Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 12
augum, þar sem hægt er að velta hugsunum á öldunum, drekkja þeim í svölum sjó og láta sig dreyma, heldur þurfti þessi njóli líka að spyrja eins og hálfviti. — Ef það verður slys er reynt að koma manninum sem fyrst undir læknishendur. Annars er venjulega ekki hægt að gera neitt nema deyfa menn og bíða þess að náist i lækni. Gísli var ögn hissa á því hve svar hans var vingjarnlegt og skilmerkilegt og bætti við: Annars er ekki venja að farþegar séu hér upp í brú. — Ég skil, svaraði farþeginn án þess að sýna á sér fararsnið: Hvemig eru þeir deyfðir? — Morfín, eða einhverri drullu úr sjúkrakassanum, svaraði stýri- maðurinn stuttlega. Farþeginn þagði og reyndi að sjá framan í stýrimanninn þar sem hann hvíldi með annan alnbogann í glugg- anum. Blárri birtu siglingaljós- anna brá stundum á annan vang- ann eftir því hvernig skipið lá í sjónum, og honum fannst hann ekki vera að horfa á andlit, heldur skrælnaðan pappa með tveim glitrandi teiknibólum í. Þarna stóðu þeir í myrkrinu finnandi óþægilega mikið hvor fyrir öðrum, en samt sögðu þeir ekki neitt og það var ekki fyrr en eftir drjúga stund sem farþeginn virtist vakna af dái; hann gekk al- veg að stýrimanninum og sagði alvarlegur í bragði: Skipstjórinn sagði að þú værir með lyklana að apótekinu og gætir gefið mér eitt- hvað við sjóveiki. Mér er bæði óglatt og líður hræðilega. Það var alvaran í fari farþegans sem gerði það að verkum að Gísla fannst eins og hann væri að gera grín að sér og á bak við einlægnina í andlitinu byggi 'dulin hláturs- gretta, sem gæti brotist fram á augnabliki, og hann væri alls ekki sjóveikur. Hann rölti samt á stað niður og spurði sjálfan sig hvers vegna í fjandanum hann væri að 12 láta þennan strákgopa fara í taug- arnar á sér. I seinni tíð var hann annað hvort úti á þekju og fjarri því sem gerðist kringum hann eða hann skynjaði asnalegustu smáat- riði í slíkri nálægð að þau ætluðu að kæfa hana. Sama gerðist þegar hann opnaði sjúkrakassann og tíndi fram nokkrar magapillur. Honum fannst eins og farþeginn andaði ofan í hálsmálið á sér og væri alveg ofan í sér, svo hann þurfti að taka á honum stóra sín- um til að hrinda honum ekki frá eða hreinlega berja hann. Hann hagræddi kassanum aftur í efstu hillunni og læsti skápnum. Læsingin var ögn stirð og hann varð að ýta á hurðina, svo brakaði í tréverkinu, þá small hún í lás. Honum fannst farþeginn fylgjast með hreyfingum sínum eins og köttur sem vakir yfir bráð. Sér til nokkurrar furðu heyrði hann sjálfan sig bjóða góða nótt um leið og hann lokaði sjúkraklefanum á eftir sér og flýtti sér upp í brú. — Ég er að verða eitthvað ruglaður í seinni tíð, sagði hann við karlinn þegar þeir sátu síðar um nóttina og drukku bjór: Þetta helvítis myrkur og kuldi hérna inni, manni hitnar ekki einu sinni af brennivíni lengur, verður bara þyngri og svartari. Einu sinni þurfti ég ekki nema einn bjór og þá lýstu regnbogaljós í öllum átt- um og maður gat riðið öllu laus- legu .. . — Blessaður vertu ekki að þessu skæli maður, svaraði karl- inn og reiddist svartagallsrausinu í vini sínum: Þú verður heima í næsta túr og kippir þessu í liðinn með krakkana. Vertu bara feginn að vera laus við kerlinguna, hún var hvort sem er ekki í öðru en halda framhjá þér, hvort sem hún var heima eða hér um borð. — Hér um borð? át Gísli upp og starði tortrygginn á karlinn. — Hvað heldurðu að hún hafi verið að gera á meðan þú stóðst vaktina. Heldurðu að hún hafi bara spilað olsen-olsen niðri hjá vélstjórunum, þú vissir það vel, þeir voru allir á henni. Gísli spyrnti við fótum og kreisti bjórflöskuna. Hann sá fyrir sér unga glaðlynda konu sem hló eins og hrossagaukur, svo var hann kominn upp í sveit og loftið fullt af hrossagaukum og hann hljóp á eftir henni og stökk á hana og þau féllu saman í græna töð- una, og hún hélt áfram að hlæja eins og hrossagaukur. — Djöfulsins della, sagði hann og drakk út: Maður hugsar of mikið. Bara ef hægt væri að gefa skít í hlutina. Þegar birti var komin þoku- mugga. Veðrið hafði gengið niður um nóttina en sjór var enn þungur. Gísli var enn á vakt og ætlaði niður um leið og þeir væru komnir í gegnum Pent- ilinn; þar lá þokan lægra en var svartari og þeir radarlausir. Fremst í sundinu ultu bólstrarnir inn í sig og í fyrstu var engu líkara en þeir rækju hana á undan sér eins og hvítan þurran reyk, en svo fór að ýra úr henni og allt í einu sá ekki út úr augum eins og svart tjald hefði fallið fyrir áttirnar og út úr sortanum barst þrumugnýr sem yfirgnæfði þokulúðurinn og regnið lamdi á gluggunum. Farþeginn hrökk upp við ærandi hávaða, eins og frum- sögudýr ræki upp dauðaöskur, og rétt á eftir titraði kojan þegar vél- arnar fóru á fulla ferð. Grá birtan lak inn köld og fjandsamleg. Aftur nötraði skipið af hásu öskri og herpti saman vöðvana í öxlum hans. Hvað var að gerast? Voru þeir strand eða lentir í lífshættu? Hann kastaði undir sig fótunum og var kominn upp í brú áður en hann vissi af. Þar var allt með stakri ró; tveir hásetar, og báts- maðurinn voru að einhverju stússi. Gísli stóð sjálfur við stýrið og karlinn kominn með húfuna: VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.