Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 36
Flattery, WA — Shanghai, 10500 sjóm. og San Francisco — Sydney 12800 sjóm. Reiknað var út svo kallað RFR-flutningsgjald (Required Freight Rate), sem er það flutn- ingsgjald sem nauðsynlegt er til að fjármagn sem lagt er í skipið skili hæfilegum arði. Því lægra sem RFR er, því hagstæðari eru rekstrarskilyrði. í ljós kom, að á leiðunum Cape Flattery — Shanghai og San Francisco — Sydney reyndust seglskip hagstæðari en vélskip. Síðan Woodward skýrslan kom út hefur olíuverð tvöfaldast og eru því skilyrði nú miklu hagstæðari seglskipum en 1975. Til að sigla vel þarf mikla kjölfestu í Woodward skýrslunni er reiknað með 10% hærri stofn- kostnaði við smíði seglskipa en vélskipa. Það er ekki vegna segla eða reiða heldur vegna meira rýmis fyrir kjölfestu. Þetta þýðir að seglskip þarf að vera stærra en vélskip til að flytja jafnmikinn farm. Til að sigla vel þarf seglskip mikla kjölfestu. Sumir telja að ekki dugi minna en 70% af þunga særýmis við mestu djúpristu (load displacement) og í fyrrnefndri skýrslu er einmitt reiknað með því. Aðrir telja það allt of mikið og álíta 53% af þunga særýmis nægi- legt. Vel er hugsanlegt að útbúa kjölfestugeyma þannig að flytja megi í þeim lausafarm. Þetta hentar vel ef seglskip flytur lausa- farm aðra leiðina en er tómt hina. Skilyrði til seglskipaútgerðar góð Á vegum Southampton háskóla í Englandi hefur verið gerð at- hugun á rekstri seglskipa svipað því sem gert var í Bandaríkjunum og fyrr er nefnt. Englendingar gerðu samanburð á vélskipi með 9,5 sjóm. meðalhraða, sem flytti 348000 tonn af vörum á ári yfir Norður-Atlantshafið og seglskipi á sömu leið er hefði 9,3 sjóm. meðalhraða og flytti 345000 tonn af vörum á ári. Reiknað var út RFR farmgjald miðað við olíu- verð 45, 72, 81 og 90 krónur á lítra og ennfremur var gert ráð fyrir sama fjármagnskostnaði fyrir seglskip og vélskip. Útreikningar með þessum for- sendum sýndu að RFR var 450 kr. lægra fyrir seglskip miðað við lægsta olíuverð en 775 kr. miðað við hæsta. Margir óvissuþættir eru þó Barkur fyrir fullum seglum. Radarloftnet er á aftasta mastri, messanmastrinu. Með radarloftnetið á þesum stað valda seglin og reiðinn stórum eyðum í radarmyndina framundan. 36 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.