Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 19
hins ókynþroska hluta stofnsins, en það er vitanlega nauðsynlegt ef gera á tillögur um hámarksafla lengra fram í tímann en 4—6 mánuði. Niðurstaða þessara mælinga i októberlok sl. var að hrygningar- stofninn væri rúm 800 þúsund tonn. I seinustu viku janúar sl. mælist hann svo vera um 700 þúsund tonn. Loðnuaflinn í milli- tíðinni var rúmlega 110 þúsund tonn. Til viðbótar honum koma svo önnur afföll. Fyrri talan, 800 þúsund, er vafalaust heldur lág, þ.e.a.s. síðari mælingin var ná- kvæmari vegna þess m.a. að þá var útbreiðslusvæðið minna og betur þekkt. — Hvað er að segja um stofn- sveiflur hjá loðnunni? — Loðnan verður ekki nema þriggja til fjögurra ára gömul, hrygnir þá og drepst síðan að mestu eða öllu leyti. Þetta þýðir að sveiflur í stofnstærð geta verið miklu meiri og hafa skemmri að- draganda en hjá langlífari teg- undum, eins og þorski og síld. En það þýðir líka að tegundin er fljótari að ná sér ef illa fer. Það eru aldrei nema tveir árgangar í hrygningunni hverju sinni og annar oftast í miklum meirihluta. Ef hún bregst eitt árið verður hrygningarstofninn óhjákvæmi- lega lítill að þremur árum liðnum. Þetta gerir loðnuveiðar ótryggari en aðrar fiskveiðar hér við land. Það má því ljóst vera að ákvörðun um hámarksafla af þessari fisk- tegund er meiri vandkvæðum bundin en þegar um er að ræða langlífari tegundir, eins og t.d. þorsk eða síld. Það er ekki ein- ungis að færri leiðir séu færar til að meta stærð stofnsins, heldur er nánast ekkert hægt að geyma til næsta árs. Þessu veldur áðurnefnt skammlífi loðnunnar og hrygn- ingardauðinn, sem er nær alger. Meðfylgjandi mynd sýnir magn og útbreiðslu loðnunnar þegar stofnstærðin var mæld dagana 26.—29. janúar sl. ásamt legu ísbrúnar innar á þeim tíma. Þessi mæling er gott dæmi um þau vinnubrögð sem viðhöfð eru við bcrgmálsmælingar hcrlendis að vetrarlagi. Áður en sjálf mælingin var gerð höfðu rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson kannað loðnu svæðið, sem sýnt er á mynd inni, og auk þess stórt svæði utan þess út af Vestfjörðum, út af Norðurlandi allt norður undir 69°N, frá 22°V austur fyrir Mel- rakkasléttu, auk svæðisins norðaustan og austan lands, vestan 10°V allt suður undir Hvalbak. Ennfremur leitaði mestallur veiði- flotinn þetta sama svæði út af Norður- og Norðausturlandi frá áramótum þar til veiðar hófust á Vestfjarðamiðum um 10. janúar. Þegar góðar aðstæður (veður, hafís, hegðun loðnunnar) loks sköpuðust til mælinga var því alveg Ijóst hvar mæla þyrfti og hvar ekki. Því var hægt að vinna sjálft verkið á skömmum tíma, enda þótt farið væri rnjög þétt (10—15 mílur milli leiðarlína) yfir loðnu- svæðið. Enda þótt það séu aðeins hafrannsóknaskipin sem cru búin tækjum sem skila fisklóðningum í tölulegri mynd, má segja aðvið mæl- inguna á stærð stofnsins hafi ekki aðeins unnið tvö hafrannsóknaskip, heldur allur íslenski loðnuflotinn að auki. VÍKINGUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.