Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 15
Loðnuveiðar eru ótryggari en aðrar fiskveiðar Viðtal við Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing Um hvað ræða menn mest á íslandi næst á eftir veðrinu? Gunnar Thor eða handbolta, forsetaframboð eða skák? Eða loðnu? Það skyldi þó ekki vera loðnan? Stundum er eins og allt ætli um koll að keyra ut af þessum smávaxna fiski. Útgerðarmenn krefjast þess að fá að veiða meira, sjó- menn mótmæla veiðibönnum, loðnubræðslur og heil byggðarlög bera sig illa yfir að fá ekki loðnu í vinnslu. Fiskifræðingar þylja vamaðarorð og leggja til kvóta, sem pólitíkusar hækka, og hvorir tveggja eru skammaðir. Um þetta allt og reyndar sitthvað fleira er fjallað í fréttatímum útvarps- ins allt upp í 6—7 sinnum á dag, fyrir nú utan alla hina f jölmiðlana. Hvemig væri nú að taka þessu öllu svolítið rólega, núna þegar vetrar- vertíðinni er lokið og nokkurra mánaða veiðihlé framundan. Setjumst niður í næði með honum Hjálmari Vilhjálmssyni og fræðumst örlítið um loðnuveiðar fyrr og nú, rannsóknir og framtíðarhorfur. Spyrjum fyrst um upphaf loðnuveiða hér við land. Hjálmar Vilhjálmsson er fæddur á Brekku í Mjóafirði 1937 og alinn þar upp. For- eldrar: Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. Stúdent frá Laugarvatni 1957. Stundaði nám í sjávarlíffræði við Háskólann í Glasgow í Skotlandi og lauk þaðan B.Sc. hons. prófi 1965. Hóf störf á Hafrannsóknastofnuninni sama ár og hefur unnið þar síðan við Uppsjávarfiskadeild. Það er tiltölulega stutt síðan farið var að veiða loðnu í stórum stíl hérlendis. Hún hefur að vísu verið veidd hér mjög lengi, ausið upp á grunnsævi við ströndina og tínd á fjörum. Loðnan var þá gjarnan notuð ný til manneldis eða breidd til þerris og höfð til skepnufóðurs. Síðar var farið að beita henni. Ég hygg að menn hafi byrjað á því norðanlands um eða fyrir síðustu aldamót. Austan- lands og sunnan verður loðna ekki algeng beita fyrr en upp úr 1920, fyrst á Homafjarðarsvæðinu. Oft- ast var hún þá veidd í landnætur (lása) eða í háf. Fyrstu tilraunir til að bræða loðnu voru gerðar að ég held að tilhlutan Fiskifélagsins og þeirrar stofnunar, sem nú heitir Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, um eða fyrir 1960. Þessar tilraunir gáfu góða raun. Það var samt ekki fyrr en 1965 að veiði í bræðslu hefst að marki. Fram til þess tíma höfðu menn nefnilega nóg að gera við að bræða síld. Upphaf loðnu- bræðslu í stórum stíl helst sem sé í hendur við samdrátt í síldarstofn- unum. Veturinn 1965 veiddust um 50 þúsund tonn af loðnu og næstu árin er aflinn svona á bilinu 100—200 þúsund tonn. Á þessum tíma fór veiðin eingöngu fram á grunnslóð við suður- og vestur- ströndina. Það er ekki fyrr en vet- urinn 1972 að farið er að veiða loðnu á djúpmiðum austan lands, í janúar, og þá vertíð fer aflinn fyrstyfir 200 þúsund tonn. Tilraun til veiða austan lands í janúar var raunar gerð árið 1970, en mistókst alveg. Varð þetta til þess að eng- inn fékkst til þess að reyna aftur ári síðar, þegar aðstæður voru aðrar og betri. Frá og með árinu 1973 hefur afli á vetrarvertíð verið á bilinu 450—550 þúsund tonn. Svo er það sumarið 1976 að farið er að veiða loðnu á djúp- miðum út af Norðurlandi og Vestfjörðum. Þetta fyrsta sumar varð aflinn á þessum slóðum rúm 110 þúsund tonn og árið eftir 265 þúsund tonn. Seinustu tvö árin varð sumarveiðin um 660 og 570 þúsund tonn. í þessum aflatölum er meðtalin veiði Norðmanna og Færeyinga. Það er rétt að minna á að 1977 fengu Færeyingar að taka þátt í vetrarvertíð á loðnu hér við land og svo aftur ’78 og ’79. — Hvenær hófust loðnuveiðar á Jan Mayen svæðinu? — Sumarið 1978 finna Norð- menn loðnu við Jan Mayen og veiða þá um 160 þúsund tonn og VÍKINGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.