Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 69

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 69
Hin nýja fullkomna fiskimjölsverksmiðja í Halsa, stendur í fögru umhverfi. Við þá framleiðslu hefir verið gætt fyllsta hreinlætis við öflun hráefnis og framleiðsluna og hef- ur þetta framtak gefið svo góða raun í viðkomandi löndum, að tímabært þótti að byggja verk- smiðju, sérstaklega hannaða til framleiðslu manneldismjöls. Fyrirtækið Stord Bartz A/S í Bergen hefir um árabil staðið einna fremst norskra fyrirtækja í Noregi í hönnun og byggingu fiskimjölsverksmiðja víða um heim. Hefir fyrirtækið unnið síðustu 5-6 ár að rannsóknum og próf- unum í þeim tilgangi að byggja verksmiðju, sem uppfyllti ströng- ustu kröfur um hreinlæti við að framleiða kjarnamjöl til blönd- unar í aðrar matvælategundir, sérstaklega úr jurtaríkinu og þá verið um framtíðarmakmið að ræða, til sölu á erlendum mörk- uðum. Þessi nýja verksmiðja er að mestu byggð úr ryðfríum efnum, sem auðvelt er að hreinsa og hafa eftirlit með. Öll tæki til hreinsunar eru mjög nýtískuleg; svokölluð „cleaning in place“-tæki. Gufa og lofttegundir innan verksmiðjunnar eru þéttuð og þvegin burt með sjó. Öllum úrgangsefnum er safnað og þau hreinsuð frá, til að koma í veg fyrir mengun frá verksmiðj- unni. í aðalatriðum er þessi nýja verksmiðja byggð á hinni gömlu hefðbundnu aðferð, sem notuð hefir verið í síldar- og fiskimjöls- verksmiðjum í áratugi. Hinsvegar hafa stórkostlegar framfarir átt sér stað hvað snertir efni, vinnslutækni og hreinlæti við framleiðsluna, með þeim ár- angri, að hráefnið; loðna, makríll og síld kemur úr verksmiðjunni sem fyrsta flokks eggjahvítuefni til blöndunar í önnur matvæli. Endursagt úr Fiskaren G.J. Drifkeðjur og keðjuhjól Flestar stœrðir ávallt fyrirliggjandi. Verðið mjög hagstætt. LANDSSMIÐJAN SlMI 20610 VÍKINGUR 453

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.