Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Qupperneq 28
Toppskarfi fer mjög fjölgandi. Myndina tók Ævar Petersen á Klofningi við Flatey á Breiðafirði.
hjá okkur íslendingum. Það á þó
ekki við um allar tegundir. Hér er
um að ræða um 20 tegundir sem
kalla mætti reglulega sjófugla.
T.d. er útbreiðsla og fjöldi súlu vel
könnuð, einnig skarfa. í súlu-
stofninum hér eru 20—25 þúsund
pör. Henni hefur farið fjölgandi
síðustu áratugi og hún hefur verið
að nema nýja varpstaði á síðustu
árum, eins og t.d. Mávadrang við
Dyrhólaey. Um % af súlustofnin-
um verpa í Eldey. Talsvert miklu
minna er af skarfi, um 2000 pör af
dílaskarfi og um 3000 pör af
toppskarfi. Toppskarfurinn er í
mikilli aukningu. Hann verpir
nær eingöngu á Breiðafirði.
— Hve mikið er drepið af sjó-
fugli, t.d. svartfugli? Hafa fugla-
fræðingar hugmyndir um það?
— Við vitum nær ekkert um
það. Hvorki vitum við hve mikið
menn skjóta né heldur hve mikið
ferst í netum. Það hefur heyrst við
og við að talsvert af fugli komi í
net, t.d. síðastliðið vor. Þá sögðu
grásleppukarlar hér við Faxaflóa
frá því að þeir komu með 2000—
3000 fugla á einum bát eftir nótt-
28
ina. Einnig hefur maður heyrt há-
ar tölur um fugl í þorskanetin. En
hve mikil brögð eru að þessu yfir-
leitt, það getum við ekki sagt um.
100 þúsund lundar
háfaðir árlega í Eyjum
— Er hugsanlegt að veiði hafi
áhrif til fækkunar fugla?
— Við sjáum engin augljós
merki þess að þessum fuglum fari
fækkandi. Ætli það láti ekki nærri
að í Vestmannaeyjum einum séu
veiddir 100 þúsund lundar á ári,
en það virðist ekki hafa áhrif á
stofninn. Það getur þó skipt
meginmáli hvort veiðin byggist á
kynþroska fugli eða ókynþroska.
Það hefur komið í Ijós við endur-
heimtur merkja að 93% af lunda
veiddum í háf í Vestmannaeyjum
eru ókynþroska fuglar. Slík veiði
hefur mun minni áhrif á viðkomu
stofnsins en veiðar á kynþroska
fugli.
— Gæti minnkandi veiði haft
óæskileg áhrif á fuglastofna vegna
aukinnar truflunar ungfugla í
varpi, t.d. í Drangey?
— Það ætti ekki að vera.
Stundum er talað um að maður-
inn sé að viðhalda jafnvægi með
veiðum, en það er þá jafnvægi
sem maðurinn hefur skapað. Ef
veiðamar falla niður, myndast
nýtt jafnvægi sem náttúran kemur
á.
Fæðuuppsprettan orsök
fyrir fjölgun múkkans
— Við getum varla skilist svo
við sjófuglana að við minnumst
ekki á eftirlætisfugl margra sjó-
manna, múkkann.
— Já, saga fýlsins hér við land
er mjög sérkennileg. Talið er að
um 1700 hafi hann orpið einungis
á einum stað á íslandi, í Grímsey,
og þá reyndar aðeins á einum
öðrum stað sunnan Jan Mayen, á
St. Kilda. Síðan hefur honum
fjölgað gífurlega og fjölgar enn.
Engar rannsóknir hafa verið
gerðar á fýl á íslandi og við vitum
ekkert um fjölda hans annað en
það, að hann er algengur allt í
kringum landið, er enn að nema
land og verpir tugi kílómetra inni í
landi. Þessi fjölgun hefur ekki
bara orðið hérlendis, honum hef-
VÍKINGUR