Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Síða 10
hérna inni þegar ég er veikur.
Ræðismanninum var loks nóg
boðið, hann reis á fætur, hneppti
að sér tvíhnepptum jakkanum og
ætlaði út þegar spurning frá
sjúklingnum stöðvaði hann:
Hverra manna er þessi drengur?
— Ég veit það ekki, svaraði
hann þurrlega og rétti umslag
merkt sendiráði íslands í Stokk-
hólmi yfir til sjúklingsins. Þeir
þögðu allir á meðan karlinn opn-
aði það og las bréfið. Stýrimaður-
inn hallaði sér upp að borðinu og
lygndi aftur augum og ræðis-
maðurinn tók eftir að augastein-
ar hans hreyfðust undir augnlok-
unum eins og hann svæfi. Utan af
bryggjunni barst vélargnýr, svo
verkamennirnir voru líklega
komnir úr mat, og ræðismann-
inum fannst hann hafa eytt allt of
löngum tíma í þetta heimskulega
erindi.
— Má ég tala við kokkinn?
spurði hann varfærnislega og
hafði gleymt að vera móðgaður.
Sjúklingurinn þagði og virtist
niðursokkinn í bréfið. Hann skaut
fram hökunni og ræskti upp í sig
kjaftfylli, svo tautaði hann: Það er
ég sem stjórna þessu skipi og þú
talar ekkert við kokkinn. Gilli, þú
tekur við þessum strák og setur
hann í sjúkraklefann. Láttu svo
senda mér sítrónutré.
Stýrimaðurinn kinkaði kolli og
fór. Þegar fótatak hans var örugg-
lega dáið út á ganginum, spurði
ræðismaðurinn glaðlega: Er hann
eitthvað skrýtinn þessi?
— Hann Gilli?
— Já, það var eins og hann
svæfi þarna upp á endann.
— Nei, það er sko ekki neitt að
honum. Það er bara kerlingin sem
var að hlaupa frá honum og hann
hefur þessar voðalegú áhyggjur af
krökkunum. Ég hef alltaf sagt að
menn eiga ekki að giftast frá-
skildum konum, því ef kona getur
ekki verið góð við einn mann,
10
getur hún heldur ekki verið góð
við annan.
Nokkru áður en skipið lagði úr
höfn renndi rauðbrúnn volvobíll
að landganginum. Þrekvaxinn
maður um þrítugt steig út að
framan og opnaði afturdyrnar
fyrir ungum manni með sítt ljóst
hár. Ungi maðurinn stóð ögn
utangátta á bryggjunni og leit til
skiptis á þann sem hafði opnað og
skipið eins og hann væri stein-
hissa. Hann var fremur hár til
hnésins, grannur og beinaber inn í
blárri peysu og gallabuxum.
Þrekvaxni maðurinn gaf honum
bendingu um að ganga um borð
og fylgdi fast á eftir upp land-
ganginn. Fyrsti stýrimaður vísaði
þeim inn í messa og sagði að
skipstjórinn væri veikur og svæfi.
Þrekvaxni maðurinn dró fram
skjöl, benti á unga manninn og
reyndi að gera stýrimanninum
skiljanlegt að hann ætti að kvitta
fyrir áð hafa tekið við farþeg-
anum. Þetta vafðist eitthvað fyrir
stýrimanninum, hann skildi ekki
mikið í sænsku og enn síður hvers
vegna hann þyrfti að kvitta. Þá
benti Svíinn óþolinmóður á strik
neðst á skjalinu, stakk kúlupenna í
hönd hans og sagði að því er helzt
mátti heyra: Formaliteter. Stýri-
maðurinn skrifaði á skjalið og
síðan tvö önnur skjöl. Svíinn rétti
honum eitt eintak, braut hin
vandlega saman og hélt rakleiðis
aftur í land.
Á leiðinni niður landgöngu-
brúna var hann að velta því fyrir
sér hvort stýrimaðurinn hefði
verið undir áhrifum einhverra
lyfja. En hann ýtti þeirri hugsun
frá sér og ákvað að sér kæmi það
ekki við. Þetta væri skip frá anh-
arri þjóð og yrði von bráðar úti á
reginhafi.
Farþeginn hafði setið þegjandi
undir skriffinnskunni og reykt. í
fyrstu hafði hann óttast að stýri-
maðurinn myndi gera athuga-
semdir við pappírana, en þegar
hann virtist algjörlega áhugalaus
og stakk skjalinu hirðuleysislega í
buxnavasann, færðist ró yfir hann.
Stýrimaðurinn spurði eftir far-
angri. Hann var farangurslaus. Þá
spurði hann einskis frekar og vís-
aði farþeganum á sjúkraklefann
þar sem hann átti að búa. Hins
vegar furðaði Gísli sig á því að
rauðbrúni volvóinn beið kyrr á
bryggjunni og ók ekki fyrr en
hálftíma síðar, þegar landfestar
höfðu verið leystar og skipið lón-
aði út höfnina.
Farþeginn var lítið á ferli, mætti
á réttum tíma í mat og þagði nema
yrt væri sérstaklega á hann, þá
svaraði hann með einu eða tveim
orðum og starði ofan í diskinn.
Utan matartíma hélt hann sig inn
á klefa.
Þeir hrepptu gott í sjóinn. Á
öðrum degi var karlinn kominn á
kreik. Hann þjóraði bjór og lét
færa sér matinn upp. Skipun kom
frá Reykjavík um að koma við í
Húll og taka einhverjar vörur, því
lestarnar voru ekki nema hálffull-
ar af prinspólókexi og pappa, en
þegar þeir áttu skammt ófarið
þangað, var skipunin afturkölluð
og þeim snúið aftur á heimleið.
Þessi útúrdúr seinkaði þeim um
rúman sólarhring frá upphaflegri
áætlun. Nóttina eftir birtist karl-
inn í brúnni hrækjandi og snýt-
andi sér. Er ekki allt í lagi? spurði
hann og spilaði vasabiljarð.
— Það fór lampi í radamum
svaraði Gísli.
— Aftur, hrökk upp úr karl-
inum.
— Ég var ekki í síðasta túr. Það
er ekki til neinn aukalampi.
— Svona er að taka þessa af-
Ieysingamenn, þeir eru ekki að
hafa fyrir því að bæta það sem
bilar og er sama um allt, tautaði
karlinn, opnaði brúargluggann og
sendi langa slummu út í myrkrið.
Svo vappaði hann um og blótaði
læknisfræðinni; það væri ekkert
gagn í þessum helvítis meðölum,
VÍKINGUR