Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Síða 68
Við opnun verksmiðjunnar. Fjöldi áhugasamra gesta hlýða á lýsingu hins full-
komna tæknibúnaðar.
skapa mikla og jafnvel óvænta
möguleika fyrir þær þjóðir, sem
byggja afkomu sína á fiskveiðum,
til þeirrar gjörnýtingar fiskafurða
að þær margfaldist í verði sem
neysluvara.
Möguleikarnir í þessum efnum
munu stóraukast í náinnif ramtíð
við að samtímis því, að skortur á
eggjahvítuefni — proteini — eykst
hjá vanþróuðu þjóðunum, dregst
framleiðsla fiskafurða saman hjá
stærstu fiskveiðiþjóðunum.
Nú hafa Norðmenn náð því, að
framleiða efni, sem í stuttu máli
gæti kallast þurrkaður fiskur þar
sem fitunni er náð úr með því að
sjóða hann og pressa.
Efni þetta, sem verslunarvara
hefur fengið heitið FPC — Fish
Protein Concentrat — og inni-
heldur 70—75% hreint eggjahvítu-
efni, eða protein.
Þessi fullkomnun í framleiðslu
fiskimjöls byggist fyrst og fremst á
því, að fiskurinn sé svo til ný-
veiddur og fyllsta hreinlætis gætt í
allri meðhöndlun hans.
FPC er ódýrt, samanborið við
önnur hliðstæð protein efni, auð-
velt í flutningi og í því samþjapp-
aða formi sem framleiðslan er,
hefir það mikið geymsluþol.
Við ítarlegar rannsóknir, sem
norskir vísindamenn hafa fram-
kvæmt árum saman hefir sú nið-
urstaða fengist að við það, að ná
rakainnihaldi mjölsins niður í
10% eða innan við það, aukist
geymsluþolið nærri því ótak-
markað við breytileg ytri skilyrði;
lofthita eða önnur.
Mjölið inniheldur einnig, auk
próteinsins, önnur mikilvæg
bætiefni.
Prófanir og
markaðsleit
Norska sölusambandið NOR-
AD hefir haft með höndum, í
samvinnu við FAO — Matvæla-
stofnun Sameinuðu þjóðanna —
kynningarstarfsemi fyrir þessa
nýju framleiðslu matarmjöls í um
20 löndum í Afríku og Asíu, með
mjög jákvæðum árangri.
Þá hafa hjálparstofnanir kirkj-
unnar „Kirkens Nödhjelp“ ásamt
Rauðakrossinum notfært sér
mjölið í hjálparstarfsemi sinni,
sérstaklega í Bangladesh.
Dagsskammtur þessa kjama-
mjöls í mat þess fólks í vanþróuðu
löndunum, sem mestmegnis lifir á
jurtafæðu og þarafleiðandi býr
við eggjahvítuefnaskort, er talinn
hæfilegur 10—15 grömm til að
blanda í fæðið.
Nokkrar af nýjustu fiskimjöls-
verksmiðjum Norðmanna hafa
um skeið framleitt fiskimjöl til
manneldis.
Skipamálning - Utanborðsmálning Botn-
málning - Lestalakk - Lestaborðlakk
Skipalakk - HARPA HF.
452
VÍKINGUR