Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 60
skyldi vera til húsa. Oft tóku þeir tal saman við matborðið í Frydendal, Sigurður og Hermann. Laugardaginn 8. janúar 1912 hóf Sigurður róðra á „íslandi“. Um klukkan þrjú þann dag kemur Sigurður að landi, og skipa þeir upp afla sínum á mjög lítilli skektu, sem hann hafði að láni. Skjöktbátur hans var til viðgerðar heima við Sandprýði, en hann var stórt fjögurra manna far. Her- mann keyrði fiskinn upp í að- gerðarkró á handvagni, svo sem þá tíðkaðist. Stóð króin austan við Formannabraut. Gerði Hermann að aflanum, gekk síðan heim í Frydendal og settist við matborð- ið hjá Sigurði, þar sem þeir tóku tal saman, svo sem oft áður. Spyr Hermann þá Sigurð: „Hvernig kom það út hjá þér í dag?“ Sigurður svarar: „Það kom nú engan veginn út. Við fiskuðum heldur lítið og svo var sjóveðrið ekki vel gott. Svo kunni ég ekki vel við bátinn, en hann var nú ballestarlaus. Svo dreymdi mig svo illa í nótt, að ég hélt að ég kæmi ekki meira að landi.“ „Hvað dreymdi þig?“ spyr Hermann. „Mig dreymdi, að ég kæmi út í bátinn minn, þar sem hann liggur á höfninni," svarar Sigurður. „Sá ég þá að hann var allur blóðugur utan og innan. En við erum nú komnir heim, og oft er ljótur draumur fyrir litlu efni.“ Daginn eftir, sunnudaginn 9. janúár, var austan stormur og var ekki róið þann dag. Daginn þar á eftir, mánudaginn 10. janúar, var komið austan rok og brim. Var þá mjög ókyrrt orðið í höfninni, enda voru hafnargarðarnir þá ekki komnir, svo að sjórinn gekk óbrotinn inn alla höfn og jafnvel alla leið inn í Botn. Á höfninni lá stórt skip, sem „Norðurljós“ hét. Var það farið að reka, svo að bátunum, sem á Bergsteinn Bergsteinsson frá Tjörnum. höfninni voru, stafaði mikil hætta af því. Klukkan fjögur um daginn kom Einar Halldórsson að Frydendal, en Einar var einn af eigendunum að íslandi". Var þá tekið að skyggja. Spyr Einar þá Sigurð, hvort hann ætli ekki að fara út á höfn og bjarga bátnum, því „Norðurljósið" sé farið að reka og margir formenn þegar farnir út á höfn. Sigurður svarar: „Ég er vanur að kalla mína háseta sjálfur, en úr því að þú ert kom- inn, þá er best að þú kallir þá og látir þá koma niður að beituskúr." En beituskúrinn stóð sunnan við Strandveginn, móti Geirseyri. Komu nú allir hásetar Sigurðar niður í beituskúr, svo sem kallið bauð þeim. Klæddust þeir þar sjóklæðum sínum, og sáu menn það síðast til þeirra, að þeir gengu niður Edinborgarbryggju. Var þá alldimmt orðið. Klukkan fimm heyrðu menn, sem bjuggu í Tangasjóbúðinni, hvað eftir annað köll mikil úti á höfninni. Brugðu þeir skjótt við og settu niður bát í Tangafjörunni. En svo var sjórinn mikill, að bát- inn fyllti tvisvar, þegar þeir ætl- uðu að setja hann á flot. Urðu þeir þá að hætta við að koma honum á flot. Komust mennirnir nú út á Básasker, þar sem þeir fundu brotna skektu og einn látinn mann. Var það vélamaðurinn af „íslandi“. Vissu þá allir, hvað gerst hafði. Við Edinborgar- bryggjuna höfðu drukknað fimm menn. Vélamaðurinn hafði kom- ist á kjöl skektunnar og rekið með henni vestur að Básaskeri og drukknað þar. Daginn eftir fundust lík allra mannanna rekin með fram Strandveginum. Voru þau öll jarðsett 19. janúar. Þeir, sem þarna drukknuðu, voru: Sigurður Sigurðsson í Frydendal, Einar Halldórsson í Sandprýði, Magnús Ingimundar- son í Hvoli, Guðmundur Guðmundsson í Lambhaga, en þessir fjórir menn voru allir með- eigendur að „íslandi“, Vilhjálmur Jónsson frá Norðfirði og Hans Einarsson frá Norðfirði, en það var hann, sem var vélamaðurinn. Sigurður Sigurðsson var fæddur í Austur-Búðarhólshjáleigu í Landeyjum 1. apríl 1869. For- eldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Sigríður Péturs- dóttir, sem þar bjuggu. Hann kom ungur til Vestmannaeyja og tók strax að stunda sjó. Fljótlega gerðist hann formaður á opnu skipi og síðan á vélbát, strax og þeir komu. Hann átti fyrsta vísi að vélbát í Vestmannaeyjum. Var það „Eros“. Hann var einnig for- maður á Austfjörðum. Var hann talinn gætinn og góður formaður. Sigurður bjó með Sigríði Árna- dóttur, móður Gísla J. Johnsens og þeirra bræðra. Þau áUu einn son, sem Jóhann hét, og er nú bú- settur í Ameríku. Nú var vélbáturinn „ísland“ orðinn formannslaus og skips- hafnarlaus. Var þá Bergsteinn VÍKINGUR 444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.