Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 8
Smásagna- og rítgerdarsamkeppnin Úrskurður dómnefndar r r I henni áttu sæti rithöfundarnir Asi í Bæ, Guölaugur Arason og Guöbrandur Gíslason, ritstjóri Það gladdi dómnefndarmenn hve margir sendu inn sögur og frásagnir til Víkingsins. A lls bárust 313 síður frá 26 höfundum, og sendu sumir inn fleiri en eina sögu eða frásögn. Sögur úr lífi farmanna voru öllu fleiri en úr lífi fiskimanna. Hvað veldur skal látið ósagt, en það vakti athygli okkar, að farmannasög- urnar reyndust jafnan betur skrifaðar en fiskimanna- sögurnar. Þœr voru með fáum undantekningum efnismeiri, ogyfirleitt var þar betur haldið á efninu. í sögunum kenndi að vonum margra grasa: Þar koma fyrir eilífðarvélar, spánskar og írskar gleðikon- ur spássera þar um síður, sagt er frá svaðilförum, hetjudáðum, stritinu sem oft erhlutskipti sjómannsins, dauðanum, og síðast en ekki síst þeim tengslum sem óumflýjanlega skapast milli manns og hafs. Eiga þœr bestu eftirað birtast í Víkingnum allt fram á nœsta ár, lesendum hans til fróðleiks og skemmtunar. Við gengum ekki að þvi gruflandi, að þess var vart að vœnta að sjómenn settust niður einn góðan veður- dag og skrifuðu sögu eða semdu frásögn þar sem jafn. vel vœri haldið á efninu og hjá þeim mönnum, sem hafa skriftirað atvinnu: tilþess þarf áralanga ögun og íhugun, ekki síst þegar settur er þröngur rammi smá- sögu eða stuttrar frásagnar. Þó olli það okkur von- brigðum, að við skyldum ekki sjá okkur fœrt að veita nein verðlaun fyrir frásögn af sannsögulegum atburði, en til þess var engin frásagnanna nœgilega heilsteypt, þótt margar lýsi þœr atburðum sem eru dæmigerðir eða jafnvel einstakir. Hér réði ekki það sjónarmið sœlkerans á bókmenntir að saman fari málfar og efni svo úr verði samstœð órjúfandi heild, heldur fannst okkur atriðaval og sögutími skipta sköpum: að höf- undar kynnu að greina kjarna frásagnar sinnar og skilja hann frá aukaatriðum, hisminu, og að þeir gerðu sér glögga grein fyrirþví, að hverfrásögn, saga, á sér tíma sem oft er óháður tíma raunveruleikans, sem verið er að lýsa, er honum þrengri og afmarkaðri. Ef dœmi er tekið um þetta síðastnefnda atriði, þá skiptir litlu máli þegar sagt er frá sjávarháska hvernig veðrið var eða gróandinn í þorpinu þegar lagt var af stað — 8 um það þarf ekki að eyða tveimur síðum af lesmáli. Slíkt verður tilþess að hið raunverulega frásagnarefni rís ekki uppúr fjölda aukaatriðanna, heldur situr á flatneskjunni, litlaust og áhrifalítið. Þá gœtti þess nokkuð, að í sögunum vœri fylgt við- teknum viðhorfum þá er lýst var sjómannslífi. Var á stundum engu líkara en höfundur hefði sett sig í stell- ingar til að sjá söguefni sitt frá sjónarhóli landlubbans, sem oft sœkir viðhorf sín til nítjándualdarrómantíkur um sjóinn, en hún er yfirleitt röng og leiðir menn í þá villu að sjá ekki lífið eins og það er: blankalogn og blíðar öldur eru ekki lengur í frásögur fœrandi. Guð- rún frá Lundi gerði góðviðrinu skil í eitt skipti fyrir öll. Því var oft sárt að sjá höfunda lýsa l'ifi sínu eins og þeir héldu að œtti að lýsa því, en vera þó svo samgróna reynslu sinni aðþeir greindu illa hvað var markvert og hvað ekki. Einnig barþað við, að í sömu sögu leyndust tvœr eða þrjár frásagnir, sem hver um sig eiga það fyllilega skilið, að þeim verði gerð ítarlegri skil. Munum við hafa samráð og samvinnu við höfunda þeirra með það fyrir augum að vinna úr því áhuga- verða efni heilsteyptar frásögur, sem gœtu haft tals- verðan fróðleik að geyma og auk þess vakið spennu hjá lesendum. Vestfirðingar virtust iðnastir við pennann þetta sinn. Frá þeim komu m.a. frásagnir, sem mikið gildi hafa sem þjóðhátta- og verklýsingar. Er í sumum frá- sagnanna lýst veiðum og vinnubrögðum, sem vart munu þekkjast lengur, og það stundum með orðalagi, sem er svo sjaldgœft orðið, að þess fundust ekki dœmi hjá orðabók háskólans, og er þar þó drjúgt orðasafn á skrá. Er vissulega fengur að slíkum frásögnum, því í þeim er forðað frá gleymsku ákveðnum þœtti úr reynslu þjóðarinnar áður fyrr. Sú saga, sem hér birtist á eftir, bar af öllum öðrum sögum sem sendar voru inn og það svo mjög, að dóm- nefndarmenn voru sammála um að hún ein vœri vel verðlauna verð. í Farþeganum eftir Hrafn Gunn- laugsson fer saman skörp sálarlífslýsing, hnitmiðun orðs, og vandað val smáatriða sem gera frásögnina VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.