Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 11
þau gerðu mann bara enn verri, hann hefði þekkt konu sem lá í tvö ár rúmföst af því að éta meðöl og á endanum lá hún bara og lá af því hún var orðin veik af þvi að liggja. í aftureldingu snerist hann á áttinni og bálaði sig upp að norð- vestan. Fislétt skipið rambaði eftir ölduhryggjunum eins og ólmur foli og sælöðrið bylgjaðist í loftinu líkast risavöxnu faxi. Rétt fyrir myrkur grillti í Dunganshöfða á Skotlandi. Þá var veðrið orðið snarvitlaust, 10—11 vindstig og straumur á móti vindi. Karlinn ákvað að leita vars og bíða eftir réttu falli áður en þeir legðu í Pentilinn eins og sundið er kallað milli Skotlands og eyjanna. Það var yfir kvöldmatnum þennan dag sem farþeginn opnaði munninn í fyrsta skipti að fyrra- bragði og spurði stýrimanninn hvað væri að. Gísli svaraði undan og ofan og gaf í skyn að skipið gæti sokkið svo þeir ætluðu að bíða eftir logni. Svo hlógu þeir allir og hlátur þeirra blandaðist glamrinu í leirtauinu í eldhúsinu þegar skipið valt á öldunum. Far- þeginn brosti og snéri sér að stýri- manninum. Gísla varð ögn ónotalega við þegar hann leit framan í hann, því augun sem mættu honum störðu eins og í gegnum grímu og það var í þeim kyrrstætt blik eins og hann hafði einu sinni séð í augum sjúklings sem hafði verið svæfður með eter. — Þarftu að vera kominn heim fyrir ákveðinn tíma? Farþeginn nikkaði og brosið sat fast í andlitsdráttunum og þoku- kennd slikja fór yfir augun. Hann var óra fjarri. — Jæja, andvarpaði Gísli, og stóð upp: Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur þetta verður allt í lagi, við siglum áfram á fallinu. Hann ætlaði að segja eitthvað meira, en fannst allt í einu eins og hann væri að afsaka sig fyrir eitt- hvað sem hann þyrfti alls ekki að VÍKINGUR afsaka sig fyrir, svo hann flýtti sér út úr messanum og tók stigann í örfáum skrefum upp í brú. Seint um nóttina varð hann var við að einhver kom upp stigann. Reikult fótatak barst í gegnum ym hafsins. Svo brá fyrir sígarettuglóð rétt ofan við gólfskörina og daufur bjarmi féll á þunnt nef farþegans og lýsti draugalega undir augun. Reykurinn liðaðist út um annað Hrafn Gunnlaugsson er fæddur í Reykjavík 1948, sonur Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu og Gunnlaugs Þórðarsonar dr. juris. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969. Fil. kand. í leik- húsfræðum og bókmenntasögu frá Stokkhólmsháskóla 1973. Lauk námi í kvikmynda- og fjöl- miðlafræði frá Dramatiska Insti- tutet í Stokkhólmi ’74. Fram- kvæmdastjóri 2ja listahátíða í Reykjavík (’76 og ’78). Leiklist- arráðunautur Sjónvarpsins frá 1978. Hefur skrifað Ijóð, sögur, leikrit og kvikmyndahandrit og sett upp leikverk í Þjóðleikhús- inu, hljóðvarpi og þó einkum í Sjónvarpinu. Helstu verk: Saga af sjónum (leikrit), hlaut heiðursviðurkenningu í leikrita- samkeppni Leikfélags Reykja- víkur 1971; sýnt sem sjónvarps- leikrit 1972; gefið út á bók 1974. munnvikið og leysti í sundur helming andlitsins svo það var eins og leikhúsgríma með tveim svipbrigðum. Hann stóð kyrr í stigaopinu og beið. Eftir drykk- langa stund spurði stýrimaðurinn: Vantar þig eitthvað? — Nei, svaraði mjó rödd: En ég get ekki sofið, ég held ég sé að verða sjóveikur. Farþeginn kom allur upp: Má ég vera hérna? — Mín vegna svaraði stýri- maðurinn þótt honum væri mein- illa við að vera sviptur einverunni. — Okkur hefur bráðum seink- að um tvo sólarhringa, sagði far- þeginn eins og við sjálfan sig. Svo bætti hann við í sama tón: Hvað er gert ef menn slasast svona langt úti á hafi. Ef það slitnaði kannski fótur af einhverjum í vindu? Þetta tal fór í taugarnar á Gísla. Ekki nóg með að hann væri trufl- aður á þeim tíma sólarhrings sem honum leið bezt; í lágnættinu þegar allt utanaðkomandi var í hvíld og bara ólgandi haf fyrir Ástarljóð (ljóð) 1973. Djöflamir (saga) 1973. íslendingaspjöll (revía, ásamt Davíð Oddssyni), sýnd hjá Leik- félagi Reykjavíkur 1974. Ég vil auðga mitt land (gaman- leikur, ásamt Davíð Oddssyni og Þórarni Eldjárn), sýnt í Þjóðleik- húsinu 1974. Grafarinn með fæðingartengurn- ar (ljóð) 1976. Blóðrautt sólarlag (sjónvarps- kvikmynd, handrit og leikstjórn), frumsýnt 1977. Lilja (kvikmynd, handrit, eftir sögu Halldórs Laxness, og leik- stjórn) frumsýnd á listahátíð 1978, í sjónvarpi sama ár. Óðal feðranna (kvikmynd, hand- rit og leikstjórn) verður frumsýnt á þessu ári. Auk þessa smásögur í tímaritum, m.a. í Víkingnum að undan- förnu. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.