Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 39
slétttoppa skonnorta, þ.e. hafði engin þversegl, og var með 160 hestafla hjálparvél. Hún var smíðuð í Svíþjóð árið 1919 og því 20 ára gömul. í skýrslu Fiski- málanefndar er hún talin mótor- skip, og því bendir allt til þess að nefndin hafi ætlað sér að kaupa vélskip og talið sig hafa gert það. í skýrslunni er kaupverðið talið mjög hagstætt, en það var 107 þús. krónur danskar. En vegna mikilla viðgerða og endurbóta á skipinu stóð það í rúmlega 500 þús. kr. dönskum eða hafði 5 faldast í verði er öllum viðgerðum og endurbótum var lokið. Þrátt fyrir þetta var talið mikið happ að hafa fengið skipið. Arctic var frystiskip og keypt til að flytja hraðfrystan fisk á markað er- lendis. Framleiðsla á þessari vöru hafði aukist það mikið að þau skip, sem voru í förum milli ís- lands og útlanda og höfðu kæli- rými, önnuðu ekki flutningunum. Mjög erfitt var á þessum tímum að fá skip til þessara flutninga, jafn- vel með afarkostum, en þetta var í byrjun heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Fyrsta árið gekk rekstur skips- ins vel og útflutningur á hrað- frystum fiski meira en þrefaldað- ist. Eftir það var alltaf tap á rekstrinum. Það hafði t.d. mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir út- gerðina er breska matvælaráðu- neytið tók að sér alla fiskflutninga milli íslands og Bretlands. Eng- lendingar vildu ekki leigja Arctic til flutninganna, töldu skipið m.a. of hægfara. Af þessu hlaust hvort tveggja að halli varð á rekstri skipsins og útflutningur á hrað- frystum fiski dróst verulega saman. Arctic var nú einkum notuð til geymslu á hraðfrystum fiski. Síðla árs 1941 fór hún þó með hrogna- farm til Spánar. Þessi ferð varð afdrifarík og mörgum örlagarík. Bresk hernaðaryfirvöld töldu sig hafa ástæðu til að ætla að skip- verjar hefðu á heimleiðinni sent Þjóðverjum veðurfréttir. Þau tóku því Arctic er hún lá í Vestmanna- eyjum hinn 14. apríl 1942 og beið þess að taka ísvarinn fisk til Eng- lands. Skipverjar voru allir hand- teknir og skipið kyrrsett. Eftir þetta hafði nefndin mik- inn kostnað af skipinu en engar tekjur. Er Bretar afhentu skipið loks aftur var það verkefnalaust. Horfur voru þó á að Arctic fengi fiskflutninga til Spánar, en er til kom vildu bresk hernaðaryfirvöld ekki veita leyfi til Spánarsigling- anna. Að lokum rættist úr verk- efnaleysinu. Ákveðið var að Arctic flytti ísaðan bátafisk til Englands. Síðasta siglingin í gegnum brimgarðinn Að kvöldi 15. mars 1943 lagði Arctic upp frá Reykjavík. Ferð- inni var heitið til Vestmannaeyja. Ágætt veður var, er lagt var upp en það versnaði brátt og er á nóttina leið var komið vonsku- veður af suðaustri. Allir hásetar voru þá kallaðir á dekk og fram- segl tekin niður, en fokka og stór- segl rifuð. Er á morguninn leið snerist vindur til suðvesturs en veðurhæð hélst óbreytt. Aðfaranótt 17. mars rifnaði stórseglið í tætlur. Var þá ekki annað að treysta á en fokkuna og hjálparvélina. Skömmu áður höfðu skipverjar séð ljós, sem þeir töldu vera á flugvelli er Banda- ríkjamenn höfðu nýlega byggt á Miðnesheiði. Ekki tókst að halda skipinu frá landi og bar það upp að brimgarðinum. Skipstjórinn fór þá fram á og stjórnaði þaðan siglingu í gegnum brimgarðinn. Þótt Arctic tæki harkalega niðri annað slagið tókst honum með þessum hætti að sigla henni framhjá stærstu boðunum. Að lokum sat hún föst, en var þá komin upp undir land. Arctic hafði strandað við Stakkhamars- nes í Miklaholtshreppi á Snæ- fellsnesi. Þetta var síðasta sigling skipstjórans, Jóns Ólafssonar, því hann lést skömmu eftir að hann og aðrir skipverjar voru komnir heilu og höldnu í land. Arctic eyðilagðist á strandstað og með henni lauk skipaútgerð 39 Hamona á leið til Þingeyrar frá Glouster, Bandaríkjunum þar sem hún var keypt. Skipsljórinn, Jón Olafsson er að mæla sólarhæðina mcð sextant. Jón Ólafsson var skipstjóri á Arctic í hennar síðustu ferð. Stóra bóman á myndinni varásamt seglinu tekin niður er heiin kom. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.