Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 33
mjórri og nokkru dýpri. Það hefur um 60 m há möstur. Möstrin eru úr sterkum léttmálmi, mjög gild og þurfa því ekki vanta eða stífur. Rárnar eru úr ryðfríu stáli. Ofan og neðan á hverri rá eru rásir eftir þeinr endilöngum. Seglin eru úr dacron, sem er húðað með poly- vinylchloride til að verja þau skemmdum af útfjólubláu ljósi sólarinnar. Inn í hverju mastri eru lóðréttar rúllur, ein fyrir hvert segl. Þegar þessum rúllum er snúið vefjast seglin annaðhvort af þeim eða á. Efri og neðri jaðar seglanna liggur í þar til gerðum rásum á ránum og rennur eftir þeim þegar rúllunum er snúið. Rárnar í reiða dyna- skipsins eru fastar á möstrunum og þurfi að hagræða seglum við vindi er mastrinu snúið með rám og seglum. Þessu er fjarstýrt úr brú og einnig snúningi rúllanna sem seglin vefjast á. „Svo syrti að, og ekki leið á löngu áður en við vorum komnir upp á rárnar að festa seglin og ganga frá ýmsu, til að geta tekið á móti hrinu þeirri, sem í aðsigi var.“ Svona fóru Sveinbjörn Egilsson og skipsfélagar hans að á „Loch Lenneh“ árið 1888. Á dynaskipinu gerir einn maður þetta allt saman með fjarstýringu úr brúnni. í tilraunum hefur komið í ljós, að hann getur tekið saman öll segl skipsins á 20 sek- úndum. Úr mánuðum og vikum í fáeina daga Gömlu þversigldu skipin gátu í beggja skauta byr náð allt að 17—18 sjómílna hraða, en logn og mótvindur tafði þau svo mjög að óvissan um komutímann var geysimikil. Sams konar vandi mætir vissulega seglskipum nú- tímans, en nýjasta tækni og vísindi ættu að minnka þessa óvissu úr mánuðum og vikum niður í fáeina daga. Áætlað er að dynaskipið geti í góðum byr náð allt að 20 sjómílna hraða og menn gera sér vonir um, að það geti haldið 10 til 12 sjómílna hraða í ferð að jafn- aði. Til að sigla vel máttu þversigl- ararnir gömlu helst ekki hafa vindinn framar en 12 strik (135°). Dynaskipið getur með góðu móti siglt miklu nær vindi. í því sam- bandi kemur mönnum til góða þekking sú, sem fengist hefur með rannsóknum í loftaflsfræði (aerodynamic). Allur búnaður skipa hefur vitanlega þróast mjög síðan hin hvítu segl settu svip sinn á höfin, t.d. hefur dacron komið í stað strigasegldúks. Dacron er sterkara, léttara og endingabetra en segldúkur og að auki er yfir- borð þess miklu sléttara og nýtir þess vegna vindinn miklu betur en strigasegldúkurinn. Talið er að seglabúnaður dynaskipsins nýti vind allt að 60% betur en hinn hefðbundni seglabúnaður, sem notaður var á „Loch Linneh“ og „Falls of Clyde“. VÍKINGUR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.