo að hann þeytist af stað og þyrlar rykmekki aftur undan sér. Hann ekur austur úr þorpinu, á leið til Krýsuvíkur. Hvért förum við nú? spyr stúlk- an. Þú vildir keyra, ansar pilturinn. Það er upptakari í hólfinu, opn- aðu flöskumar. Hún fær sér aðra sígarettu með 439

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.