Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 23
— Fyrst langar mig til að biðja þig, Ævar, að lýsa í stuttu máli helstu rannsóknum sem gerðar hafa verið á íslenskum sjófuglum. — íslenskir sjófuglar hafa í rauninni verið ósköp lítið rann- sakaðir. Fyrst er að telja að Finnur Guðmundsson tók saman al- mennt yfirlit um íslenska sjófugla, ritaði um þetta í Náttúrufræðing- inn á árunum 1952—57. Þar leit- aðist hann við að draga saman helstu atriði í lifnaðarháttum og útbreiðslu þeirra hérlendis. Þetta var mjög gagnlegt verk. Svo er ekkert gert í þessum efnum fyrr en Agnar Ingólfsson byrjar athuganir sínar á mávum 1964, það var hans doktorsverk- efni. Hann fjallar fyrst og fremst um fæðu nokkurra máva, þó einkum hvítmávs og svartbaks. Um leið athugar hann líka fjaðra- felli, búningaskipti, þessara fugla. Hann sýnir fram á mikinn mun á fæðu þessara tveggja tegunda; hvítmávurinn sækir fæðu sína meira í fjörur, náttúrulega fæðu, en svartbakurinn tekur meira al- hliða fæðu, sorpúrgang m.a. Á vissum tímum árs, einkum á út- mánuðum, sækjast þeir þó mikið eftir sömu fæðunni, þ.e.a.s. loðnu. Ný íslensk tegund — hvítsilfurmávur Þegar Agnar er í þessum rann- sóknum, dettur hann niður á mjög áhugavert verkefni: hvítmávur og silfurmávur tímgast saman og eiga frjó afkvæmi. Þetta er einstakt Rætt við Ævar Petersen um íslenska sjófugla Ævar Petersen er fæddur í Reykjavík 1948 og uppalinn þar. Sonur hjónanna Bem- hards Petersen kaupmanns og önnu Petersen. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968. Stundaði nám í Háskóla íslands í eitt ár og síðan í St. Andrews háskólanum í Skot- landi í tvö ár og háskólanum í Aberdeen í önnur tvö og lauk þaðan B.Sc. prófi í dýrafræði 1973. Vann eitt ár á Náttúru- fræðistofnun en 1974 fór hann til framhaldsnáms í dýrafræði í Oxford, dvaldist þar næstu fjóra vetur en á sumrin í Breiðafjarðareyjum við fugla- rannsóknir, einkum á teistu, og vinnur hann nú að doktors- ritgerð um hana. í júlí 1978 tók Ævar við stöðu deildar- stjóra Dýrafræðideildar Nátt- úrufræðistofnunar íslands af dr. Finni Guðmundssyni. fyrirbæri. Annars staðar í heimin- um hegða þessir fuglar sér eins og aðskildar tegundir. Hvítmávur er miklu norrænni en silfurmávur, en hérlendis verpa þeir á sömu slóðum á nokkrum stöðum á Suður- og Suðvesturlandi. Þessi kynblöndun var ótrúlega ör. Það má segja að þarna hafi komið fram ný tegund. Því má svo bæta við að hvítmávurinn er búinn að vera hér frá örófi alda, en silfur- mávurinn fer ekki að verpa hér- lendis fyrr en um eða upp úr 1920. Hvað eru bjargfuglar margar milljónir? Næst er frá því að segja að Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi hefur manna mest kannað fugla- björg á íslandi, hefur farið í þau næstum öll einkum með tvennt í huga: 1) að kanna hlutfallslegan fjölda stuttnefju og langvíu og 2) reyna að áætla fjölda einstaklinga þessara tegunda. Hlutfallslegur fjöldi reynd- ist vera mjög breytilegur eftir landshlutum, stuttnefja er nor- rænni tegund en langvía og meira af henni í björgum norðanlands, einkum í kalda sjónum norðan- og norðaustanlands. Langvían er aftur á móti miklu meira áberandi sunnanlands og vestan. Sam- kvæmt niðurstöðum Þorsteins verpir bróðurparturinn af íslensk- um langvíum og stuttnefjum á þremur stöðum, þ.e. í Látrabjargi, Hælavíkurbjargi og Hornbjargi. Þorsteinn áætlar að hér á landi séu um 2 milljónir varppara af stutt- nefju (4 milljónir fugla), en VÆ milljón varppara af langvíu. Þetta segir þó ekki allt um fjölda ein- staklinga, því að þessir fuglar verða ekki kynþroska fyrr en 5 ára. VIKINGUR 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.