Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 20
la
4Cf 35" 3Cf 25" 2Cf 15" 10' 5'
— Hvað getur þú sagt um horf-
ur í loðnuveiðum á næstu árum?
— Árið 1978 var lítið um
loðnuseiði og útbreiðsla þeirra
takmörkuð, en það er þessi ár-
gangur sem bera verður uppi
veiðina á næstu sumar- og haust-
vertíð og veturinn 1981. Ef marka
má seiðafjöldann er útlitið fyrir
þessar vertíðir slæmt. En sem bet-
ur fer eru líkur til þess að árgangar
sem mælast lélegir við seiðarann-
sóknir skili sér hlutfallslega betur
en þeir sem stórir mælast. Ár-
gangurinn 1979, sem mun bera
uppi veiðarnar 1981—82 varmjög
útbreiddur og útlitið því hagstæð-
ara en seiðafjöldinn einn segir til
um. Hann var að vísu nær helm-
ingi meiri en 1978, en komst þó
hvergi í námunda við loðnuseiða-
árin miklu 1972—75.
Vegna þess hvað við höfum
litlar upplýsingar um stærð
hrygningarstofnsins á liðnum ár-
um er mjög erfitt að spá fram í
tímann á grundvelli seiðafjöldans
eins. Þar til í október í haust, að
bergmálsmælingar hafa verið
gerðar, verðum við samt að gera
okkur seiðafjöldann að góðu, ef
við viljum freista þess að skyggn-
ast inn i framtíðina.
FTH
Víkingsmöppurnar komnar
Margir þeir sem halda Sjómannablaöinu
Víkingi til haga, hafa aö undanförnu verið að
spyrja eftir möppum til að geyma blaðið í.
Þær fást nú á afgreiðslu blaðsins, sími 15653.
20
VÍKINGUR