Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 29
ur fjölgað um allt Norður-At- lantshaf. Hann er t.d. allt í kring- um Bretlandseyjar og verpir suður til Norður-Frakklands. Þeir sem kunnugir eru fýl velta þessari fjölgun mikið fyrir sér; hann á bara eitt egg, og ef varpið misferst verpir hann ekki aftur, og hann verður ekki kynþroska fyrr en 8—11 ára. Hins vegar geta fýlar orðið fjörgamlir. Sú skýring á fjölguninni. sem hæst hefur verið haldið á lofti, er að fæðuupp- sprettan sem myndaðist við aukn- ar fiskveiðar ráði mestu um fjölg- unina. framtíð. Sem stendur er einn fuglarannsóknum og einn á Líf- maður á Náttúrufræðistofnun í fræðistofnun Háskólans. FTH Sjófuglar eru næmir fyrir röskun lífríkis — Hvaða verkefni eru brýnust í rannsóknum á sjófuglum? — Brýnast tel ég að menn geri sér grein fyrir útbreiðslu og fjölda sjófugla hér við land. Þetta er mjög viðamikið verkefni, en ég hef mjög mikinn hug á því að fara að fást við það. Sjófuglar eru mjög næmir fyrir mengun. Þekking á útbreiðslu og fjölda þeirra getur hjálpað okkur mikið til að greina þætti sem eru að raska lífríkinu. Slík röskun gæti komið fram á sjófuglum fyrr en öðrum lífverum. Þeir eru ofarlega í fæðupíramídanum og áhrif af mengun, eitri t.a.m., kæmu fljótt fram á þeim. Ég vil enn nefna sem dæmi um nauðsynleg verkefni sambúð æðarfugls og svartbaks, einnig áhrif grásleppuveiða á æðarfugl- inn. — Hefur Náttúrufræðistofnun nægilegt starfslið og fjármagn til að fást við þessi viðamiklu verk- efni? — Rannsóknir á fjölda og út- breiðslu sjófugla eru langtíma- verkefni, en auðvitað þyrfti í þetta meira fjármagn og starfsfólk ef árangur á að nást í fyrirsjáanlegri VÍKINGUR Emil G. Pétursson: Múkkinn Töggur er í þér múkki minn og mikið rogginn ertu á svipinn. Þú heldur við sama siðinn þinn að synda og fljúga kringum skipin. Víða hvarfleytur sigla um sjá sést þú elta, í leit að œti, og oft má heyra hátt þér frá hvella skrœki og mikil lœti. Þó að rödd þín hljómi hátt og hrjúf sé máske í eyrum fínum, fyrir sjómenn syngja mátt, syngja og skemmta vinum þínum. Fagur þykirþeim fuglinn sinn og fallega sína vœngi bera. Töggur er í þér múkki minn og megir þú lengi hjá þeim vera. V________________________________________________, 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.