Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 32
„Var svo siglt eins og þoldi, og var ægilegt að sjá, hve rár og stengur bognuðu, og fór svo, að innan skamms var skip okkar komið samhliða hinu, en fleiri segl voru ekki dregin upp, enda mun nóg hafa verið siglt.“ Svo kemst Sveinbjörn Egilsson að orði í Ferðaminningum sínum um kappsiglingu fjögurra mastra barkanna „Loch Linneh“, sem Sveinbjörn var á, og „Falls of Clyde“. Þessi atburður átti sér stað árið 1888, en þá voru seglskipin búin að fá skæða keppinauta, gufuskipin. Nú um einni öld síðar eru seglskip aftur á dagskrá. Þau eiga þó fátt sameiginlegt með „Loch Linneh“ og „Falls of Clyde“ nema að nota vindinn sem aflgjafa. Tilraun sem mistókst Árið 1950 keypti Þjóðverjinn Heinz Schliewin tvo fjögurra mastra barka, Pamir og Passat, og ætlaði að gera þá út til vöruflutn- inga. Þeir áttu að flytja laust korn frá Suður-Ameríku til Evrópu. Áhöfnin var að stórum hluta stýrimannaefni úr Stýrimanna- skólanum í Travemunde. Aðeins tvær ferðir heppnuðust vel, en svo varð verðfall á flutningsgjöldum og gerði það útgerðina óarðbæra. Skipunum var þá lagt. Nokkrum árum síðar hófu Pamir og Passat siglingar að nýju og á sömu leiðum með samskonar áhöfn. Á árinu 1957, er bæði skipin voru á heimleið frá Suður-Ameríku, með laust bygg í lestum, lentu þau í sama felli- bylnum. Farmurinn kastaðist til í þeim báðum og þau fóru á hlið- ina. Pamir, sem var nær miðju fellibylsins, sökk og með því 80 manns af 86 manna áhöfn. Passat komst við illan leik inn til Lissa- bon, þar sem gengið var betur frá farminum. Þetta áfall olli miklu uppnámi í Þýskalandi, sem varð til þess að útgerðarmaðurinn sá sér ekki annað fært en að leggja Passat, er það kom þangað eftir slysið. Segl- skip voru ekki taldir öruggir far- kostir. Passat liggur nú í Trave- munde tilbúið til að sigla, en áhöfnina vantar. Dynaskipið Um líkt leyti og Pamir sigldi á vit örlaga sinna hóf þýski verk- fræðingurinn Wilhelm Prolss hönnun seglskips er gæti keppt við vélskipin um flutninga á úthafinu. Árangurinn af starfi hans varð svo nefnt dynaskip. Hið dæmigerða dynaskip er þversiglari 150 á lengd og hefur 17000 tonna burðargetu (dead weight tonn, skammstafað dwt). Bolurinn er svipaður og á venju- legu flutningaskipi, en þó aðeins Seglskipið Turakina rennur fram úr gufuskipinu Ruápehu, sem notar einnig segl. At- burður þessi varð árið 1895. Seglabúnaður „Loch Linneh“ og „Falls of Clyde“ var eins og á Turakina. 32 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.