Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 43
mestu hleðslu. Hve mikla kjöl- festu þurfti Capitana tóm og hve mikinn farm lestaði hún? — Hún hafði 60 tonna blýkjöl, en aðra kjölfestu sem hún hafði, þegar hún kom til landsins, var búið að taka .í land. Sennilega hefur þetta verið gert vegna þess að seglin voru minnkuð. Capitana lestaði mest um 230 tonn. Óstöðugir vindar seglskipum erfiðir — Hvaða ferð er þér minnis- stæðust á Capitönu? — Það var túrinn, sem við lentum í fárviðrinu á leiðinni til Buckie. Við tókum fisk á ísafirði og áttum að landa í Aberdeen fyrir jól, en þetta var rétt fyrir jól- in. Framan af gekk allt vel, en þegar við vorum komnir um það bil 250 sjómílur suður af landinu fengum við á okkur norðaustan rok með miklum sjó. Ég reyndi fyrst að halda í horfinu með því að hafa eitthvað af seglum uppi og slá undan í stærstu öldunum. — En öldurnar voru fjallháar og skipið tók svo mikinn sjó á sig að ég þorði ekki öðru en að slá alveg undan og taka öll segl niður. Ég lensaði svo á berum reiðanum í 12 tíma og veðurofsinn var svo mikill að skútan gekk 11 ntílur. Þegar byrjaði að draga úr mesta veður- hamnum, snéri ég Capitönu og lét flatreka og fór niður og lagði mig. Eftir 3 til 4 tíma var ég vakinn. HAPPDRÆTTI DAS 60% af áj?óða varið til bygg- ingar Dvalarheimilisins. SKRIFSTOFA AÐALSTRÆTI 6 Aðalumboð Vesturveri. Símar: 17117 og 17757 Veður var þó orðið skaplegt. Við héldum þá af stað aftur í áttina til Aberdeen, en vorum komnir um 100 sjómílur úr leið á þessu lensi. Við vorum ekki komnir nema í Pentil á aðfangadagskvöld. Þegar við komum loks til Aberdeen var búið að loka þar fyrir alla fisk- móttöku og okkur vísað frá. Ég fór þá til Peterhead en fékk ekki heldur löndun þar, en fyrirmæli um að fara til Buckie. Og þar losnaði ég loksins við fiskinn, sem seldist á ágætu verði. Með sölu á Capitönu má segja að útgerð seglskipa til flutninga sé úr sögunni hér á landi. Til út- gerðar hennar, Arctic og.Hamonu var stofnað vegna vöntunar á skipum, sem stafaði fyrst og fremst af hinu óvenjulega ástandi í heimsmálunum, þ.e. styrjöld- inni, og einmitt þess vegna var erfitt eða næstum ómögulegt að fá útflutningsleyfi fyrir skipum. Það voru gömul seglskip, sem helst voru föl. Þótt Guðjóni Finnboga- syni á Capitönu hafi gengið vel að fá vana seglskipamenn, gekk það ekki eins vel hjá öðrum. Á Arctic hafa yfirmenn vafalaust verið vanir seglum enda brýn nauðsyn, þar sem það skip var svo mjög háð seglunum, hafði tiltölulega litla hjálparvél miðað við stærð, en hásetar voru áreiðanlega alls óvanir seglum. Ef litið er í skips- hafnarskrána sést að allir háset- arnir eru um tvítugt og gátu því ekki hafa haft neina reynslu af seglskipum. Sömu sögu er að segja af Hamonu. Næstum ógjörningur var að fá vana seglskipamenn vestra á þessum árum eins og fyrr er greint. Nú þegar hillir undirsegl á ný, á það þó vafalaust langt í land að héðan verði gerð út seglskip bæði vegna þess að íslenskir sjómenn eru ekki stakk búnir til að starfa á þeim og einnig og ekki síður vegna þess að hafið í grennd við ísland er erfitt seglskipum vegna óstöðugra vinda og ofsaveðra, sem hér má búast við sérstaklega að vetrinum. Staðvindabeltin sunnar á hnettinum eru hagstæð- ust þeim, enda er gert ráð fyrir að þar liggi leiðir þeirra helst. VÍKINGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7231
Tungumál:
Árgangar:
86
Fjöldi tölublaða/hefta:
1855
Skráðar greinar:
963
Gefið út:
1939-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað: 4.-5. Tölublað (01.05.1980)
https://timarit.is/issue/289963

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4.-5. Tölublað (01.05.1980)

Aðgerðir: